516 tilkynningar vegna nýársnætur í Köln

10.01.2016 - 17:11
epa05090340 Police officers standing outside the main station next to Cologne cathedral, in Cologne, Germany, 06 January 2016.  After sexual assaults on women at New Year, there is an increased police presence at the main station.  EPA/MAJA HITIJ
Eftirlit lögreglu hefur verið hert við aðaljárnbrautastöð og dómkirkju Kölnar.  Mynd: EPA  -  DPA
Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, segir að svo virðist sem árásir á konur í Köln á nýársnótt hafi verið skipulagðar. Lögregluyfirvöldum í Köln hafa nú borist 516 tilkynningnar um ofbeldi og þjófnaði á nýársnótt í Köln.

Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, segir að svo virðist sem árásir á konur í Köln á nýársnótt hafi verið skipulagðar. Lögregluyfirvöldum í Köln hafa nú borist 516 tilkynningnar um ofbeldi og þjófnaði á nýársnótt í Köln.

Rætt hefur verið um að um eitt þúsund karlmenn hafi komið saman á torginu framan við aðallestarstöðina í Köln. Konur sem ráðist var á, segja að hópar tuttugu til fjörutíu manna hafi umkringt þær. Dómsmálaráðherrann sagði í viðtali við þýska blaðið Bild am Sonntag, að þegar svo mikill fjöldi komi saman og fremji glæpi, hljóti einfaldlega eitthvað skipulag að liggja þar að baki. „Enginn getur sagt mér að þetta hafi ekki verið skipulagt", sagði Maas.