Vopnafjarðarhreppur

Hnífstunga á Akureyri um síðustu helgi
Einn var fluttur á sjúkrahús vegna hnífstungu í heimahúsi á Akureyri um liðna helgi. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur verið farið fram á farbann yfir þeim sem er grunaður um verknaðinn. Rannsókninni miðar vel áfram og er á lokastigi.
„Ómögulegt að standa í vegi fyrir verkefninu“
Sveitarfélögin tvö sem standa að undirbúningi stórskipahafnar í Finnafirði bera ekki neina fjárhagslegar skuldbindingar vegna verkefnisins að sögn sveitarstjóra Langanesbyggðar. Þó gæta þurfi að umhverfi og náttúru við slíkar framkvæmdir sé ómögulegt fyrir sveitarfélögin að standa í vegi fyrir svo stóru atvinnutækifæri.
15.04.2019 - 12:52
Myndband
Segir staðsetningu Finnafjarðar einstaka
Framkvæmdastjóri þýska fyrirtækisins Bremenports segir að staðsetning Finnafjarðar sé einstök og þeir hefðu ekki getað valið betri stað í heiminum fyrir alþjóðlega stórskipahöfn. Við undirritun samninga í dag, um þróun og uppbyggingu í Finnafirði, kom fram að áætlaður undirbúnings- og hönnunarkostnaður verður tæpar 700 milljónir króna.
11.04.2019 - 18:56
Opna fyrir athugasemdir við Þverárvirkjun
Skipulagsstofnun hefur lagt fram til kynningar frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum virkjunar Þverár í Vopnafirði. Framkvæmdaraðili telur að virkjunin hafi óveruleg og staðbundin áhrif á flesta umhverfisþætti en auki raforkuöryggi á svæðinu.
26.03.2019 - 11:58
Loðnubrestur hefur skelfileg áhrif í bænum
Áhrif þess að ekkert verður úr loðnuvertíðinni eru skelfileg fyrir bæjarfélag eins og Vopnafjörð. Þetta segir Sævar Jónsson varamaður í sjómannadeild Afls starfsgreinafélags en hann hefur verið sjómaður í tæp 50 ár. 
18.03.2019 - 16:00
Ætlar að hlusta á athugasemdir íbúa
Ekki hefur verið ákveðið hvort ríkið hættir að styrkja flug til Hafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar, í samræmi við drög að stefnu ríkisins. Ráðherra segir að hlustað verði á sjónarmið íbúa. 
Eignast hlut í fleiri jörðum í Vopnafirði
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur keypt eignarhaldsfélagið Grænaþing af Jóhannesi Kristinssyni, fjárfesti. Eftir kaupin á Ratcliffe tæpan 90 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf., sem er með Selá og Hofsá í Vopnafirði á leigu. Strengur á auk þess sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða öllu leyti, Áður átti Ratcliffe tæp 35 prósent í Streng í gegnum félagið Fálkaþing. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
20.11.2018 - 07:35
Ratcliffe selur virkjunarrétt að Þverá
Jim Ratcliffe, sem hefur keypt upp íslenskar jarðir í nafni umhverfisverndar, hefur selt virkjunarrétt að Þverá í Vopnafirði. Sveitarstjórnarmaður telur að virkjunin hafi óafturkræf áhrif. Hann vill að sveitarstjórnir hætti að segja „já og amen“ þegar auðmenn vilja framkvæma á landsbyggðinni. 
07.07.2018 - 11:45
Allir möguleikar opnir á Vopnafirði
„Oddvitar framboðanna hafa ræðst við í gegnum síma en það eru ekki orðnar neinar formlegar viðræður,“ segir Stefán Grímur Rafnsson, oddviti Betra Sigtúns á Vopnafirði.
Fólksfjölgun kallar á fleiri íbúðir
Fjölgun íbúðarhúsnæðis og fjölbreytni í atvinnulífi er í forgrunni í Vopnafjarðarhreppi fyrir komandi kosningar. Samgöngumál eru einnig ofarlega í hugum margra. Sveitarstjórinn segist finna fyrir auknum áhuga íbúa á kosningunum en þrír listar eru í í framboði í sveitarfélaginu, sem telur um 655 manns.
Fyrsta síldin eftir verkfall til Vopnafjarðar
Uppsjávarskip HB Granda, Venus NS, kom til heimahafnar á Vopnafirði í morgun með fyrsta síldaraflann eftir að sjómannaverkfalli var frestað. Þetta voru 1200 tonn af síld sem fékkst í fimm holum vestur af Faxaflóa.
Vélarvana trilla dregin að bryggju
Trilla varð vélarvana út af Vopnafirði um hádegi í dag. Skipverjar höfðu samband við Landhelgisgæsluna og að sögn vaktmanns þar var ákveðið að bíða eftir björgunarskipi frá Vopnafirði þar sem engin hætta var á ferðum.
04.09.2015 - 01:15
Íbúum Norðurlands vestra fækkaði mest
Íbúum á Djúpavogi fækkaði um 48 á síðasta ári og má segja að um tíundi hver íbúi hafi flutt burt. Þetta kemur fram í nýjum mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Mest fólksfækkun var á Norðurlandi vestra sé litið til einstakra landshluta.
Erfiður markaður í Rússlandi og Úkraínu
Loðnuveiðar hafa gengið vel að undanförnu, þó bræla hafi sett strik í reikninginn síðustu sólarhringa. Vinnsla gengur vel og lofar góðu. Ófriður og erfiðleikar í Úkraínu og ástandið í Rússlandi hafa sett strik í reikninginn í markaðssetningu afurða, en aðrir markaðir eru traustir.
Erfiðara að synda allsber á Vopnafirði
„Þetta var eins og að fara á nektarströnd. Þú þurftir ekki eins sinni að vera á Evuklæðunum, þú bara lékst lausum hala,“ segir Magnús Már Þorvaldsson, íbúi á Vopnafirði.
04.02.2015 - 16:01
Sum vilja heldur fara burt í menntaskóla
Strangar samningaviðræður eru framundan milli foreldra og barna í 10. bekk grunnskólans á Vopnafirði. Til stendur að stofna framhaldsdeild á staðnum sem margir foreldrar vilja gjarnan að börnin sæki. Sum þeirra vilja heldur fara burt í menntaskóla.
31.01.2015 - 20:57
Minkabúið tómt þegar það splundraðist
Mildi þykir að minkabúið á Hrísum í Vopnafirði hafi verið tómt þegar búið splundraðist í sterkri vindhviðu á þriðjudagsmorgun. Bóndinn líkir veðrinu við sprengjuárás. Bóndinn drap síðasta minkinn tveimur dögum áður en húsið splundraðist í sterkri vindhviðu.
11.12.2014 - 12:16
Tungur eru herramannsmatur
Það fitja kannski einhverjir upp á trýnið þegar nautatungur eru borðnar á borð, en öðrum þykja þær herramannsmatur. Til að mynda hjónunum á Síreksstöðum í Vopnafirði.
Hundaskítur í sandkassa leikskólans
Börnum á leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði brá í brún þegar þau fundu hundaskít í sandkassa á leikskólalóðinni í síðustu viku. Sandra Konráðsdóttir leikskólastjóri segir að starfsmenn hafi ekki verið í vafa um að þarna hafi verið hundaskítur.
18.11.2014 - 16:19
Knúsinnrásir á Vopnafirði í dag
Í dag mega Vopnfirðingar búast við óvæntu knúsi því æskulýðsfélgið Kýros stendur fyrir vinaviku í bænum í fimmta sinn. Stefán Már Gunnlaugsson sóknarprestur í Hofsprestakalli á Vopnafirði segir uppátækið sanna að með vinahótum megi lýsa upp tilveru annars fólks.
08.10.2014 - 15:47
Leiðbeiningar um gosmengun bornar í hús
Leiðbeiningar um viðbrögð við mengun frá Holuhrauni verða bornar í hús á Austfjörðum. Brennisteins-díoxíð hefur ekki rofið heilsuverndarmörk í nótt og í morgun. Almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði fundaði í morgun vegna mengunarhættu frá eldgosinu í Holuhrauni.
Ólafur Áki sveitarstjóri á Vopnafirði
Ólafur Áki Ragnarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps og hefur störf fyrsta september næstkomandi. Í tilkynningu frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi kemur fram að full samstaða ríki innan sveitarstjórnar um ráðningu Ólafs Áka.
01.08.2014 - 08:01
Gróði minkabænda spænist upp í verðfalli
„Við setjum rassinn út í vindinn eins og hrossin gera en ef einhver er að velta því fyrir sér að þessi markaður sé að hrynja þá eru það alrangar vangaveltur,“ segir Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og minkabóndi á Akri í Vopnafirði.
30.06.2014 - 13:12
Nýr meirihluti á Vopnafirði
Betra Sigrún og K- listi félagshyggju skrifuðu í gærkvöld undir málefnasamning nýs meirihluta á Vopnafirði. Stefán Grímur Rafnsson, oddviti Betra Sigtúns, segir að fyrsta verk nýs meirihluta verði að ganga frá ráðningu sveitarstjóra.
Áætlunarflug þarf styrki til langs tíma
Heimamenn á Þórshöfn og Vopnafirði segja nauðsynlegt að binda ríkisstyrki vegna áætlunarflugs þangað til lengri tíma en eins árs í senn. Ótækt sé að þurfa á hverju ári að berjast fyrir því að tryggja þennan nauðsynlega þátt í samgöngum.