Evrópusambandið

Börsungar bjóða flóttamenn velkomna

Tugir þúsunda Börsunga mættu á götur borgarinnar í gær til að krefjast þess að spænsk stjórnvöld standi við loforð sín um að taka við þúsundum flóttamanna. Ada Colau, borgarstjóri, kallaði eftir því að borgarbúar myndu fylla götur borgarinnar til...
19.02.2017 - 07:20

Líkur á að Skotar kjósi aftur um sjálfstæði

Líkur eru taldar vaxandi á því að skoska stjórnin leggi til að önnur atkvæðagreiðsla verði haldin um sjálfstæði Skotlands. Megn óánægja er í Skotlandi með harða útgöngustefnu bresku stjórnarinnar úr Evrópusambandinu.

Juncker mun ekki bjóða sig fram aftur

Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, óttast að Brexit sundri Evrópusambandinu. Hann hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í forsetastólnum þegar kjörtímabili hans lýkur, 2019. Þetta kemur fram í viðtali við...
12.02.2017 - 01:41

Lávarðadeildin fær Brexit-frumvarpið

Frumvarp til laga sem heimilar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að hefja viðræður við Evrópusambandið um hið svonefnda Brexit verður sent til lávarðadeildar þingsins í dag. Frumvarpið var í gærkvöld samþykkt í neðri málstofunni, eins og...
09.02.2017 - 11:16

Brexit frumvarp samþykkt

Frumvarp sem gerir breskum stjórnvöldum kleift að hefja viðræður við Evrópusambandið um úrsögn Breta var samþykkt með miklum meirihluta á breska þinginu í kvöld. 
08.02.2017 - 22:54

Merkel í Póllandi: Valdsvið ESB verði óbreytt

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, er eindregið á móti hugmyndum pólsku ríkisstjórnarinnar um einfaldara og valdaminna Evrópusamband. Aftur á móti var kanslarinn alveg sammála Beate Szydlo, forsætisráðherra Póllands, um stefnuna gagnvart Rússlandi....
08.02.2017 - 04:04

Skoska þingið greiðir atkvæði um Brexit í dag

Fastlega er búist við því að andstaða Skotlands við Brexit verði opinber í dag þegar skoska þingið greiðir atkvæði um afstöðu sína gagnvart útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Skoska heimastjórnin segir atkvæðagreiðsluna eina þá mikilvægustu í...
07.02.2017 - 06:20

Dönsk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trumps

Danska ríkisstjórnin tekur undir andstöðu Ullu Törnæs, ráðherra þróunarmála, við tilskipun forseta Bandaríkjanna um að hætta greiðslum til heilbrigðisstofnana sem framkvæma fóstureyðingar. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu.
07.02.2017 - 05:56

Þingið samþykkir úrsögn úr ESB

Þingmenn í breska þinginu samþykktu í kvöld með miklum meirihluta lagafrumvarp sem heimilar ríkisstjórn Theresu May að virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans, og hefja það með formlega úrgönguferlið úr Evrópusambandinu.
01.02.2017 - 20:52

Evrópuþingið krefst endurgreiðslu frá Le Pen

Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, neitar að endurgreiða Evrópuþinginu fjárhæð sem það segir hana hafa misnotað. Þingið segir hana hafa notað yfir 300 þúsund evra greiðslur þess í launakostnað til aðstoðarmanns í höfuðstöðvum...
01.02.2017 - 05:30

Lagafrumvarp komið fram um Brexit

Breska ríkisstjórnin lagði í dag fram frumvarp til laga sem á að heimila henni að hefja viðræður í marslok við Evrópusambandið um úrsögn. Hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu fyrr í vikunni að stjórnin gæti ekki farið sínu fram án þess að...
26.01.2017 - 12:57

Spánverjar hafa áhyggjur af Brexit

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, óttast að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Spánverja. Flestir ferðamenn sem leggja leið sína til landsins koma frá Bretlandi.
24.01.2017 - 18:00

Biðja um heimild þingsins fyrir úrsögn úr ESB

Breska ríkisstjórnin ætlar á næstu dögum að leggja fram frumvarp til laga á þingi til að fá heimild til að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. David Davis, ráðherra ESB-úrsagnar, tilkynnti þetta á þingfundi í hádeginu.
24.01.2017 - 13:27

Úrskurður um Brexit í dag

Hæstiréttur Bretlands kveður upp úrskurð í dag um hvort bera þurfi niðurstöðu Brexit atkvæðagreiðslunnar undir þingið. Úrskurðarins er að vænta um klukkan hálf tíu.
24.01.2017 - 06:34

Úðuðu mjólkurdufti á höfuðstöðvar ESB

Kúabændur frá nokkrum löndum Evrópusambandsins söfnuðust saman í dag við höfuðstöðvar ESB í Brussel og mótmæltu lágu mjólkurverði með því að úða mörgum tonnum af mjólkurdufti á húsið. Innandyra voru landbúnaðarráðherra ESB á fundi.
23.01.2017 - 14:07