Vinstrihreyfingin grænt framboð
„Undan hvaða steini skreið Miðflokkurinn?“
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, gerði alvarlegar athugasemdir við málflutning þingmanna Miðflokksins um loftslagsmál og borgarlínuna. Málin voru rædd á Alþingi í gær. Hann sagðist í framhaldinu hafa velt því fyrir sér „undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið.“
06.05.2020 - 15:44
Segir einn flokk „halda lýðræðinu í uppnámi“
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir óásættanlegt að einn flokkur geti tekið sér stöðu og haldið löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi, og vísar þar til málþófs Miðflokksmanna í umræðum um þriðja orkupakkann. Hún segir að þingið hafi verið afkastamikið og mörg góð mál bíði.
29.05.2019 - 20:14
Píratar ósáttir við verklag í þingsal
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra á Alþingi í dag hvort fleiri þingmenn og ráðherrar þurfi ekki að taka þátt í málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann til þess að leiðrétta rangfærslur. Forsætisráðherra benti á að umræður hafi staðið yfir í langan tíma þar sem allir flokkar hafi komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Fleiri þingmenn Pírata lýstu yfir óánægju sinni við störf forseta Alþingis.
27.05.2019 - 16:06
Þingmenn fóru í nærri 1000 flugferðir í fyrra
Tveir þingmenn Vinstri grænna flugu mest allra þingmanna í fyrra. Formaður atvinnuveganefndar flaug innanlands fyrir rúmar tvær milljónir. Alls fóru þingmenn í nærri 1000 flugferðir árið 2018. Innanlandsflugferðir voru tæplega sex hundruð, langflestar hjá landsbyggðarþingmönnum.
15.05.2019 - 17:43
Loftslagsbreytingar ógn við jöfnuð
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stóru áskoranirnar séu að tryggja velsæld og jöfnuð á tímum þar sem vitað er að loftslagsbreytingar muni hafa áhrif á samfélagið.
09.02.2019 - 13:30
Nýr varaformaður VG í haust
Edward Hákon Huijbens varaformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tilkynnti í ræðu sinni á flokksráðsfundi VG í Grand hóteli að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs á landsfundi flokksins í haust.
08.02.2019 - 18:58
Varaforsetar byrjaðir að vinna í Klausturmáli
Nýir varaforsetar Alþingis, Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson, hafa nú formlega tekið við Klausturmálinu og fengið afhent gögn. Upptökurnar af Klaustri eru ekki þar á meðal.
25.01.2019 - 16:30
Ætla í Þjórsárdal að mótmæla heræfingu
Félagar í Vinstri grænum ætla að gera sér ferð í Þjórsárdal um næstu helgi til að mótmæla varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins. Forsætisráðherra neitar því að mótmælin séu henni óþægileg. Þátttaka í ríkisstjórn skerði ekki tjáningarfrelsi fólks.
13.10.2018 - 19:40
Vilja að hætt verði við heræfingu
Flokksráð Vinstri grænna samþykkti í hádeginu tillögu að ályktun um að aflýst verði fyrirhuguðum heræfingum hér á landi. Tíu ályktanir eru til umræðu á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í gær. Stefán Pálsson er fulltrúi í flokksráði Vinstri grænna.
13.10.2018 - 12:35
Katrín segir flokkinn hafa tekið áhættu
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar leggja á mánudag fram fimm frumvörp sem er ætlað að efla upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Forsætisráðherra gerir sér vonir um að mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem varðar réttindi barna og felur í sér endurskoðun á lögum um umboðsmann barna og að efnt verði til barnaþings annað hvert ár. Svokallaður þjóðarsjóður með arðgreiðslum frá Landsvirkjun verður notaður í uppbyggingu hjúkrunarrýma og aukna fjárfestingu í nýsköpun.
12.10.2018 - 19:04
Samfylking og VG fá endurtalningu
Tvö framboð í Hafnarfirði hafa farið fram á endurtalningu atkvæða eftir kosningarnar í gær. Það eru Samfylking og Vinstri græn, en það munaði einungis nokkrum atkvæðum á að Samfylking næði öðrum manni inn í bæjarstjórn og að VG næði inn manni. Formaður yfirkjörstjórnar Hafnarfjarðar ákvað að verða við óskinni og segir að það verði talið aftur á morgun.
27.05.2018 - 15:47
Meirihlutinn heldur í borginni
Sjö flokkar fá fulltrúa í borgarstjórn reynist niðurstöður sköðanakönnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is réttar. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata heldur velli samkvæmt könnuninni.
25.05.2018 - 04:41
Átta flokkar fá borgarfulltrúa
Átta flokkar hljóta borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er með svipað fylgi í könnuninni og síðustu kosningum, tæp 32 prósent, og dugir það til þess að ná átta mönnum inn í borgarstjórn.
23.05.2018 - 04:08
Sameinast um aðgerðir í umhverfismálum
Oddvitar Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu kynntu í dag áherslur í umhverfismálum. Þau vilja aukið val í samgöngum og boða átak í uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla.
22.05.2018 - 22:19
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi á Akureyri samkvæmt nýrri könnun, tæp 29%. Hann fengi fjóra bæjarfulltrúa og bætir við sig einum. Framsóknarflokkur tapar einum bæjarfulltrúa og Miðflokkurinn næði inn manni.
09.05.2018 - 09:28
Sjö flokkar í framboði á Akureyri
Sjö stjórnmálaflokkar hafa skilað inn framboðslistum á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningar. Yfirkjörstjórn yfirfór öll gögn í gær. Píratar og Miðflokkurinn að bjóða fram í fyrsta sinn til sveitarstjórnar á Akureyri.
06.05.2018 - 13:10
Bjarki leiðir lista VG í Mosfellsbæ
Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Vinstri græn náðu einum manni kjörnum í síðustu kosningum og hafa starfað með Sjálfstæðisflokki í meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
20.04.2018 - 06:29
Nám í „landsbyggðarlækningum“ í skoðun
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ástandið á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni sé alvarlegt og mikilvægt sé að fulltrúar stjórnvalda niður með stjórnendum þeirra og læknum. Meðal annars sé verið að skoða hvort koma eigi upp sérstöku námi í landsbyggðarlækningum.
25.03.2018 - 07:21
Líf efst hjá Vinstri grænum í Reykjavík
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður í efsta sæti á lista Vinstri grænna til borgarstjórnar í Reykjavík í kosningunum í vor. Listinn var samþykktur á félagsfundi flokksins í kvöld. Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi verður í öðru sæti og Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð í því þriðja. Heiðurssæti listans skipar Gunnsteinn Gunnarsson, barna- og unglingageðlæknir.
22.03.2018 - 21:59
Sóley Björk leiðir lista VG á Akureyri
Framboðslisti Vinstri grænna fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akureyri í vor var samþykktur á félagsfundi í kvöld. Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi skipar efsta sætið, Jana Salóme Ingibjargar Jósepfsdóttir söngkona skipar annað sætið og Edward H. Huijbens prófessor það þriðja.
06.03.2018 - 23:45
"Fólk treystir ekki stjórnmálamönnum“
„Fólk treystir ekki stjórnmálamönnum" segir Katrín Jakobsdóttir í viðtali við breska blaðið The Guardian og segir brýnt að breyta því. Þá segir hún marga á vinstri vængnum enn vera henni reiða fyrir að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, þeim tveimur flokkum, sem flæktastir eru í hneykslismálin sem felldu tvær síðustu ríkisstjórnir, eins og segir í frétt blaðsins. Katrín er engu að síður sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að ganga til samstarfs við þessa flokka.
10.02.2018 - 02:42
Varaformaður VG segir Sigríði varla vært
Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra eigi að víkja ef skoðun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Umboðsmanns Alþingi á lögbrotum hennar kemur illa út. Mikilvægt sé að setja reglur um viðbrögð ráðherra við svona aðstæðum
27.01.2018 - 18:20
Leiðtogaprófkjör og flokksráðsfundur
Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík hófst klukkan tíu og er kosið á fjórum stöðum í borginni.
27.01.2018 - 11:10
10 flokkar fram í borginni í vor
Dagur B. Eggertsson er eini upphaflegi oddvitinn í borgarstjórn frá kosningum 2014 sem ætlar að gefa kost á sér til endurkjörs í Reykjavík. Að minnsta kosti 10 flokkar ætla að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum sem verða eftir tæpa fimm mánuði. Ýmsir spá því að fleiri framboð eigi eftir koma fram.
03.01.2018 - 15:02
Ný ríkisstjórn vinsæl
Nærri fjórir af hverjum fimm kjósendum styðja ríkisstjórnina ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru lang stærstu flokkar landsins.
06.12.2017 - 05:26