Ásgeir gefur RÚV Tvær stjörnur

Ásgeir
 · 
Ásgeir Trausti
 · 
Hægvarp
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

Ásgeir gefur RÚV Tvær stjörnur

Ásgeir
 · 
Ásgeir Trausti
 · 
Hægvarp
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
06.07.2017 - 15:30.Davíð Roach Gunnarsson
Ásgeir Trausti hefur nú gefið Rás 2 tvær af þeim 29 vínilplötum sem hann hefur tekið upp undanfarinn sólarhring.

Eins og alþjóð veit hefur Ásgeir verið í hljóðverinu Hljóðrita í Hafnarfirði undanfarinn tæpa sólarhringinn og tekið upp ótal lög á sjö tommu vínilplötur, þar sem hvert eintak er einstakt. Flutningur Ásgeirs á lagi Megasar, Tveimur stjörnum, vakti athygli í nótt en hann flutti lagið tvisvar vegna þess að hann ruglaðist eilítið í textanum í fyrra skiptið. Heyra má þá útgáfu í spilaranum hér að ofan.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Önnur af tveimur plötum sem Ásgeir gaf RÚV.

Ásgeir hefur nú gefið RÚV bæði eintökin af Tveimur stjörnum til varðveislu, en á hinum hliðum platnanna eru lög eftir Ásgeir sjálfan: Sumargestur og „Frá mér til ykkar. „Það er mikið gleðiefni að fá þessa plötu til varðveislu því hún er ekki einasta vitnisburður um frábæran tónlistarmann heldur einnig alveg einstakan og sögulegan sjónvarps- og tónlistarviðburð sem á efalaust eftir lifa lengi í minnum fólks,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV. Hann segir gjöfina sérstaklega kæra því tilgangurinn með viðburðinum hafi verið einmitt sá að hafa þessar hljóðritanir eins fágætar og hugsast getur. „Bara eitt númerað eintak er búið til fyrir hverja hljóðritun, og þar með um þeim mun meiri verðmæti að ræða. Ekki síst fyrir framtíðina.“

Nú stendur yfir maraþonútsending, eða svokallað hægvarp Ásgeirs þar sem hann tekur upp lög beint á sjö tommu vínilplötur í hljóðverinu Hljóðrita í Hafnarfirði, samfleytt í 24 klukkutíma. Bein útsending hefur staðið yfir síðan í gær á RÚV 2, RÚV.is og á Youtube-síðu Ásgeirs, en henni lýkur klukkan 17:00 í dag.

Tvær stjörnur í upprunalegum flutningi Megasar.

Tengdar fréttir

„Fjarlægðin“ komin í hús – ruslafatan fjarlægð

Færa ekki ruslafötuna fyrr en nýr texti kemur

Mynd með færslu
Tónlist

Ásgeir – beint á vínyl

Tónlist

Ásgeir tekur upp á vínyl í 24 tíma hægvarpi