Áhyggjur af þróun efnahagsmála í Kína

10.03.2016 - 09:23
Erlent · Asía · Kína · Olíuverð · Viðskipti
Mynd með færslu
 Mynd: AP
Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Shanghai í Kína lækkaði um rúmlega tvö prósent í viðskiptum í dag. Áhyggjur fjárfesta af efnahagsmálum landsins virðast hafa haft meira að segja en ný tíðindi af hárri verðbólgu í landinu. Vísitölur í kauphöllunum í Shenzhen og Hong Kong lækkuðu einnig, en þó minna en í Shanghai.

Olíuverð hækkar og hækkar

Hráolíuverð hélt áfram að hækka í viðskiptum í Asíu. Verð á bandarískri hráolíu hefur ekki verið hærra síðastliðna þrjá mánuði og verð á tunnu af Norðursjávarolíu fór um tíma yfir 41 dollar. Að mati sérfræðinga hefur olíuverð að undanförnu hækkað þrisvar sinnum meira en búist hafði verið við.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV