Erlent

McCain um Trump: Svona byrja einræðisherrar

John McCain, öldungadeildarþingmaður Repúblíkana, gagnrýndi í dag árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fjölmiðla. Fjálsir fjölmiðlar séu nauðsynlegir í lýðræðisríkjum og það sé fyrsta verk einræðisherra að reyna að berjast gegn þeim.
19.02.2017 - 18:19

Svíar krefjast skýringa á ummælum Trumps

Svíar furða sig á fullyrðingum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um nýlegar árásir í landinu. Olle Wastberg, fyrrverandi stjórnmála- og blaðamaður segir að Trump segi það sem henti honum hverju sinni en í þetta skiptið hafi hann líklega rangtúlkað...
19.02.2017 - 17:52

350 þúsund börn innilokuð í vesturhluta Mósúl

Sókn stjórnarhers Íraks að borginni Mósúl hefur gengið vel í dag en Íraksher hefur náð yfirráðum í ellefu þorpum sunnanvið borgina. Um 350 þúsund börn eru innilokuð í vesturhluta Mósúl.
19.02.2017 - 16:00

Mannskæð sprengjuárás í Mogadishu

Minnst átján létu lífið og tugir særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, um hádegi. Árásarmaður ók bíl hlöðnum sprengiefni inn á fjölmennan markað og sprengdi hann í loft upp.
19.02.2017 - 14:38

Blóðrauður sími Hitlers boðinn upp í dag

Sími sem Adolf Hitler á að hafa notað í seinni heimstyrjöldinni verður seldur á uppboði í Maryland í Bandaríkjunum í dag. Uppboðshaldarar vonast til að fá meira en þrjú hundruð þúsund bandaríkjadali fyrir símann, jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna...
19.02.2017 - 11:21

Létu lífið þegar flugskeyti hæfði jarðarför

Sextán létu lífið þegar flugskeyti sýrlenska stjórnarhersins hæfði jarðarför sem fram fór í grafreit í hverfinu Qabun í útjaðri Damascus, höfuðborgar Sýrlands í gær. Nokkrir til viðbótar eru lífshættulega sárir.
19.02.2017 - 11:12

Mikil eyðilegging í óveðrinu í Kaliforníu

Einu versta óveðri sem gengið hefur yfir Kaliforníu-ríki á þessari öld hefur fylgt mikil eyðilegging. Fimm hafa látið lífið í slysum tengdum veðrinu. Úrkoman náði um 100 millimetrum í Los Angeles í gær og veðurfræðingar spá öðru eins í dag norðar í...
19.02.2017 - 11:01

Yfirvöld í Norður-Kóreu ábyrg fyrir dauða Nam

Malasíska lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu á bakvið morðið á Kim Jong-Nam, hálfbróður Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta fullyrða yfirvöld í Suður-Kóreu. Nam lést eftir að einhvers konar eitri var sprautað framan í hann á...
19.02.2017 - 09:34

Ísland vinsælasti áfangastaður ósáttra

Ísland er vinsælasti áfangastaður þeirra sem vilja flytja sig um set vegna stjórnmálaskoðana sinna eða samfélagsviðhorfs. Það eru mun fleiri á faraldsfæti í leit að skoðanabræðrum og systrum eftir óvænt kosningaúrslit síðustu mánaða.
19.02.2017 - 08:27

Almennir borgarar myrtir á hrottafenginn hátt

Vígamenn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó drápu 25 almenna borgara á hrottalegan hátt í gær. AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirvöldum og aðgerðarsinnum í austurhluta landsins. Mikil átök hafa verið í þeim hluta landsins.
19.02.2017 - 07:52

Börsungar bjóða flóttamenn velkomna

Tugir þúsunda Börsunga mættu á götur borgarinnar í gær til að krefjast þess að spænsk stjórnvöld standi við loforð sín um að taka við þúsundum flóttamanna. Ada Colau, borgarstjóri, kallaði eftir því að borgarbúar myndu fylla götur borgarinnar til...
19.02.2017 - 07:20

„Sjáið hvað gerðist í Svíþjóð í gærkvöld“

„Sjáið hvað er að gerast í Þýskalandi, sjáið hvað gerðist í Svíþjóð í gærkvöld. Svíþjóð, hver hefði trúað því. Svíþjóð. Þeir tóku inn mikinn fjölda. Þeir hefðu aldrei getað trúað vandamálunum sem þeir þurfa að kljást við." Þetta sagði Donald...
19.02.2017 - 06:16

Íraksher sækir í vesturhluta Mosul

Frelsun Írakshers á vesturhluta Mosul er hafin. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, greindi frá þessu í morgun. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki drottna yfir þeim hluta borgarinnar. Íraksher hrakti þau úr austurhluta hennar í...
19.02.2017 - 05:28

Evrópuleiðtogar órólegir vegna ummæla Pence

Evrópuleiðtogar eru órólegir vegna ummæla Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um NATO á fundi þeirra í München í gærkvöld samkvæmt blaðamanni The Guardian sem er á staðnum. Pence tók undir orð forsetans Donalds Trumps og varnarmálaráðherrans...
19.02.2017 - 03:48

Trommuleikarinn Stubblefield látinn

Trommuleikarinn Clyde Stubblefield er látinn, 73 ára að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir trommusóló sitt í lagi fönk-goðsagnarinnar James Brown, Funky Drummer. Sólóið var mikið notað af öðrum tónlistarmönnum, þá sérstaklega röppurum. Public...
19.02.2017 - 02:14