Almannavarnir: draga úr viðbúnaði  • Prenta
  • Senda frétt

Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur fært viðbúnaðarstig sitt vegna Bárðarbungu af neyðarstigi niður á hættustig, samkvæmt tilkynningu sem var að berast frá Almannavörnum. Veðurstofan færði fyrr í dag sitt viðbúnaðarstig vegna flugumferðar úr rauðu niður í appelsínugult.

Enn er mikil virkni í Dyngjujökli. Lokanir í Jökulsárgljúfrum að Dettifossi eru enn í gildi sem og lokanir á hálendinu norðan Vatnajökuls. Ákvörðunin er byggð á mati vísindamanna á stöðunni eins og hún er núna, en athuganir þeirra hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær líkt og talið var. Þá hefur Veðurstofan ákveðið að lækka litakóða fyrir flug úr rauðum í appelsínugulan og hafa allar takmarkanir á flugi verið felldar úr gildi. Enn er mikil jarðskjálftavirkni í gangi og óljóst hver framvindan verður og er fólk því beðið að fylgjast náið með fréttum um stöðu mála.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku