Viðskipti

WOW air búið að sækja um flugrekstrarleyfi
Flugfélagið WOW air hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem starfar fyrir Michele Ballarin eiganda WOW, segir að fullur ásetningur sé til þess að endurreisa hið fallna félag, að því er Fréttablaðið segir frá.
23.06.2021 - 08:50
Hafði betur hjá Persónuvernd og fer fram á 75 milljónir
Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur stefnt félaginu og fer fram á að það greiði honum 75 milljónir króna; tæpar 56 milljónir vegna vangoldinna launagreiðslna og lögfræðikostnaðar, 11 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar og 8 milljónir í miskabætur.
Forstjóri og stjórnarmenn sæta rannsóknum
Birgir Jónsson forstjóri Play og  María Rúnarsdóttir, stjórnarmaður félagsins eru bæði til rannsóknar hjá embætti skattrannsóknarstjóra. Þetta kemur fram í útboðsgögnum vegna komandi hlutafjárútboðs Play á fimmtudag þar sem gerð er grein fyrir álitamálum sem tengjast félaginu.
22.06.2021 - 12:36
Ná fram „launahagræðingu en ekki úr umslagi launþega“
Kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs Play var í morgun en flugfélagið stefnir á að fá allt að 4,3 milljarða aukningu á hlutafé. Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, sem kynnti starfsemina sagði ákveðins misskilnings hafa gætt um kjör starfsmanna félagsins og kvaðst feginn að þeirri dulúð væri aflétt.
22.06.2021 - 11:37
Kveikur
Hafði áhyggjur af kosningasvikum
Michele Ballarin hafði strax, nokkrum dögum eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember 2020, áhyggjur af kosningaóreiðu og afleiðingum þess ef efasemdir kæmu upp um réttmæti kosningaúrslitanna. Hún lýsti þessari skoðun sinni í viðtali við Kveik.
22.06.2021 - 07:00
Hlutafjárútboð Play hefst á fimmtudag
Hlutafjárútboð í nýja íslenska flugfélaginu Play hefst á fimmtudag og stefnir félagið að því að ná allt að 4,3 milljörðum króna í nýtt hlutafé. Áætlanir Play gera ráð fyrir að tekjur þess gætu numið 25 milljón dollurum eða tæpum 3,1 milljarði króna á þessu ári, en að þær gætu margfaldast á næstu árum.  
21.06.2021 - 21:49
Ísland eftirbátur nágrannaríkjanna í samkeppnishæfni
Ísland er eftirbátur nágrannaríkjanna í samkeppnishæfni, samkvæmt nýjum samanburði IMD-viðskiptaháskólans í Sviss. Ísland er í 21. sæti af sextíu og fjórum og stendur í stað frá því í fyrra. Svíþjóð er í öðru sæti á eftir Sviss, Danmörk í þriðja og Noregur í því sjötta.
17.06.2021 - 13:09
Frábær þátttaka segir stjórnarformaður Bankasýslunnar
Íslenska ríkið fær rúma 55 milljarða króna fyrir sölu á 35 prósenta hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem lauk í gær. Margföld umframeftirspurn var í útboðinu eða 486 milljarðar króna.
Segir nýja flugstöð hafa mjög hvetjandi áhrif
Ákvörðun um að byggja nýja flugstöð á Akureyrarflugvelli hefur mjög hvetjandi áhrif á markaðssetningu og möguleika á beinu flugi þangað frá útlöndum. Verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands segir faraldurinn þó enn hafa þar mikil áhrif.
16.06.2021 - 12:45
Harmar örlög fjarskiptafrumvarps
Forstjóri Vodafone segir óskiljanlegt að fjarskiptafrumvarp samgönguráðherra hafi ekki verið samþykkt á nýliðnu þingi. Afleiðingarnar séu þær að uppbygging fjarskiptainnviða tefjast sem hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Íslands.
Segja ársverðbólgu hjaðna í sumar en taka kipp í haust
Hagfræðideild Háskóla Íslands spáir því að ársverðbólga hjaðni næstu mánuði. Krónan mun styrkjast með komu ferðamanna og atvinnuleysi minnka. Því er spáð að verðbólga taki aftur við sér með haustinu.
08.06.2021 - 22:39
AGS segir Ísland standa vel að vígi í efnahagsbatanum
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir að Ísland standi vel að vígi í efnahagslegum bata eftir Kórónuveirukreppuna. Eftir sem áður hafi áhrif hans verið gífurleg hér á landi. Hrun í ferðaþjónustu vegi þar þyngst. Samdráttur í landsframleiðslu og aukið atvinnuleysi hafi haft mikil áhrif á efnahagslíf landsins.
08.06.2021 - 21:58
Erlendir sjóðir skuldbinda sig til kaupa í Íslandsbanka
Hlutafjárútboð Íslandsbanka hófst klukkan níu í morgun, en það nær að hámarki til 35% af hlutafé bankans. Í tilkynningu á vef bankans segir að áætlað markaðsvirði hans í kjölfar útboðsins sé 150 milljarðar króna.
Miklar verðhækkanir óhjákvæmilegar
Ófremdarástand er á markaði með hrávörur. Heimsmarkaðasverð á flestum vörum hefur hækkað um tugi prósenta og skortur er á ákveðnum vörum. Í ofanálag hefur flutningskostnaður frá Asíu margfaldast og eru miklar verðhækkanir á byggingavörumarkaði hér heima í aðsigi.
Lítið fékkst upp í kröfur hjá Capacent
Skiptum á þrotabúi Capacent er lokið og lítið fékkst upp í lýstar kröfur í búið. Einungis 5,42 prósent fengust upp í forgangskröfur en ekkert upp í almennar kröfur.
03.06.2021 - 10:25
Kallar eftir aukinni samkeppni á lyfjamarkaði
Minni hömlur á netverslun með lyf og auknar heimildir til sölu lausasölulyfja utan apóteka eru líkleg til að auka samkeppni og lækka verð til neytenda. Þetta kemur fram í áliti Samkeppniseftirlitsins sem sent hefur verið heilbrigðisráðherra.
02.06.2021 - 08:56
Slökkt á annarri túrbínu Reykjanesvirkjunar
Slökkt var á annarri túrbínu Reykjanesvirkjunar á mánudag þegar starfsmenn urðu varir við óeðlilegan titring í henni. Frá þessu er greint í ViðskiptaMogganum í dag. Þar segir að grunur leiki á að túrbínublöð hafi beyglast eða skemmst. Ekki hefur tekist að sannreyna það ennþá.
02.06.2021 - 07:48
Íslandsbanki metinn á 155-242 milljarða króna
Mikill munur er á mati söluráðgjafa og greinenda við einkavæðingu Íslandsbanka á því hversu verðmætur bankinn sé. Greiningarfyrirtækið Jakobsson Capital metur bankann á 155-218 milljarða króna en ráðgjafafyrirtækið Fossar markaðir metur hann á 222-242 milljarða króna.
02.06.2021 - 07:22
Milljarða viðsnúningur Síldarvinnslunnar vegna loðnu
Hagnaður Síldarvinnslunnar á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 21,1 milljón bandaríkjadala, eða 2,7 milljörðum króna miðað við gengi dollarans í lok fjórðungsins. Tekjur voru 6,7 milljarðar. Eigið fé Síldarvinnslunnar í lok mars var rétt tæpir 45 milljarðar, eignir rúmlega 77 milljarðar og skuldir 32,3 milljarðar.
Greiddi 1,1 milljarð en viðurkenndi ekki ábyrgð
PricewaterhouseCoopers sem voru endurskoðendur Landsbanka Íslands fyrir hrun greiddu slitastjórn bankans jafnvirði 1100 milljóna króna árið 2017. Slitastjórnin stefndi PWC árið 2012 og krafði fyrirtækið um 100 milljarða króna í skaðabætur. Málið var fellt niður. Upphæð samkomulagsins varð fyrst opinber á föstudaginn í dómi Landsréttar yfir stjórnendum Landsbankans fyrir hrun. 
Spegillinn
Samskipti Sviss og ESB í uppnámi
Samskipti Svisslendinga og Evrópusambandsins eru nú í uppnámi eftir að Svisslendingar slitu viðræðum sínum við sambandið eftirt 7 ára samningaþóf. Svisslendingar kusu á sínum tíma að fara sínar eigin leiðir í samningum við Brussel en það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig.
31.05.2021 - 16:59
Samherji biðst afsökunar
Útgerðarfélagið Samherji biðst afsökunar á harkalegum viðbrögðum stjórnenda félagsins við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Félagið gengst við því að umræður svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja hafi verið óheppilegar.
30.05.2021 - 11:48
Þota einræðisherra Rúmeníu boðin upp
Einkaþota Nicolaes Ceausescus, fyrrverandi einræðisherra í Rúmeníu, var í dag seld á uppboði fyrir 120 þúsund evrur, um það bil 17,6 milljónir króna. Á annað hundrað safnarar og áhugamenn um flug og allt sem því við kemur tóku þátt í uppboðinu, ýmist á vefnum eða í síma. Lágmarksboð í þotuna var 25 þúsund evrur eða 3,7 milljónir króna.
28.05.2021 - 16:56
Sigurjón bótaskyldur fyrir láni félags Björgólfs
Landsréttur dæmdi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í dag til að greiða slitastjórn gamla Landsbankans 50 milljónir króna. Hann var dæmdur bótaskyldur vegna mistaka sem Landsbankinn gerði í lánamálum félags í eigu Björgólfs Guðmundssonar, þáverandi bankaráðsformanns. Slitastjórnin fékk þó aðeins brot af kröfum sínum samþykkt. Hún krafðist upphaflega um 16 milljarða króna og endanleg krafa hljóðaði upp á 10,5 milljarða króna.
28.05.2021 - 16:15
Áform um hlutafjárútboð og Kauphallarskráningu staðfest
Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð bankans fyrir lok júní. Útboðið nær til að lágmarki 25% af útgefnu og útistandandi hlutafé bankans og í kjölfarið verða öll hlutabréf Íslandsbanka skráð í Kauphöllina.