Erlent

Átta menntskælingar fórust í snjóflóði í Japan

Átta menntaskólanemar fórust þegar snjóflóð féll í hlíðum fjalls sem þeir voru að klífa í morgun. Þriggja kennara er saknað. Lögregla og yfirvöld í Tochigi-sýslu norður af Tókíó staðfesta að snjóflóð hafi fallið við bæinn Nasu, þar sem um 50...
27.03.2017 - 06:32
Erlent · Hamfarir · Asía · Japan

Einn handtekinn vegna Westminster-árásar

Lögregla í Birmingham handtók í gær mann um þrítugt í tengslum við rannsóknina á mannskæðri árás Khalids Masoods á þinghúsið í Westminster í Lundúnum á miðvikudag. Er hann grunaður um að vera að leggja á ráðin um hryðjuverk. Þetta er tólfti maðurinn...
27.03.2017 - 06:21

Sóknin að Mósúl heldur áfram

Íraksher hélt í gær áfram sókn sinni að höfuðvígi Íslamska ríkisins í Mósúl, eftir eins sólarhrings hlé í kjölfar fregna af miklu og vaxandi mannfalli meðal almennings nú þegar æ harðnandi átökin eru að færast inn í þéttbýlustu hverfi borgarinnar....
27.03.2017 - 05:33

Um 1.000 bjargað á Miðjarðarhafi

Ríflega 1.000 flóttamönnum var bjargað um borð í skip tveggja hjálparsamtaka undan ströndum Líbíu í dag. Um 400 manns voru í einum yfirfullum trébát en aðrir á stórum gúmmífleytum, einnig yfirfullum, þegar þeim var bjargað af starfsfólki samtakanna...
27.03.2017 - 03:23

Borisov hélt velli í Búlgaríu

Boiko Borisov, fyrrum forsætisráðherra og flokkur hans, Flokkur Evrópusinnaðra borgara (GERB), standa uppi sem sigurvegarar þingkosninganna sem fram fóru í Búlgaríu í gær, samkvæmt útgönguspám. GERB fékk 32 prósent atkvæða, nokkru meira en...
27.03.2017 - 03:13

Pakistanar reisa landamæragirðingu

Pakistanar hafa hafist handa við að reisa 2.430 kílómetra langa varnargirðingu meðfram endilöngum landamærunum við Afganistan. Um leið og varnargirðingin verður reist er ætlunin að fjölga eftirlitsmyndavélum á landamærunum til mikilla muna....
27.03.2017 - 01:41

Mannskæðar árásir í Austur-Úkraínu

Tveir almennir borgarar og þrír úkraínskir hermenn féllu í stórskotahríð aðskilnaðarsinna norður af Donetsk í Austur-Úkraínu í dag. Hermennirnir féllu þegar sprengikúlum rigndi yfir Avdiivka-herstöðina, um 12 kílómetra frá Donetsk, höfuðvígi...
26.03.2017 - 23:50

Stjórnarmyndunarviðræður í uppnámi á N-Írlandi

Stjórnarmyndunarviðræður á Norður-Írlandi virðast hafa siglt í strand. Michelle O´Neill, leiðtogi Sinn Fein á Norður-Írlandi, sagði í kvöld að ekki yrði lengra komist í viðræðunum. Friðarsamkomulag stríðandi fylkinga frá 1998, sem kennt er við...
26.03.2017 - 21:09

Yfirheyrsluaðferðum lögreglunnar breytt

Misferli, spilling og falskar játningar virðast fyrirfinnast víðar en í Bandaríkjunum. Þannig útskýrir lögfræðingur, sem staddur er hér á landi, vinsældir heimildaþáttanna Making a Murderer. Hann segir þættina hafa haft mikið áhrif. Lögreglumenn í...
26.03.2017 - 19:03

Flokkur Merkel sigrar í Saarlandi

Kristilegum demókrötum (CDU), flokki Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, er spáð afgerandi sigri í ríkiskosningum sem fram fóru í Saarlandi í dag. Samkvæmt útgönguspám er útlit fyrir flokkurinn fái yfir 40% atkvæða og bæti fimm prósentustigum við...

Navalny handtekinn í miðjum mótmælum í Moskvu

Um 130 mótmælendur voru handteknir í Moskvu í dag, meðal þeirra Alexei Navalny, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum, sem Navalny stóð fyrir og beinast gegn spillingu.
26.03.2017 - 12:23

Skotárás á fjölsóttum skemmtistað

Einn lést og fjórtán særðust slösuðust í skotárás á næturklúbbi í Cincinnati í Bandaríkjunum í nótt. Fólkið var flutt á fjögur nærliggjandi sjúkrahús. Nokkrir eru sagðir í lífshættu.
26.03.2017 - 11:22

Aðdáendur minntust Reynolds og Fisher

Á annað þúsund manns sóttu minningarathöfn um leikkonurnar og mæðgurnar Debbie Reynolds og Carrie Fisher sem létust með skömmu millibili í desember. Todd Fisher, sonur Debbie og bróðir Carrie, skipulagði athöfnina sem fór fram nærri Forrest Lawn-...
26.03.2017 - 09:48

Spáð spennandi kosningum í Búlgaríu

Þingkosningar eru hafnar í Búlgaríu, ein fátækasta aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta eru þriðju þingkosningarnar þar í landi á fjórum árum. Búist er við spennandi kosningum, þar sem sósíalistar gera sér vonir um að halda forsætisráðherranum...
26.03.2017 - 06:54

Fyrsta konan í stöðu æðsta leiðtoga Hong Kong

Carrie Lam var í morgun kosin næsti leiðtogi kínverska sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, fyrst kvenna. Lam, sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing, þótti frá upphafi nokkuð örugg um að hafa betur gegn keppinautum sínum tveimur, John Tsang og Woo...
26.03.2017 - 06:13
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína · Stjórnmál