Aska þéttist í Reykjavík í hádeginu

23.05.2011 - 13:47
Mynd með færslu
Svifryks í Reykjavík mældist yfir 360 míkrógrömm í rúmmetra í hádeginu. Þegar gildið fer yfir 400 hefur fólk verið hvatt til að gera ráðstafanir til að verjast menguninni, jafnvel þótt það sé hraust og heilbrigt.

Þessar upplýsingar komu rétt í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði lýst því yfir að óþarfi væri að halda börnum innandyra í dag, sbr. tengda frétt hér að neðan.


Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins, segir að þetta háa gildi sé að líkindum ekki til marks um að meiri aska hafi verið að berast yfir borgina, heldur hafi strekkingsvindur þeytt því sem féll í nótt á flug.  Hún býst því fremur við því að þetta setjist aftur og loftgæðin fari batnandi.


Falli hins vegar rykgildið ekki fljótlega sé a.m.k. ástæða til þess að ráða fólki frá því að trimma utanhúss og að láta börn sofa úti í vögnum.


Eftirlitið muni fylgjast grannt með þróun mála og senda frá sér formlega tilkynningu þegar líður á daginn.