Erlent

Sólar Impulse á leið til Pennsylvaníu

Flugvélin Solar Impulse 2 , sem knúin er sólarorku, hélt í morgun af stað frá Dayton í Ohio áleiðis til Pennsylvaníu, á leið sinni umhverfis jörðina.
25.05.2016 - 10:11

Æ fleiri búa í foreldrahúsum

Æ fleiri ungir Bandaríkjamenn kjósa að búa heima hjá foreldrum sínum. Algengasta fyrirkomulag búsetu yngri Bandaríkjamanna er að búa hjá pabba og mömmu.
25.05.2016 - 09:48

Kúrdar sækja fram gegn Íslamska ríkinu

Vopnaðar sveitir sýrlenskra Kúrda, studdar af bandaríska flughernum, sækja nú fram gegn vígasveitum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið í Norður-Sýrlandi.
25.05.2016 - 09:30

Átök á kosningafundi Trumps

Lögregla beitti piparúða og táragasi til að dreifa fólki sem mótmælti Donald Trump, væntanlegum forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, á kosningafundi í Albuquerque í Nýju Mexíkó í nótt.

Vinna á tóbaksekrum stórhættuleg börnum

Börn sem vinna á tóbaksekrum í Indónesíu eiga á hættu að verða fyrir alvarlegri nikótíneitrun. Frá þessu greinir Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, í nýrri skýrslu sem gerð var um vinnuaðstöðu barna á tóbaksekrum. Yfir 500 þúsund tóbaksekrur...
25.05.2016 - 06:34
Erlent · Asía

Leðurblökur halda íbúum í gíslingu

Yfir 100 þúsund leðurblökur hafa gert sig heimakomnar í bænum Batemans Bay við suðurströnd Ástralíu. Mikið ónæði hlýst af þeim að sögn bæjarbúa og líður sumum þeirra eins og föngum á eigin heimili. Hávaði og ólykt fylgja tegundinni og verður fólk...
25.05.2016 - 06:21

Skógarhöggi í Póllandi mótmælt

Skógarhögg er hafið í Bialowieza-skóginum í Póllandi þrátt fyrir hávær mótmæli umhverfisverndarsamtaka. Skógurinn er einn sá elsti í Evrópu og er á Heimsminjaskrá. Hluti skógarins tilheyrir ævafornu skóglendi sem teygði sig yfir gervalla Evrópu.
25.05.2016 - 05:48
Erlent · Evrópa · Pólland

Trump skrefi nær tilnefningu

Donald Trump færðist í nótt skrefi nær því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Forkosning fór fram í Washington-ríki og hlaut Trump um 76 prósent atkvæða miðað við fyrstu tölur. Hann er einn eftir í kapphlaupi...

Dauðarefsingar krafist fyrir fjöldamorð

Bandarísk yfirvöld vilja að maðurinn sem myrti níu manns í kirkju í borginni Charleston í Suður Karolínuríki í júní í fyrra verði látinn sæta dauðarefsingu. Eðli og afleiðing glæpsins er þess valdandi að sögn Loretta Lynch, ríkissaksóknara.
25.05.2016 - 04:23

Einkarekstur leyfður á Kúbu

Ríkisstjórn Kúbu samþykkti í gærkvöld að lítil og meðalstór fyrirtæki fái að vera í einkarekstri. Hingað til hafa aðeins einyrkjar mátt stunda einkarekstur í landinu. Rekstur nokkurra þeirra hefur stækkað og orðið að litlum fyrirtækjum sem hafa...
25.05.2016 - 02:56

Evruríki samþykkja neyðarlán til Grikkja

Eftir langar og strangar viðræður í Brussel komust fjármálaráðherrar evruríkja að samkomulagi í kvöld um að veita Grikkjum 10,3 milljarða evra greiðslu af neyðarláni. Þetta staðfesti Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands og forseti...
25.05.2016 - 00:32

Myndskeið: Bill Cosby gert að svara til saka

Dómari í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að réttað skuli fyrir dómstóli í ríkinu yfir leikaranum Bill Cosby sem er sakaður um nauðgun og önnur kynferðisbrot.
25.05.2016 - 00:11

Hráolíuverð hækkar á ný

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð í dag eftir að hafa farið niður á við næstu tvo daga á undan. Markaðssérfræðingar í New York rekja hækkunina til þess að búist er við því að tölur sem birtar verða vestanhafs á morgun sýni að olíubirgðir...
24.05.2016 - 22:20

Bernie Sanders krefst endurtalningar

Bernie Sanders, sem keppir við Hillary Clinton um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, krefst þess að atkvæði í forkosningunum í Kentucky í síðustu viku verði talin að nýju. Óopinber niðurstaða úr talningu atkvæða sýnir...

75 ár frá því HMS Hood var sökkt

Í dag eru liðin 75 ár frá því að flaggskipi breska flotans, HMS Hood, var sökkt í einni sögufrægustu sjóorrustu síðari heimsstyrjaldarinnar vestur af Reykjanesi. Hood sprakk í loft upp eftir að kúla frá þýska orrustuskipinu Bismarck hæfði...