Antonio fagnaði marki að hætti Homers Simpson

27.02.2016 - 20:38
epa05121228 Manchester City Sergio Aguero (L) vies for the Ball against West Ham Michail Antonio (R) during the English Premier League game between West Ham United and Manchester City at the Boleyn ground in London, Britain, 23 January 2016.  EPA/FACUNDO
 Mynd: EPA
Michail Antonio, kantmaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, tók sig til og fagnaði að hætti Homers Simpson eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Sunderland í dag. Sjón er sögu ríkari en Antonio segist hafa ákveðið þetta í samráði við félaga sína í liðinu eftir að þeir sáu frægt atriði þar sem Homer fellur til jarðar á aðra hliðina og snýr sér í hringi. Félagar hans hafi þó verið sammála um að hann myndi aldrei láta verða af því.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV