Vesturland

Tvennt ákært fyrir vanvirðandi og ruddalega árás
Tvennt hefur verið verið ákært fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum en fólkið er sagt hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu mannsins. Fram kemur í ákæru héraðssaksóknara að árásin hafi ruddaleg og vanvirðandi þar sem þrjú börn konunnar og sambýlismaður hafi horft upp á atlöguna.
Myndskeið
Fróðárheiði kláruð 26 árum eftir stofnun Snæfellsbæjar
Fróðárheiði á Snæfellsnesi er nú öll lögð bundnu slitlagi. Eftir þessu hefur verið beðið frá því að sveitarfélagið Snæfellsbær var stofnað 1994.
23.09.2020 - 16:17
Lést í vinnuslysi á Hellissandi
Banaslys varð á Hellissandi á ellefta tímanum í morgun. Lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning um vinnuslys á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hún staðfestir við fréttastofu að einn maður lést í slysinu.
23.09.2020 - 15:59
40 fara í sýnatöku í Stykkishólmi í dag
Sjö íbúar Stykkishólms hafa greinst með COVID-19. Allt voru þetta samfélagsmit og því hætta á að fleiri greinist. Fjörutíu fara þar í sýnatöku í dag.
23.09.2020 - 12:37
Hópsýking í Stykkishólmi
Sjö íbúar Stykkishólms eru smitaðir af COVID-19. Enginn var í sóttkví við greiningu en allir eru nú komnir í einangrun. Búið er að grípa til aukinna ráðstafana í bænum og er aukin skimun í undirbúningi.
23.09.2020 - 10:30
Um 170 þurftu að keyra til Reykjavíkur í sýnatöku
Um 170 Akurnesingar sem lentu í sóttkví eftir að smitaður einstaklingur kom í líkamsræktarstöð á Akranesi þurftu að keyra til Reykjavíkur í skimun í dag. Ekki var hægt að skima hópinn á Akranesi.
175 í sóttkví á Akranesi eftir að hafa farið í ræktina
175 eru í sóttkví á Akranesi eftir að smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsalinn á Jaðarsbökkum á þriðjudag í síðustu viku. Líkamsræktarstöðin er nú lokuð eftir að annar smitaður iðkandi kom þar inn á föstudag.
21.09.2020 - 15:19
Settu grímuskyldu vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið
Skólum utan höfuðborgarsvæðisins er í sjálfsvald sett hvort þeir taka upp grímuskyldu. Í skólum sem eru fjarri höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, Egilsstöðum, Tröllaskaga og Ísafirði, er grímunotkun valkvæð.
21.09.2020 - 12:35
Smit á Akranesi - allir í sóttkví sem fóru í ræktina
Kórónuveirusmit greindist á Akranesi. Búið er að rekja ferðir einstaklings sem reyndist smitaður, í það minnsta að hluta, en hann fór meðal annars í líkamsræktarsal á Jaðarsbökkum á þriðjudaginn.
18.09.2020 - 14:16
Var með beltið vitlaust spennt og lést í bílslysi
Farþegi í aftursæti Nissan-jepplings sem lést í hörðum árekstri á Borgarfjarðarbraut í í september í fyrra var ekki með bílbeltið rétt spennt. Að mati rannsóknarnefndar samgönguslysa eru líkur á því að farþeginn hefði lifað slysið af hefði öryggisbeltið verið rétt spennt. Talið er að kröftug vindhviða hafi valdið því að ökumaður bílsins missti stjórn og fór yfir á rangan vegarhelming.
18.09.2020 - 06:02
Hvassviðri eða stormur vestantil og á hálendinu
Útlit er fyrir sunnan hvassviðri eða storm við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum á morgun. Stormur verður á hálendinu frá því um hádegisbil á morgun þar til á fimmtudagsmorgun.
15.09.2020 - 19:09
Hefðu jafnvel getað bjargað grindhvölunum
Grindhvalirnir tíu sem strönduðu á Snæfellsnesi um helgina sáust hættulega nálægt landi á fimmtudaginn. Yfirvöldum var hins vegar ekki greint frá þessu fyrr en þremur dögum seinna.
15.09.2020 - 12:39
Myndskeið
Mjög óvenjulegur staður fyrir grindhvali til að stranda
Tíu grindhvalir sem syntu á land í Álftafirði á norðanverðu Snæfellsnesi eru allir dauðir. Tveir sem voru enn á lífi í gærdag drápust í gærkvöld eða í nótt.
14.09.2020 - 20:36
Leigjendur unnu mikil skemmdarverk á sumarbústað
Hjörtur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi við Kirkjufell á Snæfellsnesi ætlar að kæra skemmdarverk sem unnin voru af leigjendum bústaðar hans. Hann greinir frá skemmdarverkunum á Facebooksíðunni Landið mitt Ísland og birtir myndir af ömurlegri aðkomu. 
13.09.2020 - 23:27
Einn fluttur með þyrlu eftir bílslys á Snæfellsnesi
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna bílslyss á Snæfellsnesi. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni er þyrlan nú á leið til baka með einn einstakling meðferðis sem fluttur verður á Landspítalann.
13.09.2020 - 15:31
Andakílsá hefur náð sér á strik eftir umhverfisslys
Lífríki Andakílsár hefur náð sér á strik eftir að tugþúsundir tonna af aur flæddu í ána í umhverfisslysi 2017. Meira en sex hundruð laxar hafa veiðst þar í vísindaveiðum í sumar.
Hvassviðri eða stormur á norðvesturhorninu
Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm á norðvesturhorni landsins í nótt og fram á morgun, mislengi eftir landshlutum. Veðrið gekk fyrst inn á Vestfirði í kvöld, færist yfir á Breiðafjörð snemma nætur og lætur til sín taka við Snæfellsnesi á morgun. Á norðanverðum Ströndum er útlit fyrir mikla rigningu með tilheyrandi vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum og flóðum. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út.
10.09.2020 - 23:46
Þörf á aukinni heimild þótt að urðun minnki
Borgarbyggð vill ekki að urðunarheimild í Fíflholtum á Mýrum verði aukin um tíu þúsund tonn á ári. Framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands segir að það sé nauðsynlegt þó svo að það dragi úr urðun á næstu árum.
10.09.2020 - 22:35
Myndskeið
Afurðaverð: „Við lifum ekki á loftinu“
Sláturtíð er að hefjast en enn eiga þrjár afurðastöðvar af sjö eftir að gefa út verð. Útgefin verð eru þó nokkuð undir viðmiði Landssamtaka sauðfjárbænda.
Páll þarf ekki að rífa legsteinasafnið strax
Niðurrif á legsteinasafni Páls Guðmundssonar á Húsafelli frestast um einn og hálfan mánuð, fram til tuttugasta og áttunda október. Tímann fram að því á að nýta til að reyna að ná lendingu um sameiginlega hagsmuni landeigenda á Húsafelli.
04.09.2020 - 09:29
Slasaðist á Leggjabrjóti
Göngumaður slasaðist á ferð um Leggjabrjót upp úr hádegi. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita og sjúkraflutningamanna klukkan hálf tvö sem fóru á vettvang. Að lokum var kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti göngumanninn á slysadeild og lenti við Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan hálf fimm.
29.08.2020 - 16:47
Telur of margar stórar „smávirkjanir“ á teikniborðinu
Umhverfisráðherra telur að verið sé að undirbúa of margar virkjanir í flokki svokallaðra smávirkjana sem hafi umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Nauðsynlegt sé að endurskoða lög um smávirkjanir og meta áhrifin af þeim frekar er uppsett afl.
Góð veiði í nýjum farveg Hítarár
Leigutaki í Hítará segir að nýr farvegur sem myndaðist eftir að stór skriða féll í Hítardal sé bylting frá fyrri farvegi. Góð veiði hefur verið í ánni í sumar og meirihluti þess næsta þegar bókaður.
27.08.2020 - 09:37
Keyra frá Búðardal í Borgarnes til að versla í matinn
Stór hluti íbúa í Dalabyggð hefur ritað nafn sitt á mótmælalista þar sem því er mótmælt að Krambúðin hafi tekið við af Kjörbúðinni í Búðardal með tilheyrandi verðhækkunum. Margir hafa hætt að versla í heimabyggðinni.
26.08.2020 - 14:45
Myndskeið
Endurnýja ræsi og búa til nýja stíga í sjálfboðavinnu
Erlendir sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar hafa unnið að náttúruvernd víðs vegar um landið í sumar. Tvísýnt var hvort þeir kæmust til landsins vegna COVID-19.
24.08.2020 - 15:59