Evrópusambandið

Frjáls verslun Breta fagnaðarefni

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það fagnaðarefni að Bretar vilji frjálsa verslun við fleiri en ESB. Það sé forgangsmál að tryggja hindrunarlaus viðskipti milli Íslands og Bretlands.
17.01.2017 - 19:50

Utanríkisráðherra mótfallinn aðild að ESB

Guðlaugur Þór Þórðarsson, nýr utanríkisráðherra, segir að það skipti miklu máli að það verði skýrt á kjörtímabilinu hvert stefnir í Evrópumálum. Það hafi verið ákvörðun formanna að þingið ákveði undir lok þess hvort aðildarviðræðum verður fram...
12.01.2017 - 09:50

Sendiherra Bretlands hjá ESB hættir

Ivan Rogers, sendiherra Bretlands hjá Evrópusambandinu, sagði af sér í dag og gagnrýndi um leið bresk stjórnvöld. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Hann sagði þau skorta ryensluna sem þurfi í samningaviðræður á borð við þær sem framundan eru um...
04.01.2017 - 01:58

Meirihluti Norðmanna hlynntur EES

Sex af hverjum tíu Norðmönnum eru þeirrar skoðunar að þeir eigi áfram að taka þátt í EES samstarfinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var fyrir Nationen, dagblað atvinnulífsins. Samkvæmt henni eru nítján prósent Norðmanna þeirrar skoðunar...
28.12.2016 - 16:13

120 þúsund A-Evrópubúar vinna í Danmörku

Næstum því 120 þúsund manns frá Austur-Evrópu vinna í Danmörku og hefur tala þeirra tvöfaldast síðustu sex ár. Tæplega helmingur þeirra starfar við verkamannavinnu, til dæmis við skúringar og í byggingariðnaði.
17.12.2016 - 16:43

Fresta lánveitingu til Grikkja

Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu á fundi sínum í dag að fresta því að lána Grikkjum 86 milljarða evra, sem til stóð að reiða fram í desember. Þetta er gert þar sem ríkisstjórn Alexis Tsipras forsætisráðherra ákvað að hækka greiðslur til...
14.12.2016 - 15:38

Barátta hafin um forseta Evrópuþingsins

Ítalski stjórnmálamaðurinn Antonio Tajani, verður frambjóðandi EPP, flokks miðju- og hægrimanna á Evrópuþinginu til forseta þingsins. Þetta var ákveðið í Strassborg í gærkvöld. Martin Schulz þingforseti lætur af embætti í næsta mánuði og hyggst...
14.12.2016 - 09:29

Refsað fyrir ofbeldisverk í Kongó

Evrópusambandið tilkynnti í dag að nokkrir hátt settir embættismenn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó yrðu beittir refsiaðgerðum fyrir að beita mótmælendur yfirgengilegu harðræði. Bandaríkjastjórn hyggst grípa til sömu aðgera gegn tveimur nánum...
12.12.2016 - 17:54

Dönum boðin aðild að gagnagrunni Europol

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðið Dönum að fá aðgang að hluta gagnagrunns Europol, þrátt fyrir að aðild að samtökunum hafi verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra. Sú niðurstaða þýddi að Danir þurftu sérstakt samkomulag um að fá...
08.12.2016 - 19:39

Með lífverði vegna Brexit-hótana

Hæstiréttur Bretlands fjallar nú um hvort ríkisstjórnin verði að ráðfæra sig við þingið um úrsögnina úr Evrópusambandinu. Stjórnmálafræðingur telur að aðkoma þingsins gæti þýtt að stjórnin verði að haga samningsmarkmiðum sínum þannig að tengslin við...
07.12.2016 - 18:50

Barnaheill gagnrýna ESB og Grikkland

Evrópusambandið og Grikkland verða að vinna saman að því að koma flóttamönnum í öruggar og opnar tjaldbúðir að mati Barnaheilla - Save the Children. Aðstæður í flóttamannabúðum á borð við Moria á eynni Lesbos séu óboðlegar.
27.11.2016 - 05:31

Juncker bregst við hótun Tyrkja

Samkomulag sem Tyrkir og Evrópusambandið gerðu um hælisleitendur og flóttafólk hefur dregið verulega úr straumi farandfólks til Evrópu og það verður að virða segir Jean-Claude Juncker, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í viðtali sem birt...
26.11.2016 - 17:23

Bretar geti keypt sér ESB réttindi

Breskir einstaklingar gætu greitt fyrir áframhaldandi réttindi innan Evrópusambandsins eftir úrsögn úr sambandinu. Þetta segir leiðtogi samninganefndar ESB, Guy Verhofstadt. 
26.11.2016 - 07:29

Harkaleg úrsögn Breta úr ESB sögð eina leiðin

Forystumenn í Evrópusambandinu eru sagðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að harkaleg úrsögn Breta úr sambandinu sé eina leiðin til að koma í veg fyrir uppgang lýðskrumara í Evrópu. Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins UKIP, hefur...
19.11.2016 - 23:16

Bresk stjórnvöld segjast hafa Brexit-áætlun

Bresk stjórnvöld harðneita því að þau séu ekki búin að smíða neina heildaráætlun um hvernig Brexit, hvarfi Breta úr Evrópusambandinu verður háttað. Í minnisblaði, sem lekið var til blaðsins The Times var talað um ágreining innan ríkisstjórnarinnar...
15.11.2016 - 16:46