Ætluðu að ráðast á hælisleitendur í Stokkhólmi

09.02.2016 - 04:46
Mynd með færslu
Södermalm í Stokkhólmi  Mynd: Flickr.com
Lögreglan í Stokkhólmi handtók 14 einstaklinga í gærkvöld vegna gruns um fyrirætlaða árás á hælisleitendur.

Eftir fjölda ábendinga um um áætlaða árás í Nynäshamn ákvað lögregla að taka þær alvarlega. Sænska ríkissjónvarpið hefur eftir Ewu Nilsson, lögreglumanni í Stokkhólmi, að grunur leiki á að hópurinn sem var handtekinn hafi verið á leið að híbýli hælisleitenda. Þeir voru handteknir þar nærri vopnaðir járnrörum og bareflum.

Í kjölfarið ákvað lögreglan að vera á frekari varðbergi með eftirlitsferðum nærri fleiri húsakynnum flóttamanna og hælisleitenda í borginni.
Nilsson segir þá handteknu verða yfirheyrða í nótt og lögregla haldi eftirlitsferðum áfram.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV