Vopnafjarðarhreppur

Forsetahjónunum vel tekið á Þórshöfn
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, eru nú í tveggja daga heimsókn í Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppi. Þau komu til Þórshafnar í morgun og fengu höfðinglegar móttökur hjá heimamönnum þar.
Vopnfirðingar ekki lengur á varaafli
Vopnafirðingar þurfa ekki lengur að nota varaafl því viðgerð lauk á Vopnafjarðarlínu í gær. Línan hafði þá verði úti frá því á aðfaranótt sunnudags. Þegar viðgerðarmenn frá Landsneti freistuðu þess að gera við línuna á sunnudag sluppu þeir naumlega frá snjóflóði. Ekki reyndist unnt að komast á Hellisheiði eystri að biluninni fyrr en í gær þegar unnt var að fljúga með viðgerðarmenn í þyrlu Landhelgisgæslunnar.
18.02.2021 - 07:40
Flogið með Vopnafjarðarlínuviðgerðamenn í þyrlu
Flogið verður með viðgerðarmenn í þyrlu á Hellisheiði eystri í dag svo unnt verði að gera við bilun í Vopnafjarðarlínu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti ætti rafmagn að vera komið á að nýju um sexleytið í kvöld. Vopnafjörður hefur verið knúinn með varaafli frá því aðfaranótt sunnudags þegar bilun kom upp í tengilínu.
17.02.2021 - 11:58
Komust ekki til viðgerða á Vopnafjarðarlínu
Ekki reyndist unnt að koma viðgerðarliði á Hellisheiði eystri þar sem skemmdir urðu á Vopnafjarðarlínu á sunnudag. Línumenn Landsnets sluppu naumlega undan snjóflóði á sunnudag þegar þeir voru að gera við slitna festingu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að vegna veðurs hafi ekki verið unnt að fljúga með viðgerðarmenn í þyrlu í gær.
17.02.2021 - 08:14
Hnífstunga á Akureyri um síðustu helgi
Einn var fluttur á sjúkrahús vegna hnífstungu í heimahúsi á Akureyri um liðna helgi. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur verið farið fram á farbann yfir þeim sem er grunaður um verknaðinn. Rannsókninni miðar vel áfram og er á lokastigi.
„Ómögulegt að standa í vegi fyrir verkefninu“
Sveitarfélögin tvö sem standa að undirbúningi stórskipahafnar í Finnafirði bera ekki neina fjárhagslegar skuldbindingar vegna verkefnisins að sögn sveitarstjóra Langanesbyggðar. Þó gæta þurfi að umhverfi og náttúru við slíkar framkvæmdir sé ómögulegt fyrir sveitarfélögin að standa í vegi fyrir svo stóru atvinnutækifæri.
15.04.2019 - 12:52
Myndband
Segir staðsetningu Finnafjarðar einstaka
Framkvæmdastjóri þýska fyrirtækisins Bremenports segir að staðsetning Finnafjarðar sé einstök og þeir hefðu ekki getað valið betri stað í heiminum fyrir alþjóðlega stórskipahöfn. Við undirritun samninga í dag, um þróun og uppbyggingu í Finnafirði, kom fram að áætlaður undirbúnings- og hönnunarkostnaður verður tæpar 700 milljónir króna.
11.04.2019 - 18:56
Opna fyrir athugasemdir við Þverárvirkjun
Skipulagsstofnun hefur lagt fram til kynningar frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum virkjunar Þverár í Vopnafirði. Framkvæmdaraðili telur að virkjunin hafi óveruleg og staðbundin áhrif á flesta umhverfisþætti en auki raforkuöryggi á svæðinu.
26.03.2019 - 11:58
Loðnubrestur hefur skelfileg áhrif í bænum
Áhrif þess að ekkert verður úr loðnuvertíðinni eru skelfileg fyrir bæjarfélag eins og Vopnafjörð. Þetta segir Sævar Jónsson varamaður í sjómannadeild Afls starfsgreinafélags en hann hefur verið sjómaður í tæp 50 ár. 
18.03.2019 - 16:00
Ætlar að hlusta á athugasemdir íbúa
Ekki hefur verið ákveðið hvort ríkið hættir að styrkja flug til Hafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar, í samræmi við drög að stefnu ríkisins. Ráðherra segir að hlustað verði á sjónarmið íbúa. 
Eignast hlut í fleiri jörðum í Vopnafirði
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur keypt eignarhaldsfélagið Grænaþing af Jóhannesi Kristinssyni, fjárfesti. Eftir kaupin á Ratcliffe tæpan 90 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf., sem er með Selá og Hofsá í Vopnafirði á leigu. Strengur á auk þess sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða öllu leyti, Áður átti Ratcliffe tæp 35 prósent í Streng í gegnum félagið Fálkaþing. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
20.11.2018 - 07:35
Ratcliffe selur virkjunarrétt að Þverá
Jim Ratcliffe, sem hefur keypt upp íslenskar jarðir í nafni umhverfisverndar, hefur selt virkjunarrétt að Þverá í Vopnafirði. Sveitarstjórnarmaður telur að virkjunin hafi óafturkræf áhrif. Hann vill að sveitarstjórnir hætti að segja „já og amen“ þegar auðmenn vilja framkvæma á landsbyggðinni. 
07.07.2018 - 11:45
Allir möguleikar opnir á Vopnafirði
„Oddvitar framboðanna hafa ræðst við í gegnum síma en það eru ekki orðnar neinar formlegar viðræður,“ segir Stefán Grímur Rafnsson, oddviti Betra Sigtúns á Vopnafirði.
Fólksfjölgun kallar á fleiri íbúðir
Fjölgun íbúðarhúsnæðis og fjölbreytni í atvinnulífi er í forgrunni í Vopnafjarðarhreppi fyrir komandi kosningar. Samgöngumál eru einnig ofarlega í hugum margra. Sveitarstjórinn segist finna fyrir auknum áhuga íbúa á kosningunum en þrír listar eru í í framboði í sveitarfélaginu, sem telur um 655 manns.
Fyrsta síldin eftir verkfall til Vopnafjarðar
Uppsjávarskip HB Granda, Venus NS, kom til heimahafnar á Vopnafirði í morgun með fyrsta síldaraflann eftir að sjómannaverkfalli var frestað. Þetta voru 1200 tonn af síld sem fékkst í fimm holum vestur af Faxaflóa.
Vélarvana trilla dregin að bryggju
Trilla varð vélarvana út af Vopnafirði um hádegi í dag. Skipverjar höfðu samband við Landhelgisgæsluna og að sögn vaktmanns þar var ákveðið að bíða eftir björgunarskipi frá Vopnafirði þar sem engin hætta var á ferðum.
04.09.2015 - 01:15
Íbúum Norðurlands vestra fækkaði mest
Íbúum á Djúpavogi fækkaði um 48 á síðasta ári og má segja að um tíundi hver íbúi hafi flutt burt. Þetta kemur fram í nýjum mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Mest fólksfækkun var á Norðurlandi vestra sé litið til einstakra landshluta.
Erfiður markaður í Rússlandi og Úkraínu
Loðnuveiðar hafa gengið vel að undanförnu, þó bræla hafi sett strik í reikninginn síðustu sólarhringa. Vinnsla gengur vel og lofar góðu. Ófriður og erfiðleikar í Úkraínu og ástandið í Rússlandi hafa sett strik í reikninginn í markaðssetningu afurða, en aðrir markaðir eru traustir.
Erfiðara að synda allsber á Vopnafirði
„Þetta var eins og að fara á nektarströnd. Þú þurftir ekki eins sinni að vera á Evuklæðunum, þú bara lékst lausum hala,“ segir Magnús Már Þorvaldsson, íbúi á Vopnafirði.
04.02.2015 - 16:01
Sum vilja heldur fara burt í menntaskóla
Strangar samningaviðræður eru framundan milli foreldra og barna í 10. bekk grunnskólans á Vopnafirði. Til stendur að stofna framhaldsdeild á staðnum sem margir foreldrar vilja gjarnan að börnin sæki. Sum þeirra vilja heldur fara burt í menntaskóla.
31.01.2015 - 20:57
Minkabúið tómt þegar það splundraðist
Mildi þykir að minkabúið á Hrísum í Vopnafirði hafi verið tómt þegar búið splundraðist í sterkri vindhviðu á þriðjudagsmorgun. Bóndinn líkir veðrinu við sprengjuárás. Bóndinn drap síðasta minkinn tveimur dögum áður en húsið splundraðist í sterkri vindhviðu.
11.12.2014 - 12:16
Tungur eru herramannsmatur
Það fitja kannski einhverjir upp á trýnið þegar nautatungur eru borðnar á borð, en öðrum þykja þær herramannsmatur. Til að mynda hjónunum á Síreksstöðum í Vopnafirði.
Hundaskítur í sandkassa leikskólans
Börnum á leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði brá í brún þegar þau fundu hundaskít í sandkassa á leikskólalóðinni í síðustu viku. Sandra Konráðsdóttir leikskólastjóri segir að starfsmenn hafi ekki verið í vafa um að þarna hafi verið hundaskítur.
18.11.2014 - 16:19
Knúsinnrásir á Vopnafirði í dag
Í dag mega Vopnfirðingar búast við óvæntu knúsi því æskulýðsfélgið Kýros stendur fyrir vinaviku í bænum í fimmta sinn. Stefán Már Gunnlaugsson sóknarprestur í Hofsprestakalli á Vopnafirði segir uppátækið sanna að með vinahótum megi lýsa upp tilveru annars fólks.
08.10.2014 - 15:47
Leiðbeiningar um gosmengun bornar í hús
Leiðbeiningar um viðbrögð við mengun frá Holuhrauni verða bornar í hús á Austfjörðum. Brennisteins-díoxíð hefur ekki rofið heilsuverndarmörk í nótt og í morgun. Almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði fundaði í morgun vegna mengunarhættu frá eldgosinu í Holuhrauni.