Erlent

Leita að fórnarlömbum eldsvoðans í Oakland

Lögregla í Oakland í Kaliforníu leitar enn að nokkrum tugum gesta sem tóku þátt í gleðskap í gömlu verksmiðjuhúsi í borginni í fyrrakvöld. Eldur kom upp í húsinu. Staðfest er að níu létust í eldsvoðanum. Óttast er að allt að fjörutíu séu látnir.
04.12.2016 - 09:59

Þrjár konur skotnar til bana í Finnlandi

Þrjár konur voru skotnar til bana í nótt utan við veitingastað í bænum Imatra í Suður-Kirjálahéraði í Finnlandi. Þegar lögregla kom á staðinn handtók hún 23 ára heimamann, sem viðurkenndi að hafa skotið konurnar, sem einnig voru frá Imatra.
04.12.2016 - 09:31

Örlagarík þjóðaratkvæðagreiðsla hafin á Ítalíu

Kjörstaðir á Ítalíu voru opnaðir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Ítalskir kjósendur ganga í dag til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Renzis um róttækar breytingar á stærð og valdsviði öldungadeildar þingsins. Lagt er til að...
04.12.2016 - 08:07

Fellur frá endurtalningarkröfu - en þó ekki

Jill Stein, frambjóðandi Græningja í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að falla fá kröfu um endurtalningu í Pennsylvaníu, sem hún lagði fram í ríkisdómstól Pennsylvaníuríkis. Þetta gerir hún að sögn af fjárhagsástæðum. Hún...

Þrennt skotið til bana í Finnlandi

Þrjár manneskjur, tvær konur og einn karl, voru skotnar til bana fyrir utan veitingastað í bænum Imatra í Suður-Kirjálahéraði í Finnlandi í nótt. Finnska ríkisútvarpið, Yle, greinir frá þessu. Lögregla staðfestir að hleypt hafi verið af skotvopnum...
04.12.2016 - 04:57

Tugþúsundir kvöddu Castro á Byltingartorginu

Tugþúsundir voru viðstaddar minningarathöfn um Fidel Kastró, fyrrverandi Kúbuforseta, á Byltingartorginu í Santíagóborg í gærkvöld. Erlendir þjóðhöfðingjar og fulltrúar hinna ýmsu ríkja voru einnig viðstaddir athöfnina, sem Raúl Castro, bróðir...
04.12.2016 - 03:47

Óttast að 40 hafi farist í brunanum í Oakland

Lögregla óttast að allt að 40 ungmenni hafi farist í stórbruna í verksmiðjuhúsi í Oakland í Kaliforníu í morgun, rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi að staðartíma. Skemmtun stóð yfir í húsinu þegar eldurinn kom upp. Húsið er eins konar listasmiðja og...
03.12.2016 - 23:45

92 bjargað undan Spánarströndum

92 var bjargað af fimm báthripum tæpum 50 sjómílum undan Spánarströndum í dag. Spænsk yfirvöld greina frá þessu. Þar af voru 63 frá Afríkulöndum sunnan Sahara, en 29 frá Alsír. Farið var með meirihluta hópsins til Malaga á Suður-Spáni. Einn ungur...
03.12.2016 - 23:00

Norska stjórnin heldur velli

Samkomulag hefur náðst um stuðning tveggja flokka við fjárlagafrumvarp næsta árs og norska ríkisstjórnin heldur velli. Þetta varð ljóst undir kvöld þegar Erna Solberg forsætisráðherra tilkynnti að samkomulag hefði náðst um fjárlagafrumvarp næsta árs...
03.12.2016 - 21:25

Mjótt á munum í Austurríki

Síðustu kannanir benda til að afar mjótt sé á munum með frambjóðendunum tveimur í forsetakosningum í Austurríki sem haldnar verða á morgun. Stjórnmálaskýrendur telja kjör Donalds Trumps í Bandaríkjunum styrkja þjóðernissinnann Norbert Hofer í sessi...
03.12.2016 - 20:22

Sýrlandsdeilan aðeins leyst með samningum

Þörfin á að koma á friði í Sýrlandi með samningaviðræðum minnkar ekkert þótt stjórnarherinn leggi austurhluta Aleppoborgar undir sig, að mati embættismanna Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Átökin síðustu vikur hafa kostað á fjórða hundrað...
03.12.2016 - 18:44

Manntjón í eldsvoða í Oakland - Myndskeið

Níu hafa fundist látnir og 25 er saknað eftir stórbruna í verksmiðjuhúsi í Oakland í Kaliforníu. Eldurinn kom upp klukkan hálf tólf að kvöldi að staðartíma, klukkan hálf átta í morgun að okkar tíma. Skemmtun var í húsinu þegar eldurinn kom upp.
03.12.2016 - 16:08

Lögregluflugvélar leitað í Indónesíu

Óttast er að þrettán hafi látið lífið með flugvél indónesísku lögreglunnar, sem hvarf af ratsjám fyrr í dag. Flugvélin var á leið frá Pangkal Pinang í Banga Belitung héraði í Indónesíu til Batam á Riau-eyjum og hafði verið innan við klukkustund á...
03.12.2016 - 13:46
Erlent · Asía

Myndskeið: Minnast fórnarlamba flugslyss

Búist er við að yfir hundrað þúsund manns verði viðstaddir í dag þegar minningarathöfn verður um 64 Brasilíumenn sem létust í flugslysi í Kólumbíu í vikunni. Meðal hinna látnu eru nítján leikmenn knattspyrnuliðsins Chapecoense sem voru á...
03.12.2016 - 11:31

Europol með jóladagatal á vefnum

Evrópulögreglan Europol hefur látið útbúa jóladagatal á vef sínum á alnetinu. Á því eru 23 gluggar. Þegar smellt er á þá birtist ekki mynd af neinu sætu og krúttlegu sem tengist jólum og aðventu, heldur mynd af eftirlýstum glæpamanni.
03.12.2016 - 09:50