Vesturland

Fyrsti skjálftinn af stærðinni 3 frá 19. mars
Jarðskjálfti, 3,0 að stærð, varð á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga skömmu eftir klukkan tvö í nótt. Upptök hans voru á 5,7 kílómetra dýpi, hálfan annan kílómetra suðvestur af Keili. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þetta hafa verið fyrsta skjálftann á Reykjanesskaganum sem mælist 3,0 eða stærri síðan 19. mars, og þann fyrsta af þessari stærð við Keili frá 13. mars.
Stormur næstu tvo daga
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna óveðurs sem gengur yfir landið á morgun og páskadag. Útlit er fyrir suðvestanhvassviðri eða storm á Norðurlandi á morgun. Einkum er útlit fyrir vont veður á Tröllaskaga og í Skagafirði og Eyjafirði. Suðvestanstormi er líka spáð á gosstöðvunum á morgun og verður lokað fyrir umferð að þeim allan daginn.
02.04.2021 - 18:52
Spegillinn
Margir líta nágranna hýru auga
Íbúar ellefu sveitarfélaga greiða í ár atkvæði um að sameinast nágranna sveitarfélögum sínum. Þreifingar eða viðræður í sameiningarátt standa yfir á fimmtíu og einu prósenti landsins - landfræðilega séð. Þar búa um 6% íbúa. Talsverð hreyfing hefur verið í sameiningu sveitarfélaga undanfarin misseri. Tvö ný sveitarfélög hafa orðið til á síðustu árum; Múlaþing á Austurlandi og Suðurnesjabær á Suðurnesjum. Nú eru sveitarfélög landsins 69 og talsverðar líkur á að þeim fækki á næstunni.
Slökkvilið kallað út vegna sprengingar á Grundartanga
Slökkviliðsmenn úr Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar verða á vaktinni við verksmiðju Elkem á Grundartanga fram á morgun. Útkall barst um ellefuleytið í gærkvöld vegna sprengingar í verksmiðjunni.
29.03.2021 - 01:48
Norðlægar áttir og frekar kalt
Útlit er fyrir norðlæga vinda og heldur kalda víðast á landinu þegar líður á daginn en fram að því eru breytilegri áttir. Hvassast verður norðvestantil á landinu framan af degi með snjókomu eða éljagangi. Útlit er fyrir þokkalegt veður en nokkuð kalt á gosstöðvunum á Reykjanesskaga en upp úr hádegi gæti orðið talsverð gassöfnun í Geldingadölum áður en norðanáttin lætur til sín taka.
28.03.2021 - 07:48
Valgarður efstur í forvali Samfylkingarinnar
Valgarður Lyngdal Jónsson, kennari og oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akraness, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Hann varð efstur í kjöri í flokksvali á auknu kjördæmisþingi sem fór fram rafrænt í dag.
Vonskuveður á stórum hluta landsins
Útlit er fyrir hvassviðri, storm og jafnvel rok á stórum hluta landsins þegar líður á daginn og framundir morgun. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna vinda og hríðarveðurs allt frá Suðausturlandi til sunnanverðra Vestfjarða og að auki gular viðvaranir vegna Austfjarða, Miðhálendisins, Norðurlands vestra og Vestfjarða. Veðrið byrjar að láta til sín taka síðdegis, verður útbreitt í kvöld en gengur svo niður í hverjum landshlutanum á fætur öðrum þar til í fyrramálið.
27.03.2021 - 07:49
Dalabyggð skoðar sameiningu í Húnaþing og á Snæfellsnes
Byggðarráð Húnaþings vestra og bæjarráð Stykkishólmsbæjar hafa þegið boð sveitarstjórnar Dalabyggðar um fund til að ræða hvort hefja skuli viðræður um mögulega sameiningu við Dalabyggð.
26.03.2021 - 13:45
Rafmagnslaust á Stykkishólmi
Rafmagnslaust er á Stykkishólmi og nærsveitum eftir að spennir á Vogaskeiði leysti út. Tilkynning þessa efnis birtist á vef Landsnets rétt fyrir klukkan eitt.
20.03.2021 - 01:25
Aukafréttatími
Allur aukafréttatími sjónvarpsins vegna eldgossins
Eldgos hófst í Fagradalsfjalli í kvöld. Fréttastofa RÚV sendi út aukafréttatíma vegna eldgossins og ræddi við jarðfræðinga, lögregluþjóna hjá almannavörnum, íbúa í Grindavík, bæjarstjóra í Grindavík og fleiri. Þá voru sýndar myndir í beinni útsendingu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar frá eldstöðvunum.
Ný jarðskjálftahrina undan Reykjanestá
Átta jarðskjálftar yfir þremur að stærð, urðu nú á sjötta tímanum, og raunar varð sá fyrsti laust fyrir klukkan fimm. Enginn þeirra átti þó upptök sín í næsta nágrenni Fagradalsfjalls, heldur urðu þeir allir á Reykjaneshryggnum, vestnorðvestur af Reykjanestá, þar sem jarðskjálftahrina hófst um klukkan hálf fimm í morgun. Þar hafa nú mælst um 100 skjálftar. Þeir stærstu voru 3,7 að stærð.
Enn fækkar skjálftum við Fagradalsfjall
Rólegt hefur verið á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga í dag. Þar urðu þó um 1.300 skjálftar en aðeins einn þeirra mældist yfir þremur að stærð. Sá varð klukkan 11.20 í morgun, stærðin var 3,3 og upptökin á 4,5 kílómetra dýpi, 2,4 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Of snemmt er að segja til um hvort draga muni enn frekar úr virkninni næstu daga en von er á nýjum gervihnattamyndum sem varpað geta ljósi á þróun mála.
Léttir að Baldur sigli á ný
Skipstjórinn á Breiðafjarðarferjunni Baldri segir það vera létti að ferjan er aftur komin í siglingar.
Mikilla framkvæmda þörf vegna myglu í Grundaskóla
Töluverðs viðhalds er þörf á Grundaskóla á Akranesi samkvæmt úttekt Verkís. Fimm sveppategundir sem framleiða hættuleg sveppaeiturefni greindust í sýnum sem send voru til Náttúrfræðistofnunar Íslands. 
18.03.2021 - 16:55
Rúmur sólarhringur frá síðasta skjálfta yfir 3 að stærð
Rúmur sólarhringur er liðinn frá því að síðast mældist skjálfti yfir þremur að stærð á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga. Um 300 jarðskjálftar hafa orðið á skjálftasvæðinu í kringum Fagradalsfjall á Reykjanesskaga frá miðnætti.
Baldur siglir ekki í dag
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur ekki áætlanasiglingar í dag eins og var fyrst lagt upp með. Siglingar hafa legið niður síðan á fimmtudag þegar ferjan bilaði. Verið er að setja varahluti í Baldur og stefnt er að prufusiglingu síðar í dag. Ef allt gengur að óskum verður siglt samkvæmt áætlun á morgun, frá Stykkishólmi klukkan þrjú. Í skoðun er að sigla aukaferð fyrr um daginn, en það verður ákveðið með tilliti til færðar.
Færri skjálftar og smærri en stóra myndin óbreytt
Skjálftavirknin á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga var minni í gær en undanfarna daga. Engu að síður mældust þar í kringum 1.900 skjálftar frá miðnætti til miðnættis, og þótt einungis fjórir þeirra hafi mælst yfir þremur að stærð er enn of snemmt að lesa nokkuð úr því, segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Telur að yfirvöld átti sig á alvarleika málsins
Sveitarfélög við Breiðafjörð kynntu áherslur sínar fyrir vegamálastjóra og samgönguráðherra á fundi í hádeginu. Þar var mikilvægi ferjunnar Baldurs undirstrikuð með tilliti til byggðar og atvinnuuppbyggingar. Áætlanir um að leggja niður ferjusiglingar um Breiðafjörð virðast farnar út af borðinu.
Baldur bilaði vegna gamallar viðgerðar á túrbínu
Gert er ráð fyrir að Breiðafjarðarferjan Baldur sigli á ný á morgun. Verið er að tryggja að ný túrbína sem fengin var um helgina sé í lagi. Samgönguráðherra fundar nú með sveitarfélögum um Baldur.
Stutt og snörp 70 þúsund tonna loðnuvertíð á enda
Veiðum á stuttri loðnuvertíð er nú lokið, en íslenski flotinn mátti aðeins veiða tæp 70 þúsund tonn. Talið er að útflutningsverðmæti afurða verði allt að 25 milljarðar króna.
Flutningstími getur tvöfaldast þegar Baldur er úr leik
Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá eldisfyrirtækinu Arctic Fish segir miklu máli skipta að hægt sé að treysta á áreiðanlegar ferjusiglingar um Breiðafjörð. Falli niður ferð hjá Baldri getur flutningstími vöru frá sunnanverðum Vestfjörðum tvöfaldast.
„Bara ömurlegt fyrir okkar samfélag þarna fyrir vestan“
Breiðafjarðarferjan Baldur kom loks til hafnar í Stykkishólmi í dag. Einn farþeganna segir óboðlegt að hafa ferju í Breiðafirði með einungis einni vél.
Bilun Baldurs hafði strax áhrif á atvinnulíf
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir að óhug hafi sett að fólki þegar vélin í Baldri bilaði í gær. Þetta sé það sem heimamenn hafi haft áhyggjur af að gæti gerst og jafnvel á versta tíma. Hún segir að tryggja verði samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og annarra landshluta. Undir því eigi samfélagið og atvinnulífið allt sitt. Hætta þurfti slátrun í fiskeldi þar sem ekki var hægt að flytja afurðir burt.
Búið að koma taug milli Þórs og Baldurs
Varðskipið Þór er komið með Breiðafjarðarferjuna Baldur í tog og siglir með hana að Stykkishólmi. Nú er gert ráð fyrir að skipin komi að Stykkishólmi um klukkan eitt. Vegna aðstæðna þar getur Þór ekki dregið skipið inn í höfnina heldur tekur hafnsögubáturinn Fönix þá við drættinum síðasta spölinn. Það verður gert þegar aðstæður leyfa.
Þingmenn um Baldur: Úrelt skip og stórhættulegt mál
Fimm þingmenn Norðvesturkjördæmis lýstu miklum áhyggjum af stöðu samgangna á Vestfjörðum og öryggi sjófarenda vegna bilunar í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Þingmennirnir tóku til máls í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar á Alþingi. Þingmennirnir fimm sögðu að núverandi skip hentaði illa til flutninganna, öryggi væri ekki nægilega vel tryggt og að samgöngur við sunnanverða Vestfirði væru í mikilli tvísýnu.