Viðskipti

Skattakóngur Íslands með tæpar 118 milljónir á mánuði
Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Þar eru birtar upplýsingar um útsvarsskyldar tekjur um 4000 Íslendinga árið 2021. Blaðið áréttar sérstaklega að upphæðin þurfi ekki að endurspegla föst laun viðkomandi heldur séu þetta eingöngu útsvarsskyldar tekjur. Frjáls verslun flokkar skattgreiðendur eftir starfssviðum. Þar er meðal annars að finna forstjóra, endurskoðendur, presta, fasteignasala, íþróttamenn og áhrifavalda.
18.08.2022 - 11:45
Spá frekari stýrivaxtahækkunum
Greining Íslandsbanka spáir 0,75% stýrivaxtahækkun í ágúst. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður 24. ágúst. Gangi spá Íslandsbanka eftir verða vextirnir þá orðnir 5,5%. Þeir hafa ekki verið hærri frá árslokum 2016.
Nokkur skortur á vinnuafli vestanhafs
Um gjörvöll Bandaríkin leita fyrirtæki stór og smá að starfsfólki. Störfin eru fleiri en fólkið sem getur sinnt þeim en talið er að fjöldinn allur hafi ákveðið að fara snemma á eftirlaun í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ströng innflytjendalöggjöf bætir heldur ekki úr skák.
Bandaríkjamenn hyggjast auka enn viðskipti við Taívan
Bandaríkjastjórn hyggst auka enn á viðskipti við eyríkið Taívan í ljósi ögrandi framferðis Kínverja. Hvíta húsið greindi frá þessum fyrirætlunum í gær og að Bandaríkin hygðust auka nærveru sína á svæðinu.
Meira en hundrað manns lentu í klóm netsvikara
Meira en hundrað manns skráðu sig inn á svikasíður sem netsvindlarar settu upp í nafni Landsbankans í síðasta mánuði. Svindlurunum tókst að svíkja rúmlega þrjár milljónir út úr þrjátíu þeirra. Vonast er til að hægt verði að endurheimta stóran hluta fjárins. Þetta segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs bankans. Svo virðist sem svindlararnir hafi keypt sig inn í leitarvélar, svo skuggasíða þeirra kom upp á undan síðu Landsbankans.
12.08.2022 - 12:42
Kaup Ardian raski samkeppni á fjarskiptamarkaði
Samkeppniseftirlitið hefur framkvæmt svokallað markaðspróf vegna fyrirhugaðra kaupa franska fjárfestingarsjóðsins Ardian á Mílu, dótturfyrirtæki Símans. Í prófinu fólst meðal annars að kalla eftir sjónarmiðum frá hagsmunaaðilum á fjarskiptamarkaði um kaupin og fram komnar tillögur Ardian um breytingar á viðskiptunum.
10.08.2022 - 12:13
Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar
Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar 31. ágúst. Fundurinn er haldinn að kröfu félagsins Gaia Invest sem keypti nýverið ríflega 16% hlut í félaginu.
04.08.2022 - 17:08
Fyrsta kornflutningaskipið hélt frá Úkraínu í morgun
Flutningaskip hlaðið korni sigldi úr höfn í Odessa, það fyrsta síðan í febrúar. Einn auðugasti kaupsýslumaður Úkraínu fórst í sprengjuárás á borgina Mykolaiv, sunnanvert í landinu. Skrifstofa forseta Úkraínu segir atlögu Rússa hafa beinst sérstaklega að honum.
Hagnaður Arion banka 9,7 milljarðar króna
Rekstur Arion banka skilaði rúmlega 9,7 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins 2022. Þetta er ríflega tveggja milljarða betri afkoma en á sama ársfjórðungi árið 2021, en þá skilaði rekstur bankans ríflega 7,8 milljörðum króna afgangi.
28.07.2022 - 02:16
Hagnaður Marel dregst saman milli ára
Hagnaður framleiðslu- og hugbúnaðarfyrirtækisins Marel dróst saman á milli ára. Hluta­bréfa­verð fyrirtækisins féll í síðustu viku eft­ir að fyr­ir­tækið gaf út afkomu­viðvör­un og tilkynnti um fækkun allt að fimm prósenta starfsfólks á heimsvísu. Yfir sjö þúsund starfa hjá fyrirtækinu í um 30 löndum, þar af 750 hérlendis.
27.07.2022 - 18:35
Verkfall hefur áhrif á 134 þúsund farþega Lufthansa
Verkfall er hafið hjá 20 þúsund starfsmönnum þýska flugfélagsins Lufthansa sem standa á í ríflega sólarhring. Verkfallið hefur áhrif á ferðalög 134 þúsund flugfarþega en yfir þúsund flugferðum hefur verið aflýst.
Selur hlut sinn í Sýn
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar hefur selt öll hlutabréf sín í Sýn, sem hann átti í gegnum eignarhaldsfélagið Ursus ehf. 
25.07.2022 - 09:51
Magnús Kr. Ingason nýr forstjóri Festi
Stjórn Festi hf. hefur ráðið Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Festi, sem forstjóra félagsins frá næstu mánaðarmótum, þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu Festar til Kauphallar.
22.07.2022 - 09:58
Landsbankinn hagnaðist um 5,6 milljarða
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins nam 5,6 milljörðum króna. Þar af hagnaðist bankinn um 2,3 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Þetta segir í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins.
21.07.2022 - 12:49
Biðja ESB-ríkin að draga úr gasnotkun í vetur
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að aðildarríkin dragi úr gasnotkun um fimmtán af hundraði næsta vetur. Gert er ráð fyrir gasskorti þar sem búast megi við því að Rússar hætti gasviðskiptum við önnur Evrópuríki að einhverju eða öllu leyti.
20.07.2022 - 12:12
Sjónvarpsfrétt
Vilja ekki kaupa Mílu á óbreyttu verði
Franski fjárfestingasjóðurinn Ardian vill ekki kaupa Mílu af Símanum samkvæmt óbreyttum kaupsamningi því breyta þarf skilyrðum fyrir kaupunum svo Samkeppniseftirlitið gefi grænt ljós. Samningurinn var meðal annars skilyrtur því að Síminn yrði í viðskiptum við Mílu í 20 ár.
ESB tvöfaldar gasviðskipti við Asera
Evrópusambandið ætlar að tvöfalda innflutning á jarðgasi frá Aserbaísjan á næstu árum. Samkomulag er þó ekki í sjónmáli milli ESB-ríkjanna um að hætta gasviðskiptum við Rússa.
18.07.2022 - 15:54
Delta kaupir 100 Boeingþotur
Bandaríska flugfélagið Delta gekk í dag frá kaupum á eitt hundrað þotum af gerðinni Boeing 737 MAX10 með möguleika á að semja síðar um kaup á þrjátíu til viðbótar. Flugvélasmiðjurnar afhenda fyrstu þoturnar árið 2025.
18.07.2022 - 15:00
Salan á Mílu í óvissu
Franska fyrirtækið, Ardian, sem ætlar að kaupa Mílu af Símanum segist ekki vilja ljúka tugmilljarða viðskiptum samkvæmt kaupsamningi við Símann. Það er vegna þess að skilyrði sem fram hafi komið í sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið séu íþyngjandi og hafi neikvæð áhrif á kaupsamninginn sem geri það að verkum að eitt skilyrði í kaupsamningnum sé ekki uppfyllt.  Orri Hauksson forstjóri Símans segir vonast til að þetta gangi fyrir 18. ágúst þegar sáttaviðræðum á að ljúka. 
Íslendingar fá meira fyrir peninginn í evru löndum
Miklar útflutningstekjur um þessar mundir styðja við gengi krónunnar, segir aðalhagfræðingur Arion banka. Sögulega lágt gengi evru hefur bæði neikvæði og jákvæð áhrif hér og Íslendingar í sumarleyfum í Evrópu fá meira fyrir peninginn. 
Sjónvarpsfrétt
Stærstu sjóðirnir hunsuðu stjórn Festi í stjórnarkjöri
Tveir af þremur stærstu hluthöfum í Festi hf. greiddu fráfarandi stjórn ekki eitt einasta atkvæði á hluthafafundi fyrir hádegi. Endurkjörinn stjórnarformaður segir nú skipta mestu að skapa frið um félagið.
Straujuðu greiðslukortin sem aldrei fyrr
Íslendingar hafa straujað greiðslukort sín sem aldrei fyrr í sumar. Í júní jókst kortavelta landans um rúmlega 10% miðað við sama tímabil í fyrra.
14.07.2022 - 17:05
Eignir landsmanna jukust um 11% en skuldir um 10%
Eignir landsmanna jukust um tæplega ellefu prósent frá 2020-2021 en á sama tíma jukust skuldir um nærri tíu prósent. Fólk á aldrinum 45-59 ára var að meðaltali tekjuhæst meðan ungmenni höfðu minnstu tekjurnar.
14.07.2022 - 11:42
Sjónvarpsfrétt
Tveir af stærstu hluthöfum vilja nýtt blóð í stjórn
Tveir af stærstu hluthöfum í Festi hf., Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verslunarmanna, ætla að styðja sitthvorn frambjóðandann í stjórnarkjöri í fyrramálið. Þeir eru ekki í hópi núverandi stjórnarmanna. Á hluthafafundi Festi hf. í fyrramálið verður margfeldiskosning að kröfu meðal annars Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Það gæti gert þeim auðveldara að fá sitt fólk kjörið í stjórn en fjórtán eru í framboði. 
Búast við 9,2 til 9,3% verðbólgu í júlí
Verðbólga fer yfir níu prósent í júlí ef verðbólguspár Landsbankans og Íslandsbanka verða að veruleika. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans reiknar með að verðbólga aukist í júlí og ágúst en hjaðni svo með haustinu.