Andvíg hernaðaraðgerðum gegn Norður-Kóreu

11.08.2017 - 14:00
epa06064781 A handout photo made available by the official North Korean Central News Agency (KCNA) allegedly shows the North Korean inter-continental ballistic rocket Hwasong-14 being prepared before a test launch at an undisclosed location in North Korea
 Mynd: EPA  -  KCNA
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kveðst vera andvíg hernaðaraðgerðum til að leysa deiluna við Norður-Kóreumenn vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Hún segir að Þjóðverjar séu reiðubúnir að taka þátt í hvers konar aðgerðum til að jafna ágreininginn, nema með því að beita hervaldi. Þá telur hún ekkert gagn í yfirlýsingum Bandaríkjaforseta og ráðamanna í Norður-Kóreu, sem hafa stigmagnast undanfarna daga.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, óttast að orðabelgingurinn að undanförnu geri ástandið enn verra en ella. Hætta sé á ferðum þegar farið sé að hóta árásum með berum orðum.

Fyrr í dag tilkynnti Donald Trump forseti á Twitter að Bandaríkjaher væri tilbúinn til gagnárása hegðuðu Norður-Kóreumenn sér óskynsamlega.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV