Umfjöllun RÚV

Kosningar á RÚV 2022

Hér á kosningavefnum má finna alla kosningaumfjöllun RÚV fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí. Auk þess má hér finna fréttir, fróðleik og margt fleira. Markmiðið er að hjálpa kjósendum að taka afstöðu til stjórnmálanna.

Nánar má lesa um framkvæmd kosningaumfjöllunarinnar hér.

Ritstjóri kosningaumfjöllunar RÚV er Valgeir Örn Ragnarsson.

Á dagskrá RÚV fram að kosningum

 • 13. apríl 2022

  Kosningahlaðvarpið fer af stað

  Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, Guðrún Hálfdánardóttir og Ingvar Þór Björnsson stýra kosningahlaðvarpinu sem Guðni Tómasson framleiðir. Þar verður rætt við frambjóðendur, kosningamálin krufin og rætt við sérfræðinga um kosningar og stjórnmál. Nýr þáttur verður sendur út nokkrum sinnum í viku fram að kosningum.

 • 14. apríl 2022

  Kosningavefur í loftið

  Ýmsar nýjungar verða á kosningavefnum, þar á meðal kort af landinu öllu og sveitarfélögunum. Þar verður hægt að nálgast framboðslista og helstu upplýsingar um hvert sveitarfélag. Þar birtast líka nýjustu tölur á kjördag og samanburður við úrslit síðustu kosninga. Á vefnum verður hægt að nálgast alla kosningaumfjöllun RÚV, fréttir, fréttaskýringar, hlaðvarp, kosningapróf, kannanir, og allar helstu upplýsingar um kosningarnar og framkvæmd þeirra.

 • 20. apríl 2022

  Oddvitaumræður hefjast

  Kosningafundir verða í stærstu sveitarfélögunum nokkrum vikum fyrir kosningar þar sem farið verður yfir helstu kosningamálin í hverju sveitarfélagi. Sú nýbreytni verður í kosningaumfjöllun RÚV í ár að nú verða þessir fundir sendir út, bæði í útvarpi og í vefútsendingu. Þættirnir verða svo aðgengilegir í spilara RÚV og á kosningavefnum.

 • 22. apríl 2022

  Oddvitaumræður – Akureyri

  Rætt við oddvita allra flokka sem bjóða fram á Akureyri. Þátturinn verður sendur út á Rás2 og í mynd á kosningavefnum.

 • 25. apríl 2022

  Oddvitaumræður – Reykjavík

  Rætt við oddvita allra flokka sem bjóða fram í Reykjavík. Þátturinn verður sendur út á Rás2 og í mynd á kosningavefnum.

 • 26. apríl 2022

  Oddvitaumræður – Hafnarfjörður

  Rætt við oddvita allra flokka sem bjóða fram í Hafnarfirði. Þátturinn verður sendur út á Rás2 og í mynd á kosningavefnum. .

 • 27. apríl 2022

  Oddvitaumræður – Reykjanesbær

  Rætt við oddvita allra flokka sem bjóða fram í Reykjanesbæ. Þátturinn verður sendur út á Rás2 og í mynd á kosningavefnum.

 • 28. apríl 2022

  Oddvitaumræður – Garðabær

  Rætt við oddvita allra flokka sem bjóða fram í Garðabæ. Þátturinn verður sendur út á Rás2 og í mynd á kosningavefnum.

 • 2. maí 2022

  Oddvitaumræður – Mosfellsbær

  Rætt við oddvita allra flokka sem bjóða fram í Mosfellsbæ. Þátturinn verður sendur út á Rás2 og í mynd á kosningavefnum.

 • 2. maí 2022

  Kosningaumfjöllun Kastljóss hefst

  Kastljósteymið rýnir í helstu kosningamálin á hverjum stað og hvaða málefni brenna á íbúum. Umfjöllunin hefst í byrjun maí og stendur alveg fram að kosningum.

 • 4. maí 2022

  Oddvitaumræður – Akranes/Ísafjörður

  Rætt við oddvita allra flokka sem bjóða fram á Akranesi og á Ísafirði. Þátturinn verður tvískiptur og sendur út á Rás 2 og í mynd á kosningavefnum.

 • 9. maí 2022

  Oddvitaumræður – Múlaþing/Fjarðabyggð

  Rætt við oddvita allra flokka sem bjóða fram í Múlaþingi og Fjarðarbyggð. Þátturinn verður tvískiptur og sendur út á Rás 2 og í mynd á kosningavefnum.

 • 11. maí 2022

  Oddvitaumræður – Árborg

  Rætt við oddvita allra flokka sem bjóða fram í Árborg. Þátturinn verður sendur út á Rás2 og í mynd á kosningavefnum.

 • 13. maí 2022

  Oddvitar í Reykjavík mætast í sjónvarpssal

  Daginn fyrir kjördag koma oddvitar flokkanna í Reykjavík í sjónvarpssal. Þar gefst þeim tækifæri til að koma sínum skilaboðum til kjósenda í síðasta sinn áður en kjörstaðir verða opnaðir að morgni laugardagsins 14. maí.

 • 14. maí 2022

  Kosningavaka

  Kosningavaka RÚV er á sínum stað. Þar verður rýnt í nýjar tölur þegar þær berast, spáð í spilin, rætt við stjónmálamenn og sérfræðinga. Einnig verður hægt er að fylgjast með niðurstöðum kosninganna hér á kosningavef RÚV.

 • Kjördagur 14. maí 2022

 • 14. maí 2022

  Kosningavaka

  Kosningavaka RÚV er á sínum stað. Þar verður rýnt í nýjar tölur þegar þær berast, spáð í spilin, rætt við stjónmálamenn og sérfræðinga. Einnig verður hægt er að fylgjast með niðurstöðum kosninganna hér á kosningavef RÚV.

 • 15. maí 2022

  Aukafréttatími í sjónvarpi

  Greint verður frá úrslitum kosninganna, rýnt í þau og helstu tíðindi næturinnar tekin saman.