Erlent

Istanbúl-morðinginn gripinn með syni sínum

Maðurinn sem talið er að hafi ráðist inn á Reina-næturklúbbinn í Istanbúl og myrt þar 39 manns á nýársnátt hefur verið handtekinn. Abdul-Kadir Masharipov, sem mun vera frá Úsbekistan, var handtekinn á heimili vinar síns frá Kirgistan í Esenyurt-...
17.01.2017 - 05:54

May: Brexit verður ekkert hálfkák

Teresa May, forsætisráðherra Bretlands, flytur í dag ræðu þar sem hún mun fara yfir áætlun ríkisstjórnar hennar um hvernig standa skuli að úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sem í daglegu tali er nefnt Brexit. Samkvæmt frétt breska blaðsins The...
17.01.2017 - 05:17
Erlent · Brexit · Evrópa · Stjórnmál

Yfir 10.000 fallin í Jemen

Minnst 10.000 manns hafa dáið í stríðinu sem geisað hefur í Jemen um tæplega tveggja ára skeið. Þetta er mat sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Í Jemen takast á uppreisnarsveitir Hútí-hreyfingarinnar og vopnaðar stuðningssveitir fyrrverandi...
17.01.2017 - 03:56

Dísilbílar bannaðir á götum Ósló næstu daga

Bann við akstri dísilbíla í Ósló hefst í fyrramálið. Borgaryfirvöld í Ósló í Noregi hafa bannað akstur einkabíla með dísilvél í borginni frá klukkan sex í fyrramálið og fram á fimmtudagskvöld. Ástæðan er mikil loftmengun í borginni og stillt veður....
16.01.2017 - 22:30

Handtekinn vegna hryðjuverksins á nýársnótt

Lögregluyfirvöld í Tyrklandi segjast hafa handtekið manninn sem réðist inn á næturklúbb í Istanbúl á nýársnótt og myrti þrjátíu og níu. 65 særðust í árásinni. Fregnir herma að maðurinn, Abdulkadir Masharipov, hafi verið handtekinn í Istanbúl - í...
16.01.2017 - 22:05

Fleygðu brúðgumanum í snjóskafl

Þær voru kaldar kveðjurnar sem hinn nýgifti Masatsugu Kasai hlaut frá sínum nánustu á dögunum. Ættingjarnir notuðust við heldur óhefðbundna aðferð til að óska honum gæfu í hjónabandinu, samkvæmt gamalli japanskri hefð.
16.01.2017 - 20:00

Átta eiga jafn mikið og helmingur mannkyns

Aldrei hefur þurft eigur jafn fárra auðkýfinga til að jafna eignir fátækari helmings jarðarbúa og nú, samkvæmt nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökunum Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum. Þótt margir milljarðamæringar séu iðnir við að deila auði...
16.01.2017 - 19:30

ESB-ríki virða kjarnorkusamning við Íran

Evrópusambandsríki munu virða kjarnorkusamninginn við Íran, vegna þess að hann þjónar öryggishagsmunum þeirra. Þetta sagði Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í dag.  
16.01.2017 - 16:09

Sádi-Arabar fá ekki egypskar eyjar

Dómstóll í Egyptalandi staðfesti í dag niðurstöðu undirréttar um að stjórnvöldum í Kaíró væri ekki heimilt að afhenda Sádi-Aröbum tvær eyjar á Rauðahafi. 
16.01.2017 - 15:04
Erlent · Afríka · Asía

Mörg ótraust hús í Istanbúl

Í Istanbúl eru um 50.000 ótraust hús og byggingar sem geta hrunið þá og þegar. Mehmet Özhaseki, umhverfisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu á ráðstefnu um húsnæðismál í Istanbúl  í gær.
16.01.2017 - 13:24
Erlent · Asía

Uppreisnarmenn ætla til Astana

Fylkingar uppreisnarmanna ætla að mæta til friðarviðræðna í Astana í Kasakstan í næstu viku. Rússar og Tyrkir standa á bak við viðræðurnar sem hefjast 23. janúar.
16.01.2017 - 12:08

Hefur áhyggjur af ummælum Trumps

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ummæli verðandi Bandaríkjaforseta um Atlanstahafsbandalagið vera áhyggjuefni.
16.01.2017 - 11:07

Enginn fundur ákveðinn milli Pútíns og Trumps

Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, vísaði í morgun á bug fréttum um að ákveðið hefði verið að Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hittust á næstunni.
16.01.2017 - 10:39

Telja mistök flugmanna hafa valdið slysinu

Yfirvöld í Kirgistan telja að mistök flugmanns hafi valdið því að flutningaflugvél fórst nærri Manasflugvelli, stærsta flugvelli landsins, í nótt. Muhammetkaly Abulgaziev, varaforsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í morgun.
16.01.2017 - 10:12
Erlent · Asía

Tíu föngum sleppt úr Guantanamo

Bandaríkjastjórn hefur sleppt tíu föngum úr fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu. Fangarnir voru fluttir til Oman við Persaflóa í morgun.
16.01.2017 - 09:37