Áhöfn slökkti eld um borð í Arnarfelli

06.01.2016 - 01:45
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Engan sakaði þegar eldur kom upp í vélarrúmi flutningaskipsins m/s Arnarfells í kvöld. Frá þessu er greint á vef Samskipa. Skipverjar slökktu sjálfir eldinn og skipið heldur áfram sem leið liggur til Immingham á Englandi á eigin vélarafli.

Eldurinn kviknaði þegar skipið var um 50 sjómílum frá Immingham og brugðust skipverjar hárrétt við. Ekki þurfti utanaðkomandi aðstoð við að slökkva eldinn og hafði áhöfnin stjórn á skipinu allan tímann. Tjón verður metið við komuna til Immingham í fyrramálið.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV