40% fjölgun flugsæta

19.02.2016 - 11:19
Mynd með færslu
 Mynd: Stefán Drengsson
Kristján Sigurjónsson ritstjóri Turista.is segir að framboð á flugferðum til og frá landinu í sumar aukist gríðarlega. Hann hefur undanfarið skoðað sumaráætlun Keflavíkurflugvallar, sem gildir frá lokum mars út október og sýnist að á þessu tímabili stefni í 40% fjölgun flugsæta og þar með mikla fjölgun farþega.

Kristján var Morgunvaktinni á rás eitt í morgun og benti þar á það að fjölgun ferðamanna í fyrra fór fram úr fjölgun flugsæta því sætanýtingin var svo mikil. Það stefni í það að ferðamenn á sumartímabilinu verði 350 þúsundum fleiri í ár en í fyrra. 21 flugfélag verði með áætlunarferðir til Íslands í sumar. 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Morgunvaktin
Þessi þáttur er í hlaðvarpi