Erlent

Kyrrsettu eigur sýrlenskra vísindamanna

Bandarísk stjórnvöld kyrrsettu í dag allar eignir sem starfsfólk Vísinda- og rannsóknarstofnunar Sýrlands kann að eiga í Bandaríkjunum. Þetta er gert í refsingarskyni fyrir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikun fyrr í þessum mánuði. Hátt á þriðja...
24.04.2017 - 23:48

Mannfall í mótmælum í Venesúela - Myndskeið

Þrír stjórnarandstæðingar féllu í dag í mótmælum gegn stjórnvöldum í Venesúela. Nokkrir til viðbótar særðust alvarlega. Þúsundir landsmanna tóku þátt í aðgerðunum til að reyna að knýja Nicolas Maduro og stjórn hans til að fara frá. Aðgerðirnar hafa...
24.04.2017 - 22:49

Öflugur skjálfti í Chile í kvöld

Öflugur jarðskjálfti, 7,1 að stærð, varð í kvöld í miðhluta Chile. Upptökin voru undan strönd ferðamannabæjarins Valparaiso, á um það bil 9,8 kílómetra dýpi. Fólk sem býr í grennd við upptökin var hvatt til að forða sér ef flóðbylgja skyldi myndast.
24.04.2017 - 22:20

Fella 600 ára gamalt tré - Myndskeið

Byrjað var í dag að fella sex hundruð ára gamalt tré í Bernards í New Jersey í Bandaríkjunum. Það stóð kirkjugarði öldungakirkjunnar í bænum. Margir lögðu leið sína að trénu í dag og kvöddu það hinstu kveðju áður en starfsmenn bæjarins hófu að saga...
24.04.2017 - 21:26

Forsetaskipti fram undan í Angóla

Stjórnvöld í Angóla boðuðu í dag til kosninga 23. ágúst næstkomandi. Kjósenda bíður það verkefni að velja arftaka Eduardos dos Santos forseta, sem stjórnað hefur landinu með harðri hendi frá árinu 1979. Dos Santos er orðinn 74 ára. Hann hefur...
24.04.2017 - 20:35

Mislingafaraldur á Ítalíu og í Rúmeníu

Mislingafaraldur geisar nú á Ítalíu og hafa 1.600 tilfelli greinst þar sem af er þessu ári. Heilbrigðisyfirvöld óttast að faraldurinn breiðist enn út, en yfirvöld í Rúmeníu hafa glímt við mislingafaraldur í hálft annað ár. Hluti af ástæðunni fyrir...
24.04.2017 - 20:33

Le Pen víkur sem formaður Þjóðfylkingarinnar

Marine Le Pen tilkynnti í kvöld að hún hafi ákveðið að víkja til hliðar sem formaður Þjóðfylkingarinnar. Þetta sagði tilkynnti hún í viðtali á sjónvarpsstöðinni France2.

Einvígi Macron og Le Pen

Flest bendir til þess að síðari umferð frönsku forsetakosninganna verði lítt spennandi. Fyrstu skoðanakannanir benda eindregið til þess að Evrópusinninn Emmanuel Macron leggi þjóðernissinnann Marine Le Pen með nokkrum yfirburðum.
24.04.2017 - 16:52

Frakkland: Talningu atkvæða lokið

Talningu atkvæða eftir fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi lauk síðdegis. Emmanuel Macron sigraði, eins og áður hefur komið fram. Hann hlaut 24,1 prósent atkvæðanna. Marine Le Pen hlaut næstflest atkvæði, 21,3 prósent. Þau tvö keppa því um...

Skotárás hótað í sænskum framhaldsskóla

Framhaldsskóli í bænum Luleå í norðurhluta Svíþjóðar var rýmdur í dag eftir að upplýsingar bárust um yfirvofandi skotárás á skólasvæðinu. Fréttastofa sænska ríkisútvarpsins hefur eftir talsmanni lögreglunnar að upplýsingar hafi borist á...
24.04.2017 - 16:32

Pyntingar á föngum aukast í Afganistan

Fangar í afgönskum fangelsum eru beittir pyntingum, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Ill meðferð á föngum virðist fara vaxandi þrátt fyrir ný lög sem eiga að koma í veg fyrir pyntingar.
24.04.2017 - 15:39

Hollande lýsir yfir stuðningi við Macron

Francois Hollande, forseti Frakklands, styður Emmanuel Macron í síðari umferð forsetakosninganna í næsta mánuði. Í sjónvarpsávarpi kvað Hollande Frakkland verða í hættu ef Marine Le Pen sigraði í síðari umferðinni. Hætt væri við því að landið...

Obama snýr aftur í sviðsljósið

Barack Obama kemur í fyrsta skipti opinberlega fram í kvöld síðan hann lét af störfum sem forseti Bandaríkjanna í janúar. Hann flytur í kvöld erindi í Chicago háskóla um samfélagsskipulag og þátttöku almennings í því. Ræðunnar er beðið með mikilli...
24.04.2017 - 14:01

Ráðherra utanríkismála Grænlands segir af sér

Vittus Qujaukitsoq, ráðherra í grænlensku landsstjórninni, hefur sagt af sér embætti. Frá þessu greinir hann í stuttri færslu á Facebook-síðu sinni. Engar ástæður eru tilteknar fyrir afsögninni. Qujaukitsoq var ráðherra umhverfis-, atvinnu-,...
24.04.2017 - 11:32

Handtaka vegna árásarinnar í Stokkhólmi

Sænska lögreglan hefur handtekið mann í tengslum við rannsókn á árásinni í Stokkhólmi 7. þessa mánaðar, þegar vörubifreið var ekið á vegfarendur í miðborginni með þeim afleiðingum að fjórir létu lífið.
24.04.2017 - 10:10