Amy besta heimildamyndin

29.02.2016 - 04:25
epa03311951 (FILE) A file picture dated 28 June 2008 shows British singer songwriter Amy Winehouse on stage at the Glastonbury Festival in Somerset, Britain. The first anniversary of the singer's death will be marked on 23 July 2012.  EPA/FRANTZESCO
 Mynd: EPA  -  EPA FILES
Breska heimildakvikmyndin Amy, sem fjallar um líf og dauða söng- og tónlistarkonunnar Amy Winehouse, fékk í nótt Óskarsverðlaun sem besta heimildakvikmynd ársins 2015. Asif Kapadia leikstýrði myndinni, sem snýst að miklu leyti um baráttu hennar við áfengis- og eiturlyfjafíkn söngkonunnar, sem lést árið 2011, aðeins 27 ára að aldri. Dauði hennar var rakinn til áfengiseitrunar.

Stúlka í ánni; A girl in the River, var valin besta stutta heimildamynd ársins. Hún fjallar um svokölluð æru- eða heiðursmorð í Pakistan út fra´sögu hinnar 18 ára stúlku, Saba, sem lifði af tilraun til slíkrar aftöku. Um 1.000 morð af þessu tagi eru framin á ári hverju í Pakistan. Leikstjóri myndarinnar, Sharmeen Obaid-Chinoy, vann einnig Óskarsverðlaun fyrir bestu stuttu heimildarmyndina árið 2012, fyrir Saving Face, sem fjallar um sýruárásir á konur í Pakistan. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV