Vinstrihreyfingin grænt framboð

Líst mjög illa á fimm flokka stjórn
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að eins og staðan er í dag séu stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn ekki á borðinu. Honum líst mjög illa á fimm flokka ríkisstjórn.
Bjarni Benediktsson mættur til Katrínar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, er mættur til fundar hjá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, í Alþingishúsinu. Þetta er síðasti boðaði fundur dagsins, en áður ræddi Katrín við formenn annarra flokka sem eiga sæti á Alþingi.
Segir að úrslitin eigi eftir að koma á óvart
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að úrslitin í kosningunum á morgun eigi eftir að koma óvart. Stjórnarflokkarnir séu að sækja í sig veðrið enda sjái allir að staðan í efnahagsmálum sé góð. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að þótt staðan sé góð sé ljóst að innviðirnir hafi setið eftir.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur skv. könnun MMR
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst.
Kosningaumræður ungliðahreyfinganna
Í þessum þætti Öruggu kynslóðarinnar ræða Ung Vinstri Græn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir Píratar um kosningarnar framundan og þá sérstaklega þau mál sem snerta ungt fólk.
Ögmundur kvaddi Alþingi
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, kvaddi Alþingi í gær eftir 21 ár af þingmennsku. Ögmundur tók sæti á Alþingi árið 1995 fyrir Alþýðubandalagið og óháða. Hann var heilbrigðisráðherra árið 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2010 og innanríkisráðherra á árunum 2011 til 2013.
Lilja Rafney leiðir VG í Norðvesturkjördæmi
Lilja Rafney Magnúsdóttir skipar efsta sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Bjarni Jónsson úr Skagafirði skipar annað sætið, Dagný Rósa Úlfarsdóttir það þriðja og Rúnar Gíslason er í fjórða sæti.
Fáar konur í forystu til Alþingis
Fjórðungur efstu sæta framboðslista Sjálfstæðisflokks er skipaður konum. í efstu þremur sætum í öllum kjördæmum. Kynjahlutföll eru jöfn hjá Viðreisn og Vinstri grænum. Kona leiðir aðeins einn lista af sex hjá Sjálfstæðisflokki og Dögun.
Rósa Björk leiðir VG í suðvesturkjördæmi
Kjördæmisráð Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í suðvesturkjördæmi samþykkti í gærkvöld framboðslistann fyrir komandi alþingiskosningar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiðir listann og tekur þar með við af Ögmundi Jónassyni sem oddviti flokksins í kjördæminu. Ólafur Þór Gunnarsson verður í öðru sæti.
Katrín: Ríkisstjórn týndu tækifæranna
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að auðvitað væri margt frábært á Íslandi og margt hefði lagst á gæfusveif með landinu. Engu að síður væri fólk ekki sátt og það mætti meðal annars rekja til óheiðarleika enda væri enginn ánægður þegar hann sæi ráðamenn fara með blekkingar og ósannindi.
Lilja Rafney leiðir VG í Norðvesturkjördæmi
Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona verður efst á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, í komandi kosningum. Niðurstöður forvals í kjördæminu voru talin og kynnt í kvöld. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðvesturlands og sveitarstjórnarmaður í Skagafirði (og sonur Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra), veitti henni harða samkeppni og vermir annað sæti listans. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, grunnskólakennari í Höfðaskóla á Skagaströnd verður í þriðja sæti.
Katrín og Svandís leiða í Reykjavík
Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir leiða lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Stjórn flokksins samþykkti tillögu uppstillingarnefndar í kvöld.
Opin fyrir uppboðsleið
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, telur sjávarútvegsmálin verða ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. VG hefur talað fyrir blandaðri leið. Katrín segist vera opin fyrir uppboðsleið í sjávarútvegi.
Ari Trausti oddviti VG í Suðurkjördæmi
Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur verður oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi vegna komandi Alþingiskosninga. Uppstillinganefnd samþykkti þetta í Selinu á Selfossi í dag.
Framboðslistar klárir í næsta mánuði
Undirbúningur fyrir þingkosningar í haust er langt kominn hjá öllum stjórnmálaflokkum. Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi birti í dag lista yfir þá tíu sem bjóða sig fram í prófkjöri flokksins 3. september. Prófkjör flokksins verða í þremur kjördæmum til viðbótar sama dag. Prófkjörum Pírata verður öllum lokið um helgina. Fréttastofa tók saman hversu langt flokkarnir eru komnir fyrir komandi kosningar.
Fylgi Pírata aldrei mælst meira
Fylgi Pírata mælist nú rúm 36 prósent og hefur aldrei verið meira samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Afar litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna milli mánaða eða á bilinu 0,1-1,1 prósentustig
VG ályktar gegn matarsóun verslana
Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs sendi frá sér ályktun í gær, þar sem skorað er á alþingi að fylgja fordæmi neðri deildar franska þingsins, og leggja bann við óábyrgri sóun matvöruverslana, þar sem gífurlegu magni matvæla sé hent reglulega, sem þó gætu komið að góðum notum víða, meðan margir í heiminum búi við hungur og skort.
VG: Vegið að rammaáætlun
Flokksráð VG samþykkti á fundi sínum í gær ályktun, þar sem fyrirhugaðar breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnar rammáætlunar eru harðlega fordæmdar. Í ályktun flokksráðsins segir að breytingarnar séu augljóslega gerðar í því skyni að hafa að engu niðurstöðu rammaáætlunar 2. Breytingarnar gefi Landsvirkjun færi á að krefjast endurmats á virkjanakostum svæða sem eru í verndunarflokki, með það að markmiði að færa einhver þeirra í nýtingarflokk.
Katrín Jakobsdóttir vill kosningabandalag
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar, Græns framboðs, hyggst bera það undir flokksmenn á flokksráðsfundi um helgina, hvort leita skuli eftir formlegri samstarfsyfirlýsingu núverandi stjórnarandstöðuflokka fyrir næstu kosningar, þar sem því er heitið að þeir muni vinna saman eftir kosningarnar. Fréttatíminn greinir frá þessu og hefur eftir Katrínu að þetta sé hugmynd að einskonar kosningabandalagi.
Kosningabandalag kemur til greina
Vinstriöflin verða að styrkja sig og að því leyti kæmi kosningabandalag til greina, segir formaður Vinstri grænna. Stjórnmálin hafi færst til undanfarna áratugi og nauðsynlegt sé að takast á við afleiðingar nýfrjálshyggju.
Sest á Alþingi í fyrsta sinn
Ingibjörg Þórðardóttir, annar varaþingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, tók sæti á Alþingi í dag í fjarveru Steingríms J. Sigfússonar. Ingibjörg hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og undirritaði því drengskaparheit að stjórnarskránni.
Píratar stærstir fimmta mánuðinn í röð
Píratar mælast stærsti stjórnmálaflokkurinn fimmta mánuðinn í röð. Flokkurinn hefur 33% fylgi og hefur því dalað örlítið frá því sem það var hæst, 34%. Ríkisstjórnin bætir við sig fylgi frá síðustu MMR-könnun. Stuðningur við stjórnina mælist 34,4% en var 33,2% í júlí.
Píratar með mest fylgi 4. mánuðinn í röð
Píratar mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn fjórða mánuðinn í röð. Fylgi flokksins mælist stöðugt. Ríkisstjórnin nýtur 36 prósenta stuðnings.
"Mikilvægt að ýta hjólunum af stað aftur"
Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist vilja skoða það hvort ekki eigi að setja fleiri virkjanakosti í biðflokk. Þetta kom fram í Morgunútgáfunni í morgun þar sem þær Svandís Svavarsdóttir ræddu ákvörðun atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta í nýtingaflokk.
Gagnrýnir skýrslu um hatursorðræðu
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, telur að draga megi í efa niðurstöðu nýlegrar skýrslu um hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra fjölmiðla. Fulltrúar annarra flokka fagna skýrslunni sem mikilvægu framlagi til greiningar hatursorðræðu.