Vesturland

Bilun í útsendingu Rásar 1 í Borgarnesi
Útvarpshlustendur Rásar 1 í Borgarnesi og nágrenni heyra ekki í stöðinni þessa stundina vegna bilunar. Í tilkynningu frá Vodafone kemur fram að unnið sé að viðgerð. Sendir sé líklega bilaður og honum verði skipt út í fyrramálið.
04.04.2020 - 21:54
Útlendingar nánast horfnir úr silungsveiðinni
Þrátt fyrir kulda og erfiðar aðstæður er ágæt silungsveiði hjá stangveiðimönnum á fyrstu dögum veiðitimabilsins. Útlendingar eru nánast horfnir úr silungsveiðinni og mikil óvissa ríkir um það hvort erlendir veiðimenn skila sér í laxveiði.  
03.04.2020 - 12:15
Stormurinn nær yfir enn stærra svæði á morgun
Veðurstofan hefur útvíkkað gula veðurviðvörun morgundagsins vegna Norðaustan hvassviðris eða storms. Í gær var búið að gefa út viðvörun fyrir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendið en nú er búið að vara við veðrinu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. 
03.04.2020 - 11:01
Ráðherra ákveður árskvóta Íslendinga í deilistofnum
Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt veiðiheimildir Íslendinga í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2020. Samtals verður heimilt að veiða rúm 488.000 tonn úr þessum þremur deilistofnum.
01.04.2020 - 18:50
Sveitarfélögin fái endurgreitt vegna flýtiframkvæmda
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill að sveitarfélögin fái endurgreiddan virðisaukaskatt af framkvæmdum sem þau ætla að ráðast í til að milda höggið á atvinnulífið. Markmiðið er að sveitarfélögin flýti framkvæmdum fyrir 15 milljarða króna í þessu skyni.
Viðtal
Opna leikskóla að nýju fyrir forgangshópa á mánudaginn
Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsfólki beggja leikskólanna í Borgarnesi. Þeir eru nú lokaðir, ekkert leikskólastarf í bænum og 125 börn heima hjá sér. Vonast er til að opna annan þeirra að nýju á mánudaginn. Starfsmaður ráðhúss sveitarfélagsins er einnig smitaður.
26.03.2020 - 22:30
Hefur bjargfasta trú á Skaganum 3x og Þorgeiri & Ellert
Fjörutíu og þremur var sagt upp hjá fyrirtækjunum Skaganum 3x og Þorgeiri og Ellert á Akranesi í gær. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri segir höggið þungt og að meira sé í aðsigi. Aðgerðir ríkisstjórnar séu þó skaðaminnkandi og sveitarfélagið undirbýr mótvægisaðgerðir.
26.03.2020 - 12:30
Ekkert leikskólastarf í Borgarnesi vegna smita
Tvö kórónuveirusmit hafa greinst í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi, allt starfsfólk og börn eru nú í sóttkví. Nú er enginn leikskóli í bænum starfrækur vegna smita.
25.03.2020 - 16:47
Myndskeið
Strangar sóttvarnarkröfur stokka upp starfsemina
Fyrirtæki sem fá undanþágu frá samkomubanni þurfa að standast strangar sóttvarnarkröfur. Framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Grundarfirði segir að starfsemi fyrirtækisins hafi verið umturnað.
24.03.2020 - 21:42
Aldagamlar menningarminjar Íslendinga hverfa í hafið
Mikill sjógangur og stormasamur vetur hefur flýtt því að aldagamlar menningarminjar hverfi endanlega í hafið.
23.03.2020 - 14:36
Myndskeið
Hífður í þyrlu eftir svifvængjaslys í Kirkjufelli
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Kirkjufelli í Grundarfirði vegna slyss sem varð þar á fjórða tímanum í dag.
29.02.2020 - 16:19
Gular viðvaranir og allt að fjórtán stiga frost
Veðurstofan hefur gefið út gular stormviðvaranir vegna austanhríðar á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og fram á morgun. Veðrið lætur fyrst til sín taka á Suðurlandi upp úr hádegii og síðan á Suðausturlandi, höfuðborgarsvæðinu og við Faxaflóa um kvöldmatarleytið. Á morgun er svo útlit fyrir stórhríð á Miðhálendinu og ekkert ferðaveður á þeim slóðum.
27.02.2020 - 06:38
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Myndskeið
Reistu kross á byggingarreit þjóðgarðsmiðstöðvar
Beðið hefur verið eftir þjóðgarðsmiðstöð á Snæfellsnesi í um fimmtán ár. Svo langt er liðið að íbúar hafa reist kross á byggingarsvæðinu.
24.02.2020 - 10:19
Ekki kappsmál að allir læri á sama hraða
Breytingum á háskólamenntun síðasta aldarfjórðunginn má lýsa með þeim orðum að menntun sé lífsstíll sagði Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst við útskrift nemenda í dag. Mun fleiri stunda nám en áður og hátt í helmingur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára hafa lokið háskólanámi. Vilhjálmur sagði ekki kappsmál að allir stunduðu nám sitt á sama hraða.
22.02.2020 - 18:13
Vestfjarðaleiðin mótvægi við hringveginn
Vestfjarðaleiðin er nafn á nýrri ferðaleið sem spannar 950 kílómetra um Vestfirði og Dalabyggð. Hún verður opnuð samhliða Dýrafjarðargöngum í september.
22.02.2020 - 12:31
Lengsta sund háhyrnings í heimi: frá Íslandi til Beirút
Einn íslensku háhyrninganna fjögurra sem sáust við Genúa á Ítalíu í desember er nú kominn til Líbanons, með yfir 8000 kílómetra sund að baki. Þetta er lengsti leiðangur háhyrnings sem vitað er um.
21.02.2020 - 12:29
Jóhanna Fjóla skipuð forstjóri HVE
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til næstu fimm ára. Hún sótti ein um stöðuna.
21.02.2020 - 07:19
Leiðir fólk saman yfir kvöldverði í Borgarnesi
„Ég ætlaði bara að prófa að hóa hópi fólks saman sem vildi bara hittast og borða saman. Engin veislustjórn, ræður, leikir eða neitt. Bara borða saman,“ segir Heiðrún Helga Bjarnadóttir, sem efnir til sameiginlegs kvöldverðar í Borgarnesi einu sinni í mánuði.
20.02.2020 - 15:33
Rafmagn á Ólafsvík á varaafli
Ólafsvíkurlína fór út á Snæfellsnesi í morgun og er rafmagn sá svæðinu keyrt á varaafli. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Landsnets. Þar segir að veðrið á Snæfellsnesi sé snælduvitlaust, og starfsmenn Landsnets hafi fundið brotna stæðu á línunni.
20.02.2020 - 13:59
Minna af loðnu en í síðustu mælingu
Minna sást af loðnu í yfirstandandi loðnuleiðangri en þeim sem farinn var fyrr í mánuðinum. Loðnumælingum sex skipa lauk að mestu í nótt og aðeins á eftir að kanna lítið svæði út af Húnaflóa.
20.02.2020 - 12:49
Myndskeið
Leita að fólki til að staðsetja mörg þúsund örnefni
Af hálfri milljón íslenskra örnefna á skrá eru einungis um 130 þúsund þeirra staðsett á korti. Landmælingar Íslands leita nú að fólki sem er kunnugt staðháttum til þess að staðsetja örnefnin áður en vitneskjan glatast.
20.02.2020 - 11:00
Fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi við Skorholt
Hópslysaáætlun var virkjuð á níunda tímanum í kvöld eftir fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi rétt norðan við Skorholt í Melasveit sem er milli Akraness og Borgarness. Vonskuveður er á þessum slóðum. Þrettán voru í bílunum fjórum og var fólkið flutt upp á Akranes og Borgarnes til aðhlynningar og skoðunar. Þrjú börn voru í bílunum. Fréttamaður RÚV var á ferðinni og sagði veðrið ákaflega slæmt. Hún taldi þrjá bíla sem voru utan vegar.
19.02.2020 - 20:32
Vísbendingar um nýjar loðnugöngur undan Melrakkasléttu
Ekki hefur tekist að staðfesta nýjar loðnugöngur í þeim rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. 150 þúsund tonn þarf til viðbótar svo hægt verið að mæla með veiðum. Sex skip eru nú við loðnuleit, öll mönnuð sérfræðingum frá Hafrannsóknastofnun.
Brotnar rúður, fokin þök, skemmd ökutæki og ónýt gata
Kostnaður fólks, fyrirtækja og stofnana vegna tjóns á eignum og mannvirkjum eftir óveðrið á föstudag hleypur á hundruðum milljóna króna. Tryggingafélögum hafa borist hátt í 200 tilkynningar og þær eru enn að berast. Mest var tjónið á Reykjanesi, Suðurlandi og Vesturlandi.