Erlent

Víðtæk leit á stöðuvatni í Kólumbíu

Níu hafa fundist látnir og 28 er enn saknað eftir að ferju hvolfdi í gær á stöðuvatninu El Penol í Kólumbíu. Talið er að um það bil 170 ferðamenn hafi verið í ferjunni. Enginn þeirra var í björgunarvesti. Hermenn í kólumbíska flughernum hafa tekið...
26.06.2017 - 10:20

Liu Xiaobo sleppt vegna veikinda

Kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010, hefur sleppt úr fangelsi eftir að hafa greinst með ólæknandi krabbamein í síðasta mánuði.
26.06.2017 - 09:02

Gjaldþrota vegna gallaðra öryggispúða

Japanski varahlutaframleiðandinn Takata hefur óskað eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum og að verða tekið til gjaldþrotaskipta í heimalandinu. Fyrirtækið á yfir höfði sér lögsóknir og háar fjárkröfur vegna gallaðra öryggispúða sem hafa orðið...
26.06.2017 - 08:58

Sorp safnast við götur í Grikklandi

Sorp hefur safnast saman á götum borga og bæja í Grikklandi undanfarna viku vegna verkfalls sorphirðumanna.
26.06.2017 - 08:46

Hart barist á Gólan-hæðum

Harðir bardagar hafa geisað á Gólan-hæðum í Sýrlandi undanfarna daga. Þar blossuðu upp bardagar milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna undir merkjum Hayat Tahrir al-Sham, bandalags nokkurra fylkinga uppreisnarmanna í Sýrlandi.
26.06.2017 - 08:38

Hættuástand á hamfarasvæðinu

Leitar- og björgunarmönnum, sem leitað hafa fólks eftir að skriða féll á þorp í Sichuan-héraði í suðvesturhluta Kína í fyrradag, var í morgun skipað að forða sér því óttast væri að önnur skriða félli. Kínverskir ríkisfjölmiðlar greindu frá þessu í...
26.06.2017 - 08:23

Írar björguðu 712 flóttamönnum

Áhöfn írska herskipsins LÉ Eithne bjagaði í gær 712 flóttamönnum á Miðjarðarhafi. Fólkið hugðist komast frá Líbíu í Norður-Afríku til Evrópu á nokkrum illa búnum fleytum.
26.06.2017 - 08:07

Flýja undan skógareldum í Utah

Fimmtán hundruð manns hafa orðið að flýja að heiman í Utah í Bandaríkjunum vegna kjarr- og skógarelda. Um það bil eitt þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana, sem brenna á 174 ferkílómetra svæði. Þeim varð nokkuð ágengt í gær í baráttu við eldana...
26.06.2017 - 07:29

Danir finna fyrir BREXIT

Danskur útflutningur hefur orðið fyrir högginu á BREXIT, nú þegar meira en ár er liðið frá þjóðaratkvæðagreiðslunni á Bretlandi. Þetta segir í umfjöllun danska ríkisútvarpsins, DR. Þótt pundið hafi hrunið í verði nánast um leið og niðurstöður...
26.06.2017 - 06:15

Loftslagsbreytingar: dragbítur eða tækifæri?

Rétt eins og ostur í Frakklandi eða bílar í Þýskalandi eru loftslagsbreytingar uppspretta fjölmargra viðskiptatækifæra í Hollandi. Sérfræðiþekking er gífurleg í landinu um stíflugerð, vatnsveitur og annað sem komið getur þjóð sem býr fyrir neðan...
26.06.2017 - 05:11

Metár fyrir SpaceX

Bandaríska geimfyrirtækið SpaceX sendi tvö geimför á loft um helgina og er árið 2017 þar með orðið metár hjá fyrirtækinu. Gervitungl var sent út í geim á vegum fyrirtækisins frá Kennedy-geimstöðinni í Flórída á föstudag og annað geimfar frá...
26.06.2017 - 03:57

Brutust inn í opinberar vefsíður

Brotist var inn í nokkrar opinberar vefsíður í Ohio-fylki Bandaríkjanna í dag og þær látnar sýna áróður fyrir hið svokallaða Íslamska ríki. Þar á meðal var vefsíða ríkisstjórans, Johns Kasichs. Skilaboðin eru sett fram á svartan bakgrunn og stendur...
26.06.2017 - 01:35

Segir kröfur Arabaríkjanna erfiðar

Erfitt verður að mæta sumum kröfum Arabaríkjanna fjögurra sem slitu samskiptum við Katar fyrr í mánuðinum. Þetta segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, og hefur fréttastofa BBC eftir honum. Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin...
26.06.2017 - 00:51

Ferja sökk í Kólumbíu

Ferja með um 150 ferðamönnum um borð sökk í Penol uppistöðulóninu í ferðamannabænum Guatape í Kólumbíu í dag. AFP fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort báturinn sökk eða hvort honum hvolfdi.
25.06.2017 - 21:48

60 háhýsi uppfylla ekki skilyrði um eldvarnir

Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að 60 háhýsi landsins uppfylli ekki kröfur um eldvarnir en athuganir hafa farið fram undanfarna viku í kjölfarið á eldsvoðanum í Grenfell háhýsinu sem kostaði sjötíu og níu manns lífið þann fjórtánda þessa mánaðar.
25.06.2017 - 20:54