Atkvæðagreiðsla um búvörusamningana

07.03.2016 - 16:04
Mynd með færslu
 Mynd: ruv
Rafræn atkvæðagreiðsla bænda um nýju búvörusamningana hófst á netinu í dag og stendur til 17. mars. Þeir bændur sem ekki vilja greiða atkvæði rafrænt fengu senda atkvæðaseðla fyrir helgi.

Talning hefst 22. mars og er gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir samdægurs.  
Fundir meðal bænda þar sem efni búvörusamninganna verður kynnt hófust líka í dag og verða fram á föstudag.  Fyrsti fundurinn var á Hornafirði í dag og eru skipulagðir fundir um allt land í vikunni. Hægt er að skoða samningana á vef bændasamtakanna. 

 

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV