Erlent

Bangsinn Balli eins og hver annar hótelgestur

Vikan hefur verið nokkuð erfið hjá Móu, tveggja ára, sökum þess að bangsinn Balli týndist á göngu um götur Gautaborgar. Hann fannst fyrir utan hótel í borginni og hótelstarfsmenn auglýstu eftir eigandanum á nokkuð óvenjulegan hátt.
25.09.2016 - 21:00

Minnkandi líkur á fríverslun ESB og Bandaríkja

Líkur á því að Evrópusambandinu og Bandaríkjunum takist að ljúka fríverslunarsamningi fara minnkandi. Tímaritið Economist segir að samningurinn liggi banaleguna. Viðskiptaráðherra ESB hittust í Bratislava fyrir helgi. Eftir þann fund varð ljóst að...
25.09.2016 - 18:53

Hvít af ryki og grét af sársauka og ótta

Fulltrúar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gagnrýndu Rússa harkalega á neyðarfundi ráðsins í dag og sökuðu þá um að hafa framið stríðsglæpi í Sýrlandi. Erindreki Sameinuðu þjóðanna telur fullreynt að stríðið vinnist með hervaldi.
25.09.2016 - 18:52

Fjarlægja typpi af vegg

Sveitarstjórnarmenn í Saint-Gilles, sem er hluti af Stór-Brussel-svæðinu, hafa ákveðið að risastór veggmynd af typpi verði fjarlægð af húsvegg í borginni. Myndin blasti allt í einu við vegfarendum í vikunni og vakti strax miklar deilur. Myndefnið...
25.09.2016 - 16:12

Segir að refsa eigi fyrir stríðsglæpi í Aleppo

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um hörmungarástandið í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Fulltrúi Frakklands í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna segir að refsa eigi fyrir þá stríðsglæpi sem framdir eru í borginni. 
25.09.2016 - 16:12

Hvetur aðdáendur til að hafa hraðann á

Þó að enn séu 233 dagar í að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fari fram, eru íslenskir aðdáendur og stuðningsmenn hvattir til að hafa hraðar hendur og bóka sér gistingu sem fyrst. Keppnin fer fram í Kænugarði í Úkraínu næsta vor en...
25.09.2016 - 14:12

Rithöfundur skotinn í Jórdaníu

Nahid Hattar, jórdanskur rithöfundur, var skotinn til bana fyrir utan dómhúsið í höfuðborginni Amman. Hattar hafði verið ákærður fyrir guðlast, hann deildi skopmynd á Facebook sem þótti misbjóða íslam. Á myndinni sást skeggjaður maður liggja uppi í...
25.09.2016 - 13:19

Veiðiþjófar valda hruni afríska fílsins

Fílar í Afríku eiga undir högg að sækja. Á síðustu tíu árum hefur fækkað um 111.000 dýr í stofninum, sem telur nú um 415.000 fíla. Þetta er í fyrsta sinn sem fílum fækkar um alla Afríku síðan fílabeinssala var bönnuð um allan heim árið 1989.
25.09.2016 - 12:38

Óttast um afdrif fjölskyldu og vina í Aleppo

Sýrlensk fjölskylda, sem kom til Íslands í byrjun árs, óttast um afdrif fjölskyldu og vina í Aleppo eftir að loftárás var gerð á götuna þar sem fjölskyldan bjó áður en hún flúði Sýrland. Fjölskyldan kom saman í miðbæ Akureyrar í hádeginu til að sýna...
25.09.2016 - 12:23

Johnson: „Rússar gætu hafa framið stríðsglæp“

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir Rússa seka um stríðsglæpi, reynist það rétt að þeir standi að baki árás á bílalest sem flutti hjálpargögn til Aleppo í Sýrlandi. Bandarískir embættismenn halda því fram að tvær rússneskar...
25.09.2016 - 12:20

Sprenging í Búdapest

Öflug sprenging varð í miðbæ Búdapest í Ungverjalandi seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda særðust tveir lögreglumenn á vettvangi og voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Fólk flúði í ofboði þegar sprengjan sprakk, en sprengingin...
25.09.2016 - 08:24

Burlington: Hinn grunaði nafngreindur

Tvítugur maður af tyrkneskum uppruna var handtekinn í nótt, grunaður um að hafa vegið fimm og veitt einum alvarlega áverka í skotárás í Cascade-verslunarmiðstöðinni í bænum Burlington í Washingtonríki á föstudag. Mark Francis, almannatengill...
25.09.2016 - 06:52

Á 144 km hraða á reiðhjóli

Todd Reichert og teymi hönnuða og verkfræðinga kanadíska Aerovelo-ofurhjólaframleiðandans settu í vikunni hraðamet á reiðhjóli þegar Reichert geystist áfram á rétt ríflega 144 km hraða á klukkustund og bætti þar með eigið, fyrra met um tæpa 5 km á...
25.09.2016 - 06:22

Ekki tókst að kjósa nýjan forseta í Eistlandi

Eistar eru enn án forseta eftir að þingheimi og 234 manna hópi sveitarstjórnarfólks alstaðar að af landinu mistókst á laugardag að knýja fram afgerandi úrslit. Kosið var í tveimur umferðum. Í þeirri fyrri var kosið milli fimm frambjóðenda, en í...
25.09.2016 - 05:23

Burlington: Grunaður morðingi handtekinn

Einn maður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa vegið fimm og veitt einum alvarlega áverka í skotárás í Cascade-verslunarmiðstöðinni í bænum Burlington í Washingtonríki á föstudag. Mark Francis, undirforingi í ríkislögreglu Washington,...
25.09.2016 - 03:36