Ásgeir: Eigum að vinna Portgúal hvenær sem er

06.01.2016 - 22:56
„Mér fannst vanta ákefð og meiri vilja hjá okkur til að vinna þennan leik og valta yfir þá,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að loknum leik Íslands og Portúgal í kvöld. Portúgalir unnu óvæntan sigur, 28-32.

„Við vorum höktandi allan leikinn og vantaði að við settum í alvöru fluggír þar sem hlutirnir færu að smella. Það eru ýmsar skýringar á þessu tapi en Portgúal er lið sem við eigum að vinna á heimavelli hvenær sem er.“

Einar Örn Jónsson ræddi við Ásgeir að leik loknum og má sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður
Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður