Vinstrihreyfingin grænt framboð

"Fólk treystir ekki stjórnmálamönnum“
„Fólk treystir ekki stjórnmálamönnum" segir Katrín Jakobsdóttir í viðtali við breska blaðið The Guardian og segir brýnt að breyta því. Þá segir hún marga á vinstri vængnum enn vera henni reiða fyrir að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, þeim tveimur flokkum, sem flæktastir eru í hneykslismálin sem felldu tvær síðustu ríkisstjórnir, eins og segir í frétt blaðsins. Katrín er engu að síður sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að ganga til samstarfs við þessa flokka.
Varaformaður VG segir Sigríði varla vært
Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra eigi að víkja ef skoðun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Umboðsmanns Alþingi á lögbrotum hennar kemur illa út. Mikilvægt sé að setja reglur um viðbrögð ráðherra við svona aðstæðum
Leiðtogaprófkjör og flokksráðsfundur
Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík hófst klukkan tíu og er kosið á fjórum stöðum í borginni.
10 flokkar fram í borginni í vor
Dagur B. Eggertsson er eini upphaflegi oddvitinn í borgarstjórn frá kosningum 2014 sem ætlar að gefa kost á sér til endurkjörs í Reykjavík. Að minnsta kosti 10 flokkar ætla að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum sem verða eftir tæpa fimm mánuði. Ýmsir spá því að fleiri framboð eigi eftir koma fram.
Ný ríkisstjórn vinsæl
Nærri fjórir af hverjum fimm kjósendum styðja ríkisstjórnina ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru lang stærstu flokkar landsins.
Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag
Ný ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur tekur við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðdegis í dag. Katrín og formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, undirrita nýjan stjórnarsáttmála í Listasafni Íslands klukkan tíu fyrir hádegi. Í framhaldinu verður stjórnarsáttmálinn kynntur og ráðherraefnin þar á eftir. Katrín verður forsætisráðherra, sem fyrr segir, og Bjarni fjármálaráðherra.
Viðtöl
Ný ríkisstjórn tekur við á morgun
Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna undirrita nýjan stjórnarsáttmála í Listasafni Íslands í fyrramálið klukkan tíu. Flokksstofnanir flokkanna samþykktu nýjan stjórnarsáttmála á fundum í kvöld. Það var átakafundur hjá Vinstri grænum og nokkur andstaða við samstarfið en nær engin hjá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki.
Viðtal
Átakafundur í flokksráði Vinstri grænna
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist mjög ánægð með þann stuðning sem málefnasamningur flokkanna þriggja fékk í flokksráði Vinstri grænna í kvöld. Hún segir að þetta hafi verið átakafundur en niðurstaðan skýr. 75 studdu stjórnarsáttmálann, fimmtán höfnuðu honum en þrír skiluðu auðu. Katrín verður forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn.
Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann
Flokksráð Vinstri hreyfingarinnar græns framboð samþykkti í kvöld stjórnarsáttmála flokksins, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með 75 atkvæðum gegn fimmtán, þrír skiluðu auðu. Nokkrir félagsmenn sögðu skilið við flokkinn vegna samstarfsins.
Viðtal
Ætla að hafna málefnasamningi flokkanna
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, ætla ekki að greiða atkvæði með nýjum málefnasamningi Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins. Andrés Ingi segir lítið nýtt í nýjum samningi flokkanna.
Enn er allt ófrágengið um skiptingu ráðuneyta
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að Sjálfstæðismenn fái fleiri ráðherrastóla í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar ef Katrín Jakosdóttir verður forsætisráðherra. Hún hefur ekki hug á að fjölga ráðherrum eða ráðuneytum í þeirri ríkisstjórn.
„Stærstir þrátt fyrir hneykslismál“
Erlendir fjölmiðlar tala um varnarsigur Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir hneykslismál í umfjöllun sinni um kosningaúrslitin í nótt. Þá er fjallað um ástæður þess að Íslendingar gengu að kjörborðinu öðru sinni á innan við ári.
Fjórðungur hyggst kjósa Sjálfstæðisflokkinn
Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur nærri fjórðungs fylgi í landsvísu í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Könnunin er birt í Morgunblaðinu í dag. Vinstri græn eru næst stærst með rúman fimmtung atkvæða, þá Samfylkingin með rúm 15 prósent, Miðflokkurinn hlýtur rúmlega níu prósenta fylgi, Píratar tæp níu prósent, Viðreisn rúm átta og Framsóknarflokkurinn um átta prósent. Þessir sjö flokkar ná mönnum inn á þing miðað við niðurstöður könnunarinnar.
Katrín og Svandís leiða í Reykjavíkurkjördæmum
Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samþykkti í kvöld tillögu kjörnefndar um frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Sitjandi alþingismenn eru í þremur efstu sætunum í Reykjavíkurkjördæmi Norður og í tveimur efstu í Reykjavík Suður.
Rósa og Ólafur efst á lista VG
Ólafur Þór Gunnarsson vann baráttuna um annað sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiðir listann áfram. Þetta lá ljóst fyrir eftir forval sem var haldið í kvöld.
Ari Trausti leiðir lista VG í Suðurkjördæmi
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður, verður aftur oddviti VG í Suðurkjördæmi. Efstu fjögur sæti listans eru óbreytt frá Alþingiskosningunum í fyrra en stillt var upp á listann og samþykktur á fundi kjördæmisráðs á Selfossi.
„Athafnir hafa ekki fylgt orðum“
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn ætli sér stærri hlut í sveitarstjórnarkosningunum í vor, enda hafi ekki gengið eins vel þar og á landsvísu. Katrín gagnrýndi samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í ræðu sinni á flokksráðsfundi Vinstri grænna í morgun.
Björn Valur hættir sem varaformaður
Björn Valur Gíslason hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til varaformennsku á komandi landsfundi VG. Björn Valur hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2013 þegar forystuskipti urðu í flokknum. Í færslu á bloggsíðu sinni segir Björn að hann hafi ákveðið að draga sig að mestu í hlé frá pólitískum störfum eftir áratuga afskipti af stjórnmálum. „Þá tel ég mikilvægt að félagar í hreyfingunni hafi kost á að undirbúa framboð til varaformanns með góðum fyrirvara.“
Vinstri og hægri ekki úrelt hugtök í pólitík
Vinstri og hægri eru ekki úrelt hugtök í stjórnmálum. Þetta segir formaður Vinstri grænna. Vinstristefnan geti verið lausn á helstu viðfangsefnum samtímans, svo sem vaxandi ójöfnuði, loftlagsbreytingum og áskorunum í lýðræðislegri umræðu.
Segir stjórnarliða vilja hlutast til um valið
Enginn í hópi stjórnarandstæðinga á Alþingi gegnir formennsku eða varaformennsku í þeim þingnefndum sem héldu fyrstu fundi sína í morgun. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstæðingum hafi staðið til boða formennska í þingnefndum en stjórnarliðar hafi hins vegar viljað hlutast til um það hverjir úr röðum stjórnarandstæðinga yrðu valdir og það gangi ekki upp.
Skipa á formenn nefnda eftir þingstyrk
Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að samkvæmt þingskaparlögum beri að semja um formennsku í nefndum á grundvelli þingstyrks. Það þýði að jafnmargir formenn eigi að koma úr minnihluta og meirihluta. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að örugglega verði skipað í nefndir á grundvelli þingskaparlaga.
Katrín skilar stjórnarmyndunarumboðinu
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til forseta Íslands þegar hún kom til Bessastaða klukkan tíu í morgun. Katrín tilkynnti þetta á blaðamannafundi eftir að hafa hitt Guðna Th. Jóhannesson forseta.
Katrín: Línur skýrast á morgun
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir fundi með formönnum annarra þingflokka í dag hafa skýrt stöðuna og gefa mynd af því hvað sameinar flokkana og hvað sundrað. Hún er bjartsýn á að ná að mynda fjölflokka ríkisstjórn en er raunsæ á að það geti verið erfiðleikum bundið.
Líst mjög illa á fimm flokka stjórn
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að eins og staðan er í dag séu stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn ekki á borðinu. Honum líst mjög illa á fimm flokka ríkisstjórn.
Bjarni Benediktsson mættur til Katrínar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, er mættur til fundar hjá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, í Alþingishúsinu. Þetta er síðasti boðaði fundur dagsins, en áður ræddi Katrín við formenn annarra flokka sem eiga sæti á Alþingi.