Aurskriða við Eyjafjallajökul

07.08.2010 - 13:03
Mynd með færslu
Gríðar mikil aurskriða féll úr Steinafjalli við rætur Eyjafjallajökuls í nótt. Skriðan féll rétt við bæinn Hvoltungu og skemmdi girðingar en olli ekki skemmdum á húsum. Díana Ágústsdóttir bóndi segir að skriðan hafi tekið mikið af grjóti með sér og náð alla leið niður að þjóðveginum. Hún segir að hellirigning hafi verið undir Eyjafjöllum í dag og stórvirkar vinnuvélar séu að störfum í lækjarfarvegi sem skriðan fyllti.

Aurskriðan. (Mynd: Einar Þór Einarsson, Hvoltungu)