Viðskipti

Uppgreiðslugjald lána beint til Hæstaréttar
Mál ríkisins vegna uppgreiðslugjalds Íbúðalánasjóðs verður tekið fyrir hjá Hæstarétti og fær flýtimeðferð. Farið verður framhjá Landsrétti en ríkið áfrýjaði dómi Héraðsdóms í desember.
19.01.2021 - 22:37
Janet Yellen sendir Kínverjum tóninn
Janet Yellen, sem Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti hefur valið til að gegna embætti fjármálaráðherra í stjórn sinni, segir Biden muni beita öllum tiltækum vopnum til að takast á við allar svívirðilegar, ósanngjarnar og ólöglegar aðferðir sem Kínverjar beita til að grafa undan efnahag Bandaríkjanna.
19.01.2021 - 16:52
Myndskeið
Ísland með stærstan eignarhlut Evrópuríkja í bankakerfi
Fjármálaráðherra segir að ríkið eigi ekki að standa í bankarekstri eða vera leiðandi í bankarekstri hér á landi. Fallið verði frá áformum um að selja eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, eða þeim frestað, ef ekki fæst viðunandi verð fyrir hann. Stjórnarandstaðan gagnrýnir tímasetninguna og segir óvissu allt of mikla á tímum heimsfaraldurs.
19.01.2021 - 10:30
Hundrað ár frá fyrstu pylsuvögnunum í Köben
Hundrað ár eru í dag síðan fyrstu pylsuvagnarnir birtust á götum Kaupmannahafnar. Þá átti danskur kaupsýslumaður, Charles Svendsen Stevn að nafni. Hann hafði barist fyrir því í tíu ár við borgaryfirvöld að fá að opna pylsuvagna. Leyfið fékkst loks í mars 1920 og tíu mánuðum síðar hóf hann reksturinn með sex vagna.
18.01.2021 - 15:23
Hefur ekki áhyggjur af frystingu lána í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra segir að það sé ekki áhyggjuefni hvað stór hluti lánasafns Íslandsbanka er í frystingu, bankinn standi vel. Þá segir hann regluverkið nú sé mun traustara en þegar bankanir voru einkavæddir fyrir rúmum áratug og ekki hægt að bera sölu nú saman við ástandið í hruninu..
17.01.2021 - 18:33
Búið að sækja um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða
419 rekstraraðilar sóttu um tekjufallsstyrki fyrir um 2,7 millljarða króna fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir umsóknir 11. janúar vegna tekjufalls rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til og með 31. október 2020. Skatturinn fer með framkvæmd úrræðisins. Búið er að afgreiða 69 umsóknir fyrir um 590 milljónir króna.
14.01.2021 - 18:14
Stjórnvöld sýni veitingahúsum fullkomið skilningsleysi
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVF, lýsa yfir sárum vonbrigðum með það sem þau segja fullkomið skilningsleysi stjórnvalda á aðstæðum veitingastaða í yfirlýsingu í dag. Skilningsleysið raungerist enn og aftur í nýjum sóttvarnarreglum sem tóku gildi þann 13. janúar. segir í tilkynningunni.
13.01.2021 - 19:44
Viðtal
Vill sjá Ísland leiðandi í gervigreindargarðyrkju
Fljúgandi bílar, gervigreindargarðyrkja og heilsuúr fyrir tré eru meðal viðfangsefna Davids Wallerstein, sem stýrir nýjum fjárfestingum fyrir kínverska fyrirtækið Tencent sem er áttunda stærsta fyrirtæki heims. Hann segir mörg tækifæri nú fyrir íslenska brautryðjendur til að stofna leiðandi fyrirtæki með lausnir við loftslagsbreytingum og vill sjá Ísland setja á fót risa gervigreindargarðyrkjustöð.
12.01.2021 - 23:52
Myndskeið
Óheppilegt að selja núna
Hæpið er að raunvirði fáist fyrir hlut í Íslandsbanka við þær aðstæður sem nú eru og ólíklegt að heppilegir kaupendur finnist, að mati Guðrúnar Johnsen hagfræðings og lektors við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
12.01.2021 - 22:10
Landsréttur staðfesti úrskurð Skúla í vil
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 27. nóvember um að vísa frá kröfu LLC, dótturfélags ALC, Air Lease Corporation, í gagnsök á hendur Skúla Mogensen frá dómi. Öllum kröfum félagsins á hendur Skúla var því vísað frá.
12.01.2021 - 16:30
Stefnt að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka í sumar
Fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir lok mánaðar og útboð verði eftir fimm mánuði.
12.01.2021 - 12:28
Segir forsendur hlutafjárútboðs halda
Forstjóri Icelandair segir forsendur hlutafjárútboðsins halda þrátt fyrir að flug sé með minnsta móti. Hann spáir aukningu í vor og segir mikið að gera í fraktflutningum.
11.01.2021 - 19:38
Viðtal
Verði öðrum víti til varnaðar
Mikilvægt er að hæstiréttur hafi staðfest í dag að Byko hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum, segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Dómurinn þurfi að vera öðrum víti til varnaðar á tímum efnahagssamdráttar. Keppinautar á fákeppnismarkaði þurfi að gæta sín sérstaklega í samskiptum sín í milli og að hafa ekki verðsamráð sem sé til þess fallið að hækka vöruverð.
Byko og gamla Húsasmiðjan brutu samkeppnislög
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm þess efnis að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og einnig ákvæði EES- samningsins með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna.
Óvenjulegt og órólegt ár á íslenskum verðbréfamarkaði
Metfjöldi viðskipta síðan 2008 var í kauphöllinni á liðnu ári. Úrvalsvísitalan hækkaði um 20,5% á árinu og stendur nú í 2.555 stigum. Þetta kemur fram í yfirliti yfir viðskipta ársins hjá Nasdaq Iceland. Skráð félög öfluðu sér alls 29 milljarða á markaði í haust auk þess að nýta hlutabréf sín sem gjaldmiðil við yfirtökur.
04.01.2021 - 13:05
Morgunútvarpið
Velta í skyrútflutningi nálægt þremur milljörðum króna
Velta Íseyjar útflutnings ehf., dótturfélags Mjólkursamsölunnar, í útflutningi á skyri var nálægt þremur milljörðum króna á liðnu ári og hagnaðurinn var um það bil 200 milljónir, segir Ari Edwald, framkvæmdarstjóri Íseyjar. Ari gerir ráð fyrir að útflutningur aukist á komandi árum. Fyrirtækið hóf útflutning á japanskan markað á árinu og opnaði einnig sölustaði fyrir Ísey í Finnlandi.
04.01.2021 - 09:56
Myndskeið
Flugeldasala með breyttu sniði í faraldrinum
Það stefnir í svipaða flugeldasölu og síðustu ár og margir ætla að sprengja þetta ár sem allra lengst í burtu. Breyta þurfti skipulagi sölunnar í faraldrinum og nú er í fyrsta sinn hægt að kaupa flugelda á netinu.
30.12.2020 - 19:45
Vonar að verslanir verði sveigjanlegar með skilafresti
Dagarnir milli jóla og nýárs eru oft nýttir til þess að skila og skipta jólagjöfum. Formaður Neytendasamtakanna vonar að verslanir verði sveigjanlegar svo viðskiptavinir þurfi ekki að hópast meira saman en þörf er á.
27.12.2020 - 12:28
Mistök að hafa Þórólf ekki með í viðræðum við Pfizer
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist hafa gert mistök þegar hann hafði Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, ekki með í viðræðum við lyfjarisann Pfizer, um að útvega Íslendingum bóluefnið þeirra gegn COVID-19, Comirnaty. Þórólfur hafði samband við Pfizer sjálfur 15. desember. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, einnig fundað með fulltrúa Pfizer um að útvega Íslendingum bóluefni.
26.12.2020 - 14:34
Þrír af hverjum tíu stjórnendum skynja samráð á markaði
Þrír af hverjum tíu stjórnendum íslenskra fyrirtækja skynja samráð um samkeppnishamlandi aðgerðir á mörkuðum. Einn af hverjum tíu telur að markaðsráðandi fyrirtæki misnoti stöðu sína.
23.12.2020 - 18:34
30 milljarða gjaldþrot hjá gömlu félagi Björgólfs
Skiptum er lokið í Gretti eignarhaldsfélagi, rúmum ellefu árum eftir að það var tekið til gjaldþrotaskipta. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu rúmum 30 milljörðum.
23.12.2020 - 09:26
Hvetja ríki til að draga úr takmörkunum gagnvart Bretum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hvatt aðildarríkin til að aflétta hömlum á ferðir og vöruflutning frá Bretlandi. Yfirvöld langflestra Evrópusambandsríkja hafa gripið til sérstakra ráðstafana til að varna því að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur smitast hratt milli fólks á Bretlandi, berist til ríkjanna. Afbrigðið er ekki talið hættulegra en önnur afbrigði kórónuveirunnar en talið er að það smitist hraðar milli fólks.
22.12.2020 - 17:49
Forlagið og Storytel falla frá samruna
Storytel AB og Forlagið, stærsta bókaútgáfa landsins, hafa fellt úr gildi samning sem þau gerðu í sumar um samruna fyrirtækjanna og sölu meirihluta Forlagsins til Storytel. Fyrirtækin undirrituðu í dag nýjan langtímasamning um dreifingu hljóð- og rafbóka í staðinn.
21.12.2020 - 15:48
Álasa stjórnvöldum fyrir slæleg viðbrögð gegn mútum
Ísland þarf að bæta verulega getu til að greina mútur og merki þess að slík brot eigi sér stað hér á landi. Í nýrri skýrslu OECD segir að þrátt fyrir að Ísland hafi skrifað undir sáttmála OECD gegn mútum og spillingu fyrir meira en tuttugu árum hafi stjórnvöld fyrst nú nýlega hafið rannsókn á mútubrotum. Málefninu hafi ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti.
17.12.2020 - 12:09
Met í útlánum slegin hvert á fætur öðru
Fjöldi landsmanna hefur gripið tækifærið vegna sögulega lágra vaxta Seðlabankans og tekið ný húsnæðislán eða endurfjármagnað eldri. Hvert metið í útlánum á fætur öðru hefur verið slegið á síðustu mánuðum. Þeim sem fá greiddar húsnæðisbætur hefur fækkað.