Viðskipti

Norwegian uppfyllir skilyrði fyrir ríkisábyrgð
Flugfélagið Norwegian hefur hrint í framkvæmt björgunaráætlun sinni og þannig uppfyllt skilyrði fyrir lánum upp á þrjá milljarða norskra króna, jafnvirði fjörutíu og þriggja milljarða íslenskra króna, með ábyrgð frá norska ríkinu.
20.05.2020 - 08:07
15 milljarða þrot Baugsfélags auglýst 8 árum of seint
Ekkert fékkst upp í rúmlega 15 milljarða kröfur í þrotabú F-Capital ehf., eitt af dótturfélögum Baugs. Skiptum í búinu lauk fyrir átta árum, 23. febrúar 2012, en það var ekki auglýst í Lögbirtingablaðinu fyrr en í dag. Skiptastjórinn Jóhannes Albert Sævarsson segir að það hafi einfaldlega farist fyrir að auglýsa skiptalokin á sínum tíma, þótt öllum hlutaðeigandi hafi þá verið tilkynnt um þau, kröfuhöfum og skiptabeiðanda.
19.05.2020 - 10:12
Kastljós
Hafnar því alfarið að hafa tengsl við aflandsfélag
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hafnar því alfarið að hafa nokkur tengsl við aflandsfélagið About fish á Tortola. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld.
18.05.2020 - 21:59
Starfslok Finns og Guðmundar kosta Haga 314 milljónir
Kostnaður Haga vegna starfsloka Finns Þórs Árnasonar sem forstjóra Haga og Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónus, nemur 314 milljónum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Hagnaður Haga fyrir rekstrarárið nam rúmum þremur milljörðum.
18.05.2020 - 17:01
„Þurfum að hafa þolinmæði í það að skulda þessa kreppu“
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að stjórnvöld verði að hafa þolinmæði í að skuldsetja sig til að bregðast við kreppunni frekar en að selja ríkiseignir og skera niður. Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til svartsýni þrátt fyrir áföll.
„Efnahagsáfall aldarinnar“
Efnahagssamdráttur í ár verður sá mesti frá lýðveldisstofnun, segir forstöðmaður hagfræðideildar Landsbankans. Spá bankans gerir ráð fyrir að hagkerfið byrji að taka við sér um mitt árið en að samdrátturinn verði þó um níu prósent.
15.05.2020 - 12:45
Verð 15 fyrirtækja af 20 lækkaði
Rauði liturinn var áberandi í Kauphöllinni í dag. Verð á hlutabréfum fimmtán fyrirtækja af tuttugu lækkaði í dag. Aðeins tvö hækkuðu í verði og þrjú stóðu í stað. Lítil viðskipti voru þó að baki flestum breytingum.
14.05.2020 - 17:41
Framkvæmdastjóri Krónunnar hættir störfum
Gréta María Grétarsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Krónunnar en hún mun starfa áfram þangað til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðin.
14.05.2020 - 12:41
Vísbendingar um að húsnæðisöryggi leigjenda aukist
Fólk sem býr í leiguhúsnæði eða í foreldrahúsum telur líklegra nú að þeir kaupi sér fasteign á næstu 6 mánuðum heldur en síðastliðin þrjú ár. Færri leigjendur telja líklegt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir 6 mánuði í apríl, samkvæmt mælingu sem gerð var i janúar. Þetta kemur fram í mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem birt var í morgun. Töluverð aukning mælist á milli ára meðal leigjenda sem telja sig búa við húsnæðisöryggi.
14.05.2020 - 09:19
Fjölmargar ástæður til bjartsýni á framtíðina
Erlend staða þjóðarbúsins er sterk, gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans styður við krónuna og hið opinbera hefur svigrúm fyrir aukna skuldsetningu. Fjölmargar ástæður eru því til bjartsýni á framtíðina. Þetta segir í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem birt var í morgun. Bankinn spáir 9,6% meðaltalsatvinnuleysi í ár. 5,8% á næsta ári og 3,8% árið 2022.
14.05.2020 - 07:18
Samdráttur í Bretlandi og markaðir á niðurleið
Talsverðar lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu við opnun þeirra í morgun. Ástæðan er rakin til ótta fólks við að önnur bylgja kórónuveirunnar kunni að skella á og upplýsingar um að landsframleiðsla í Bretlandi hafi dregist saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins.
13.05.2020 - 07:47
Flugfreyjur funda áfram með Icelandair í dag
Kjaraviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair halda áfram hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag, en tæplega sex klukkustunda löngum fundi var frestað laust fyrir klukkan hálftvö í nótt. Ekki náðist í samningsaðila að loknum fundarhöldum í nótt, en fyrir þann fund var ljóst að mikið bar í milli.
13.05.2020 - 06:35
Lífeyrissjóður lagðist gegn arðgreiðslum hjá Volvo
Bílaframleiðandinn Volvo hefur ákveðið að ekki verði greiddur út arður á ársfundi fyrirtækisins í júní. Lífeyrissjóður sem er einn stærsti eigandi Vovlvo lagðist gegn því að arður yrði greiddur út.
12.05.2020 - 17:01
Fyrirtæki vilja endurgreiða fyrir hlutabótaleið
Sex fyrirtæki hafa haft samband við Vinnumálastofnun í því skyni að endurgreiða þá fjármuni sem þau fengu út úr hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar.
Bréf Boga sagt einstaklega ósvífið
Verkalýðshreyfingin ósátt við ummæli Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem sagði í bréfi til starfsmanna í gær að lækka þyrfti launakostnað fyrirtækisins með breytingum á kjarasamningum. Starfandi formaður Flugfreyjufélagsins sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki kæmi til greina að lækka laun Flugfreyja til lengri tíma. 
10.05.2020 - 18:20
Reyndu að neyða ungan mann til að taka fé úr hraðbanka
Tveir menn réðust á ungan mann í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þeir tóku veskið hans af honum og reyndu að neyða hann til að taka peninga út úr hraðbanka. Maðurinn kallaði til lögreglu og er málið til rannsóknar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar, eftir nóttina.
10.05.2020 - 07:59
Festi fylgir Skeljungi eftir og hættir við
Fyrirtækið Festi hefur ákveðið að hætta við þá ákvörðun að nýta hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Festi er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið harðlega gagnrýnt af ráðamönnum fyrir að nýta sér þetta úrræði. Skeljungur tilkynnti í gær að það hefði hætt við að nýta hlutabótaleiðina og ætlaði að endurgreiða aftur það sem það hefði fengið. Ekkert slíkt kemur fram í tilkynningu frá Festi.
Hvergerðingar hóta að hætta viðskiptum við Arion banka
Arion banki hyggst loka útíbú sínu í Hveragerði og sameina það útibúi bankans á Selfossi. Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir þessu harðlega og hótar því að endurskoða viðskipti sín við bankann verði ekki hætt við lokunina.
08.05.2020 - 14:49
Finnur í Finns stað í forstjórastól Haga
Stjórn Haga hf. hefur ráðið Finn Oddsson sem forstjóra félagsins og mun hann hefja störf hjá félaginu í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi til Kauphallar Íslands í kvöld. Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup. Finnur Árnason, sem verið hefur forstjóri Haga frá 2005, óskaði nýverið eftir því að láta af störfum sem forstjóri.
07.05.2020 - 23:30
Bankarnir töpuðu 7,2 milljörðum fyrstu 3 mánuði ársins
Stóru bankarnir þrír; Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn, töpuðu 7,2 milljörðum fyrstu þrjá mánuði ársins. Þetta varð ljóst eftir að Landsbankinn skilaði uppgjöri sínu í dag fyrir fyrsta ársfjórðung.Þar kemur fram að bankinn hafi tapað 3,6 milljörðum á tímabilinu. Á sama tíma í fyrra voru bankarnir þrír reknir með 10,4 milljarða hagnaði.
07.05.2020 - 17:30
Íslandsbanki semur við SÍ um veitingu brúarlána
Íslandsbanki og Seðlabanki Íslands undirrituðu í dag samning um að fyrrnefndi bankinn veiti brúarlán til fyrirtækja í samræmi við aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við fyrirtæki vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
„Algerlega misboðið,“ segir þingmaður VG
Ólafi Þór Gunnarssyni, þingmanni VG, segist vera „algerlega misboðið“ að fyrirtæki sem hafi sett starfsmenn á hlutabætur hafi greitt eigendum sínum arð í nánast sömu vikunni. „Þetta lýsir ekki mikilli samfélagslegri ábyrgð eða samkennd á erfiðum tímum,“ skrifar Ólafur Þór á Facebook-síðu sinni.
Hlutabótalögum verður breytt til að hindra misnotkun
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hlutabótalögum verði breytt til að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til þess að greiða niður laun starfsmanna sinna. Fyrirtækin Össur, Hagar og Skeljungur hafa öll nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til að standa straum af hluta af launakostnaði starfsmanna um leið og þau greiddu eigendum sínum arð eða keyptu eigin bréf.
Icelandair sækir vörur til Kína og flytur til Ameríku
Flugvél Icelandair er nú á leið til Kína að sækja lækningavörur sem flytja á til aðila í heilbrigðisþjónustu í Norður-Ameríku. Um nýjan samning við flugfélagið er að ræða, en það er þegar að sinna svipuðum fraktflutningum milli Kína og Þýskalands.
07.05.2020 - 12:56
„Ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt“
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir stoðtækjaframleiðandann Össur harðlega fyrir að hafa „ákveðið að nýta sér hlutabótaleiðina örskömmu eftir að fyrirtækið greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða króna í arð.“ Miðstjórnin segir að slíkt athæfi sé ósiðlegt og ætti að vera ólöglegt.