Alvarleg olíumengun skammt frá Aþenu

12.09.2017 - 13:16
epa06199893 Workers of a clean-up crew struggle to remove an oil spill at a coast of Salamina island near the main port of Piraeus, Greece, 12 September 2017. The small tanker 'Agia Zoni II' sank on 10 September, while anchored off the coast of
 Mynd: EPA-EFE  -  ANA-MPA
Gríska strandsgæslan reynir að takmarka útbreiðslu olíumengunar í sjónum nálægt Aþenu eftir að olíuflutningaskip, með 2500 tonn af olíu, sökk við eyjuna Salamis. Olíubrák teygir sig um gjörvallan flóann suðaustan við eyna og hefur borist upp á strendurnar. Yfirmaður fiskveiðimála í borgarstjórn Aþenu segir að marga mánuði taki að komast fyrir olíumengunina.
Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV