Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháð

VG vill áfram í stjórn
Tveggja daga landsfundi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, undir yfirskriftinn Saman til framtíðar lauk í dag. Í ályktun landsfundar er lögð á það áhersla að VG leiði ríkisstjórn áfram eftir kosningar í haust.
Stjórnarmyndarviðræður hefjast eftir helgi
Píratar funda innbyrðis í dag um fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður en ekki er gert ráð fyrir að þær hefjist formlega fyrr en eftir helgina. Formaður Vinstri grænna segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi breyst frá þeim viðræðum sem áttu sér stað milli miðju- og vinstriflokkanna fimm, en formaður Bjartrar framtíðar telur líkur á málamiðlunum fara vaxandi.
Þrjú framboð á móti aðild Íslands að NATO
Alþýðufylkingin, Húmanistaflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð eru á móti veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Björt framtíð, Dögun og Píratar hafa ekki tekið afstöðu til aðildar.
Meirihlutaviðræður á lokametrunum
Málefnasamningar nýrra meirihluta á Akureyri, Hafnarfirði og Reykjavík eru á lokametrunum. Allt gott en lítið er að frétta af meirihlutaviðræðum í Reykjavík að sögn Dags B. Eggertssonar leiðtoga Samfylkingarinnar í borginni.