Vesturland

Bíða eftir sérsmíðuðum vélbúnaði frá Danmörku í Baldur
Smíða þarf sérstakan vélbúnað í Danmörku til að gera við ferjuna Baldur. Það er svokallaður dísuhringur sem tengist túrbínunni og standa vonir til að hann verði tilbúinn í næstu viku. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, lofar þó engu um hvenær Baldur sé tilbúinn til siglinga á ný.
02.07.2020 - 16:32
Bilunin í Baldri meiri en talið var
Bilun í Breiðafjarðarferjunni Baldri reyndist meiri en talið var í fyrstu Framkvæmdastjóri Sæferða segir þó að það séu dagar frekar en vikur þar til ferjan siglir á ný.
02.07.2020 - 12:10
Búið að opna alla vegi fyrir umferð
Mikið umferðaröngþveiti varð á vegum allt frá Mosfellsbæ norður fyrir álverið á Grundartanga eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í dag. Umferðin hreyfðist varla þegar komið var fram um kvöldmatarleyti og skipti þá litlu hvort um er að ræða þjóðveg eitt eða hjáleið sem fólki var ráðlagt að fara eftir að Vesturlandsvegur lokaðist. Skömmu fyrir sjö var aftur opnað fyrir umferð um Vesturlandsveg og léttist þá á umferðinni.
28.06.2020 - 18:24
Talningu lokið í Norðvesturkjördæmi
Lokatölur bárust úr Norðvesturkjördæmi á sjöunda tímanum í morgun. Þar féllu atkvæði þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut um 92 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín Jónsson um átta prósent. Kjörsókn var 69,2 prósent í kjördæminu.
Milduðu dóma amfetamínframleiðenda
Landsréttur sakfelldi í dag þá Alvar Óskarsson, Einar Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði og kannabisrækt í útihúsi bóndabæjar á Suðurlandi. Þeir fengu þó vægari refsingar en þeir höfðu hlotið þegar Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í málinu. Alvar hlaut sex ára fangelsisdóm en þeir Einar og Margeir fimm ár hvor. Allir áttu að sitja ári lengur í fangelsi samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
26.06.2020 - 17:21
Instagram-ferðalangar hrifnir af Hornströndum
Illa undirbúnir Instagram-ferðalangar spyrja ráðvilltir um næstu verslun, jafnvel án matar og regnfata.
25.06.2020 - 09:19
Makrílveiðar hefjast fyrr en á síðustu vertíð
Makrílvertíðin er hafin og fyrirtæki í uppsjávarveiðum smám saman að snúa sér að því verkefni eftir fremur endasleppa kolmunnavertíð. Nokkur óvissa ríkir um sölu og verð fyrir makrílafurðir í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.
24.06.2020 - 20:43
Umsóknum í landslagsarkitektúr fjölgar um 240%
Aðsókn í grunnnám á háskólastigi við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Aukning er langmest í BS námi í landslagsarkitektúr en umsóknum fjölgaði um 240% á milli ára. Jafnframt hafa aldrei fleiri stundað doktorsnám við skólann. 
24.06.2020 - 12:42
Samþykktu að greiða leið tveggja vindorkuvera
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti í gær breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gera ráð fyrir því að þar rísi tvö vindorkuver. Breytt aðalskipulag er nú til umsagnar hjá Skipulagsstofnun sem síðan auglýsir breytingarnar og opnar fyrir umsagnir. Andstæðingar annars vindorkuversins hafa lokað vefsíðunni Dalabyggð.is í mótmælaskyni.
23.06.2020 - 13:50
Sumarlandinn
Ganga með Gandálf og Kjalar ofan í gilið
Í fyrsta þætti af Sumarlandanum skellti Helga Margrét sér í geitalabb með Sigríði Ævarsdóttur á Gufuá í Borgarfirði. Í því felst einfaldlega að setja ól á geit og fara með hana í göngutúr í núttúrunni kring um bæinn.
21.06.2020 - 11:20
Hækkað vöruverð í Dalabyggð ógnar byggðarþróun
Sveitarstjóri Dalabyggðar segir að verð hafi hækkað í einu matvöruversluninni í sveitarfélaginu líkt og annars staðar. Hann vill að hið opinbera skerist í leikinn.
20.06.2020 - 12:22
Vilja fjölga opinberum störfum í Stykkishólmi
Stykkishólmur vill viðræður við ríkið um að nýta sóknarfæri um störf án staðsetningar, sem opnaðist í kórónuveirufaraldrinum. Bæjarstjórinn segir að ríkið hafi þarna tækifæri til að ná markmiðum sínum um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.
14.06.2020 - 17:43
Þjálfari tók upp kynferðisbrot sitt gegn 13 ára stúlku
Landsréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir að nauðga þrettán ára stúlku. Maðurinn var 22 ára þegar hann braut á stúlkunni. Maðurinn hafði um skeið þjálfað stúlkuna í íþróttum einu eða tveimur árum fyrir brotið.
12.06.2020 - 16:21
Myndskeið
Vilja ekki vindorkuver á Hróðnýjarstöðum
Sveitarstjórn Dalabyggðar ákveður í næstu viku hvort breyta eigi aðalskipulagi til þess að greiða fyrir byggingu vindorkuvers. Nágrannar jarðarinnar mótmæla og segja vindorkuverk ekki eiga heima í byggð.
10.06.2020 - 11:49
Sagður hafa stungið samfanga sinn 6 sinnum með skærum
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í fangelsi að Kvíabryggju í febrúar síðastliðnum. Hann er sagður hafa stungið samfanga sinn sex sinnum í hægri fót með skærum sem hann hafði tekið í sundur.
08.06.2020 - 11:12
Sóttkví byggingarfulltrúans tafði fyrir svari
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur vísað frá kærumáli íbúa í Stykkishólmi vegna framkvæmda á nágrannalóð hans. Íbúinn kvartaði meðal annars yfir því að erindi hans frá 22. apríl hefði ekki verið svarað. Bæjaryfirvöld sögðu á því eðlilegar skýringar; byggingarfulltrúinn hefði meðal annars verið í sóttkví.
08.06.2020 - 09:48
Græða 300 hektara lands í Hítardal
Þriggja ára landgræðsluverkefni í Hítardal sem nú fer af stað á að hjálpa til við að endurheimta gróðursæld fyrri alda í dalnum. Græða á um 300 hektara í dalnum. Verkefnið mun kosta um 34 milljónir. Rúm þrjátíu ár eru síðan Hítardalur var friðaður. Í honum er stórt uppblásturssvæði sem talið er hafa verið þakið birkikjarri áður fyrr.
05.06.2020 - 20:28
Erfið kolmunnavertíð senn á enda
Íslensku uppsjávarskipin eru nú flest að hætta kolmunnaveiðum og erfið vertíð því senn á enda. Makrílveiðar eru næsta verkefni og líklegt að einhverjar útgerðir sendi skip á makríl strax eftir sjómannadag.
04.06.2020 - 13:38
Fjölskylda komst út eftir að eldur kviknaði í húsi
Fjögurra manna fjölskylda komst út af sjálfsdáðum þegar eldur kviknaði í húsi á bóndabæ í Borgarfirði í nótt. Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út um klukkan hálf fimm í nótt eftir að eldsins varð vart. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri, segir að engum hafi orðið meint af. Fjölskyldan kom sér út og slökkviliðsmenn tóku til við slökkvistörf.
02.06.2020 - 07:38
Eldur kviknaði í gömlu húsi
Slökkvilið Borgarbyggðar berst nú við eld sem kviknaði í gömlu húsi í nótt. Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu að enginn væri í hættu en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um brunann vegna anna.
02.06.2020 - 06:26
Heimamenn kaupa Norðanfisk á Akranesi
Sigurjón Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanfisks fer fyrir hópi fjárfesta frá Akranesi sem nú hefur undirritað kaupsamning við Brim um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að gengið verði frá kaupunum fyrir lok júní.
30.05.2020 - 16:04
Segir mögulega ekki þörf á að grafa í gegnum skriðuna
Gripið hefur verið til ýmissa ráða til þess að tryggja áframhaldandi fengsæld í Hítará eftir að stór skriða breytti farvegi hennar fyrir tveimur árum. Leigutaki að Hítará segir að komandi sumar eigi eftir að skera úr um hvort skriðan hafi bitnað jafn illa á veiði og óttast er.
27.05.2020 - 16:08
Myndskeið
Grafa í gegnum skriðu til að endurheimta farveg Hítarár
Grafa á í gegnum skriðu sem féll í Hítardal fyrir tveimur árum til að endurheimta fyrri farveg Hítarár. Með því á að ná aftur sömu laxveiði úr ánni og áður en skriðan féll.
27.05.2020 - 09:26
Myllum fækkað í fyrirhuguðum vindmyllugarði í Garpsdal
Myllum í fyrirhuguðum vindmyllugarði í Garpsdal verður fækkað frá fyrri tillögu úr 35 í 21 myllu. Þær dreifast yfir stærra svæði en áður var ráðgert og skila minna heildarafli inn á raforkukerfið. Tillögur um breytt aðalskipulag voru kynntar íbúum Reykhólahrepps á rafrænum íbúafundi í gær.
19.05.2020 - 16:50
Ætla að fljúga dróna yfir Norðurárdal í dag
Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri telur að gróðureldar í Norðurárdal í Borgarfirði hafi kviknað af mannavöldum. Gera megi ráð fyrir að tíu til fimmtán hektarar hafi brunnið. Hversu stórt svæði brann komi frekar í ljós síðar í dag þegar dróna verði flogið þarna yfir.
19.05.2020 - 10:07