126 saknað af uppblásnum báti

19.06.2017 - 18:09
FILE- In this Friday, Feb. 3, 2017 file photo, migrants and refugees wave for help from inside a wooden boat 21 miles north of Sabratha, Libya. The chief of the European border and coast guard agency says migrant deaths in the Mediterranean on the Libya
 Mynd: ASSOCIATED PRESS  -  AP
Minnst 126 flóttamanna er saknað eftir að uppblásnum báti þeirra hvolfdi undan ströndum Líbíu á föstudagsmorgun. Örfáum tókst að synda í land. Þeir segja að lagt hafi verið af stað á fimmtudagskvöld en eftir nokkrar klukkustundir hafi bátnum hvolft.

Rúmlega sextíu þúsund flóttamenn hafa komist sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu það sem af er ári, en rúmlega átján hundruð drukknað á leiðinni eða er saknað. Um síðustu helgi dóu tíu þegar en bátur þeirra, sem gat borið allt að 120 manns, fannst loftlaus undan ströndum Líbíu.

Nærri eitt þúsund var bjargað á tveimur dögum, áttunda og níunda júní. Viðamiklar björgunaraðgerðir ítölsku strandgæslunnar hafa staðið síðustu mánuði en verkefnið er flókið því fjöldi báta sem leggur í langferðina yfir hafið er mikill og bátarnir oft bæði lekir og ofhlaðnir.