Ætlaði á Laugaveginn en endaði á Siglufirði

02.02.2016 - 07:32
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot  -  RÚV
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Frón á Laugavegi í Reykjavík endaði í gær á Laugarvegi á Siglufirði. Ferðamaðurinn treysti á aðstoð GPS-tækis. Eitt auka „r“ kostaði hann hins vegar rúmlega tíu tíma útúrdúr.

Í frétt Vísis er rætt við íbúa á Siglufirði sem kom manninum til aðstoðar þegar hann bankaði ráðvilltur upp á. Hann hafði þá keyrt beina leið frá Keflavíkurflugvelli eftir flug frá New York.

Nútíminn greinir svo frá því að ef til vill sé sökin ekki ferðamannsins þar sem fjölmargar bókunarsíður á netinu segi að heimilisfang hótelsins sé „Laugarvegur 22a“ en ekki Laugavegur 22a sem það er í raun og veru. Því virðist um mistök að ræða við skráningu á heimilisfangi hótelsins.

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV