1,7 milljónir útlendinga um Keflavíkurflugvöll

29.02.2016 - 07:50
Mynd með færslu
 Mynd: Stefán Drengsson
Gert er ráð fyrir að tæplega 6,7 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll á þessu ári samkvæmt uppfærðri spá Isavia, þar af verði erlendir ferðamenn sem haf viðdvöl hér á landi 1.730.967.

Samkvæmt spá sem Isavia birti í nóvember síðastliðnum var því spáð að erlendir ferðamenn sem hefðu viðdvöl á landinu yrðu ein og hálf milljón. Spáin núna er byggð á lokaskilum flugáætlana flugfélaganna sem lá fyrir síðustu mánaðamót.  Í tilkynningu frá Isavia segir að viðbótin við aukninguna sem áður var spáð sé að mestu leyti utan háannatíma, bæði innan hvers sólarhring og eins árstíma, en mesta aukningin er áætluð frá september og út árið.

Á síðasta ári fóru liðlega 4,8 milljónir farþega um flugvöllinn, þar af tæplega 1,3 milljónir erlendra ferðamanna, sem sóttu landið heim. Starfsfólki á flugvellinum hefur verið fjölgað meira en áður hafði verið stefnt að  og verið er að reisa 3000 fermetra  byggingu sem  hýsir stærra farangursflokkunarkerfi. Á þessu ári er gert ráð fyrir að fara í framkvæmdir fyrir 20 milljarða króna á flugvellinum til að geta sinnt álaginu. 

 

Mynd með færslu
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV