Erlent

Spá níu fellibyljum á Atlantshafi í ár

Veðurfræðingar í Bandaríkjunum spá því að ellefu til sautján hitabeltisstormar myndist á Atlantshafi í sumar. Horfur eru á að af þeim verði allt að níu að fellibyljum. Fellibyljatíminn hefst um næstu mánaðamót.
25.05.2017 - 17:55

Lúkas Papademos særðist í sprengingu

Lúkas Papademos, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, og bílstjóri hans særðust á fótum þegar sprenging varð í bíl hans í Aþenu í dag. Ekki er vitað með vissu hvað olli henni, en hugsanlegt er talið að sprengju hafi verið komið fyrir í bílnum,...
25.05.2017 - 16:41

Trump fyrirskipar rannsókn á upplýsingaleka

Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði í dag dómsmálaráðuneytinu í Washington og fleiri stofnunum vestranhafs að rannsaka ítarlega með hvaða hætti upplýsingar bárust fjölmiðlum um rannsókn á hryðjuverkinu í Manchester á mánudagskvöld.
25.05.2017 - 15:54

Stjörnustríð orðið fertugt

Einhver vinsælasti kvikmyndabálkur sögunnar er fertugur í dag. Kvikmyndin Star Wars eða Stjörnustríð var frumsýnd 25. maí árið 1977. Kvikmyndin naut strax mikilla vinsælda og átti eftir að marka djúp spor í kvikmyndasögunni. Helstu leikarar urðu...
25.05.2017 - 14:42

Horfð' ei reiður um öxl, söng mannfjöldinn

Gamall slagari hljómsveitarinnar Oasis frá Manchester, Don‘t Look Back In Anger eða Horfð' ei reiður um öxl, öðlaðist nýtt líf í dag þegar fjöldi fólks tók að syngja hann á torgi heilagrar Önnu í borginni eftir að hafa vottað þeim virðingu með...
25.05.2017 - 14:29

Sprengjugabb í skóla í Manchester

Sprengjusveit breska hersins var í dag kölluð að framhaldsskóla í Hulme eða Hólma á Manchestersvæðinu. Nokkrum götum var lokað meðan ástandið var kannað nánar. Í ljós kom að pakki sem þótti grunsamlegur reyndist ekki innihalda sprengju og var umferð...
25.05.2017 - 10:27

Slíta samstarfi við bandarísk yfirvöld

Breska lögreglan er hætt að veita bandarískum lögreglustofnunum upplýsingar vegna rannsóknarinnar á hryðjuverkaárásinni í Manchester á mánudagskvöld. Ákvörðunin er tekin vegna ítrekaðra leka til bandarískra fjölmiðla. Fréttastofa breska...
25.05.2017 - 08:17

Tveir til viðbótar handteknir í Manchester

Tveir karlmenn voru handteknir í Manchester í nótt vegna gruns um aðild að hryðjuverkaárásinni í borginni á mánudagskvöld. Konu, sem handtekin var í gær, var jafnframt sleppt úr haldi. 22 létust í árásinni og 64 særðust. Alls eru átta í varðhaldi í...
25.05.2017 - 07:13

Samkynja hjónabönd lögleg í Taívan

Æðsti dómstóll Taívans úrskurðaði í gær að núgildandi lög um að hjónaband sé aðeins á milli karls og konu séu ógild. Jafnframt segir úrskurður dómaranna að bann við samkynja hjónaböndum stríði gegn frelsi fólks til hjónabanda og jafnrétti fólks.
25.05.2017 - 06:45

Egyptar loka á fréttasíður

Egypsk stjórnvöld lokuðu á vefsíður nokurra fjölmiðla í dag. AFP fréttastofan hefur eftir embættismanni úr varnarmálaráðuneytinu að 21 vefsíðu hafi verið lokað, þar á meðal öllum í eigu Al Jazeera fréttastofunnar og sjónvarpsstöð stjórnarandstæðinga...
25.05.2017 - 05:42

Bandaríkjaher í Suður-Kínahafi

Bandarískt herskip sigldi nærri manngerðri eyju í Suður-Kínahafi í nótt. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir herskipið hafa verið innan 12 sjómílna frá eyjunni, sem Kínverjar hafa unnið hörðum höndum við að stækka undanfarið....
25.05.2017 - 05:11
Erlent · Asía · Bandaríkin · Kína

Frambjóðandi Repúblikana ræðst á fréttamann

Óvenjuleg uppákoma varð í grillveislu frambjóðanda Repúblikana í Montana til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gærkvöld. Þar er frambjóðandinn sakaður um að hafa ráðist að blaðamanni, gripið hann um hálsinn og hent honum í gólfið.
25.05.2017 - 04:43

Átök harðna á suðurhluta Filippseyja

Vígamenn stormuðu í gegnum borgina Marawi í suðurhluta Filippseyja í dag og féllu minnst 21 í átökum þeirra við öryggissveitir. Þeir lögðu eld að húsum, rændu rómversk kaþólskum presti og söfnuði hans og reistu fána samtakanna sem kenna sig við...
25.05.2017 - 01:53

May þrýstir á Trump vegna leyniþjónustuleka

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að ganga hart að Donald Trump Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi NATO ríkja í Brussel á morgun vegna gagnaleka frá bandarísku leyniþjónustunni. Myndir af sprengjunni sem notuð var í hryðjuverkaárásinni í...
25.05.2017 - 00:52

Sænska slökkviliðið berst við stórbruna

Sementsverksmiðja stendur í ljósum logum í bænum Slite á sænsku eyjunni Gotlandi í Eystrasalti. Slökkvilið berst við eldinn en það gengur treglega, að því er fram kemur á vef sænska ríkisútvarpsins SVT. Íbúar í nágrenninu eru beðnir að halda sig...
24.05.2017 - 23:41