„Annað hvort að vinna hér eða fara í sumarfrí“

18.05.2017 - 22:19
„Þetta var bara úrslitaleikur. Annað hvort að vinna hér eða fara í sumarfrí svo það var ekkert annað í boði en að vinna þenna leik,“ sagði Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, eftir sigurinn á Val úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta í kvöld.

„Við vorum kannski búnir að vera full agaðir sóknarlega og við ákváðum í dag að sækja á rammann og vera miklu aggresívari. Við skoruðum einhver tæp 20 mörk í fyrri hálfleik, megum kannski gera aðeins betur í seinni hálfleik.“

Allt viðtalið við Einar Rafn má sjá í spilaranum hér að ofan

Mynd með færslu
Kristjana Arnarsdóttir
íþróttafréttamaður