Evrópusambandið

Fylgi breska Íhaldsflokksins minnkar

Fylgi Íhaldsflokksins í Bretlandi minnkar þessa dagana, en eykst hjá Verkamannaflokknum. Þetta sýna tvær skoðanakannanir sem breskir fjölmiðlar birta í dag. Theresa May forsætisráðherra neitar því að „vera í öðru sólkerfi“ í viðræðum við...
30.04.2017 - 17:48

Ákveða framtíð Frakklands innan Evrópu

Franskir kjósendur eiga þess kost að ákveða framtíð Frakklands innan Evrópu í síðari umferð forsetakosninganna sjöunda maí að sögn Francois Hollande forseta. Hann situr í dag sinn síðasta leiðtogafund Evrópusambandsríkja.

Merkel leggur línurnar gagnvart Bretum

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að eftir útgönguna úr Evrópusambandinu geti Bretar ekki vænst þess að hafa sömu réttindi og aðildarríki. Leiðtogar sambandsins koma saman á laugardag til að samþykkja afstöðuna til útgöngu Breta.
27.04.2017 - 19:26

Evrópusinni og þjóðernissinni í seinni umferð

Miðjumaðurinn og Evrópusinninn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna, sem fram fór á sunnudag. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða. Í öðru sæti varð öfga-hægrikonan og þjóðernissinninn Marine Le Pen, sem fékk...

Helmingur Breta styður May og Íhaldsflokkinn

Helmingur breskra kjósenda hyggst fylkja sér að baki forsætisráðherranum, Theresu May, og Íhaldsflokknum í þingkosningunum í júní, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem birt verður á morgun. Skoðanakönnunarfyrirtækið ComRes gerði könnunina...
22.04.2017 - 23:20

Út í hött að kosningarnar hafi áhrif á Brexit

Úrslitin í bresku þingkosningunum í sumar munu ekki hafa nein áhrif á Brexit-viðræðurnar um úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta segir Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem mun stýra viðræðunum fyrir hönd Evrópusambandsins....
22.04.2017 - 15:05

„Tyrkir eru ekki viljalausir sauðir Erdogans“

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Tyrklandi marka ákveðinn lýðræðissigur. Þau sýna að tyrkneskir kjósendur eru ekki viljalausir sauðir Erdogans. Þetta segir Hjörleifur Sveinbjörnsson, þýðandi, sem er nýfluttur heim eftir þriggja ára búsetu í...
18.04.2017 - 17:15

Tyrkir leiti víðtækrar sáttar

Evrópusambandið krefst þess að tyrkneska stjórnin nái víðtækri sátt í ríkinu eftir nauman sigur Erdogans forseta í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar. Andstæðingar hans óttast að breytingin færi forsetanum alræðisvald. 
16.04.2017 - 23:40

Bretar sækja í írsk vegabréf eftir Brexit

Umsóknum Breta um írsk vegabréf hefur fjölgað verulega undanfarna mánuði. Charlie Flanagan, utanríkisráðherra Írlands, segir Brexit þar eiga einhvern hlut að máli.
15.04.2017 - 23:16

Vilja að Pólverjar taki á matarsóun

Pólverjar fleygja níu milljónum tonna af mat á ári hverju. Að sögn samtaka Grænfriðunga í Póllandi er matarsóunin þar í landi sú fimmta mesta í ríkjum Evrópusambandsins. Samtökin skora á þing landsins að samþykkja lög sem banna sóun af þessu tagi....
14.04.2017 - 18:33

Flug til og frá Bretlandi gæti lagst niður

Ef Bretar ná ekki samningum um alþjóðaflug áður en þeir ganga endanlega úr Evrópusambandinu gæti flug til og frá Bretlandi lagst niður í nokkrar vikur eða mánuði. Þetta segir forstjóri lággjaldaflugfélagsins Ryanair. „Mjög raunhæfur möguleiki“ sé á...
06.04.2017 - 15:31

Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu

Atvinnuleysi í ríkjunum nítján á evrusvæðinu var níu og hálft prósent í febrúar. Staðan hefur ekki verið betri síðan í maí 2009, að því er kemur fram í frétt frá hagstofu Evrópusambandsins. Þegar staðan var sem verst í bankakreppunni fór...
03.04.2017 - 09:58

Segir Breta tilbúna í stríð vegna Gíbraltar

Skagi á suðurströnd Spánar gæti reynst eitt stærsta þrætueplið í samningaviðræðunum um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit. 30 þúsund íbúar Gíbraltar eru breskir ríkisborgarar, enda tilheyrir skaginn Bretum. Um 96 prósent þeirra greiddu...
02.04.2017 - 23:10

Mölvuðu spænskar vínflöskur

Franskir vínframleiðendur hafa undanfarið mótmælt harðlega samkeppni kollega sinna á Spáni.
02.04.2017 - 19:43

Juncker segir Trump að skipta sér ekki af ESB

Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vandaði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ekki kveðjurnar í ræðu sem hann hélt á Möltu í dag.
30.03.2017 - 20:35