Aron Einar eini Íslendingurinn í byrjunarliði

12.08.2017 - 16:28
epa05406370 Birkir Bjarnason of Iceland (R) reacts after scoring the 5-2 during the UEFA EURO 2016 quarter final match between France and Iceland at Stade de France in Saint-Denis, France, 03 July 2016.
 Mynd: EPA
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var í byrjunarliði Cardiff City sem vann öruggan 3-0 sigur á Birki Bjarnasyni og félögum í Aston Villa í dag. Af þeim fjórum Íslendingum sem spila í Championship deildinni þá var Aron eini leikmaðurinn sem spilaði í dag en ásamt Birki þá var Hörður Björgvin á bekknum hjá Bristol City og Jón Daði er meiddur og spilaði því ekki með Reading.

Cardiff City 3-0 Aston Villa
Aron Einar spilaði allan leikinn í öruggum sigri á Aston Villa í dag en Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Villa. Var þetta annar sigur Cardiff í tveimur leikjum og er liðið í 1. sæti deildarinnar eftir tvo leiki.

Birkir hefur ekki enn komið við sögu hjá Aston Villa sem gerði 1-1 jafntefli við Hull City í fyrstu umferð. Það er ljóst að Steve Bruce þarf að breyta einhverju hjá Aston Villa en það virðist sem John Terry sé ekki að takast að binda vörn þeirra Villa manna saman.

Birmingham City 2-1 Bristol City
Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekk Bristol City þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Birmingham City í dag en Bristol komst yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik í dag.  

Reading 1-1 Fulham
Jón Daði Böðvarsson, framherji Reading, er meiddur á hné sem stendur og var því ekki með liðinu í 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag en Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fulham, er á láni hjá Rubin Kazan í Rússlandi og mun því ekkert leika með liðinu í vetur.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður