Áfellisdómur yfir kaþólsku kirkjunni

02.11.2012 - 11:56
Mynd með færslu
Skýrsla rannsóknarnefndar Kaþólsku kirkjunnar er áfellisdómur yfir Kaþólsku kirkjunni, segir Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndarinnar. Í skýrslunni kemur fram að þöggun hafi átt sér stað innan kaþólsku kirkjunnar.

Nefndin ræddi við þrjátíu manns, fyrrverandi nemendur í Landakotsskóla og börn sem fóru í sumarbúðir á vegum kaþólsku kirkjunnar. Átta af þessum þrjátíu sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. 27 af 30 sögðust hafa orðið fyrir eða orðið vitni að andlegu ofbeldi. Gerendur voru í öllum tilfellum séra Ágúst Georg, skólastjóri Landakotsskóla, og Margrét Müller kennslukona.