Vesturbyggð

Myndskeið
Leikskólinn á Patreksfirði of lítill
Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði er of lítill fyrir börn bæjarins að öðru sinni á síðustu árum. Elsti árgangurinn hefur verið fluttur í grunnskólann svo börnin komist fyrir. Börnunum hefur fjölgað mikið frá 2008. Árið 2013 var ljóst að skólinn var yfirfullur.
05.11.2019 - 10:49
Nær tvöfalda herbergjafjölda í Flókalundi
Herbergjafjöldi á Hótel Flókalundi nær tvöfaldast þegar tólf ný herbergi koma í koma í gagnið næsta vor. Upprunaleg bygging er um fimmtíu ára gömul.
31.10.2019 - 12:51
Hvernig yrðu sameinaðir Vestfirðir?
Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög, þar af er einungis Ísafjarðarbær með yfir þúsund íbúa. Ef þingsályktunartillaga sveitarstjórnarráðherra um málefni sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarki er samþykkt verða öll hin sveitarfélögin á kjálkanum að leita til sameininga. Þar af eru þrjú sveitarfélög sem ná ekki 250 íbúum og yrðu því að sameinast fyrir næstu almennu sveitarstjórnarkosningar 2022. Það eru Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.
Fær ekki að fylla upp í skurði
Landeigandi á Fífustöðum í Ketildölum vill endurheimta votlendi á jörðinni sinni. Vesturbyggð heimilar ekki framkvæmdina. Votlendissjóður segir viðbrögð sveitarfélagsins þvert á öll önnur sveitarfélög. Bóndi á næsta bæ segir sér ekki stætt ef land Fífustaða fer í endurheimt votlendis.
Kertum fleytt fyrir fórnarlömb kjarnorkuárása
Friðarsinnar safnast saman í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði í kvöld og fleyta kertum til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí, 6. og 9. ágúst 1945. Í tilkynningu frá Samtökum Hernaðarandstæðinga, sem standa að kertafleytingunni, segir að með athöfninni sé jafnframt minnt á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna, enda séu þau enn í dag einhver mesta ógnin við tilvist mannkyns.
09.08.2019 - 06:25
Línubátur strandaði í Patreksfirði
Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld eftir að línubáturinn Núpur strandaði í Patreksfirði. Björgunarskip frá björgunarsveitinni Blakki fór á vettvang ásamt dráttarbátnum Garðari Jörundssyni frá Patreksfjarðarhöfn. Engin hætta var talin vera á ferðum enda blíðskaparveður á þessum slóðum og var þess beðið að fá öflugri bát til að draga línubátinn af strandstað.
25.11.2018 - 21:31
Formenn funduðu um fiskeldismálið í gær
Formenn stjórnarflokkanna funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarhrepps ásamt sveitastjórnarmönnunum í þessum tveimur bæjarfélögum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra,. Hún segist vona að farsæl lausn finnist á máli sveitarfélaganna tveggja eftir að úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál ógilti rekstrarleyfi til sjókvíaeldis á Vestfjörðum.
Mótmæla fullyrðingu Óttars um fjölda starfa
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, segjast í yfirlýsingu gera alvarlegar athugasemdir við fréttaflunting Ríkisútvarpsins um fiskeldi í Patreksfirði og Tálknafiði. Í frétt fyrr í dag sagði Óttar Yngvason, lögmanni náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, að aðeins væru fimm til tíu manns komnir til vinnu við eldi í Patreksfirði og 25 manns til vinnu við eldi í Arnarfirði.
06.10.2018 - 18:58
„Algjörlega galið“ að láta Dynjandisheiði bíða
Það er galið að ætla ekki að laga veginn um Dynjandisheiði fyrr en eftir þrjú til fimm ár. Þetta segir formaður Vestfjarðastofu. Hann lýsir vonbrigðum með samgönguáætlun og segir það sorglegt hvernig stjórnmálamenn leiki sér að væntingum Vestfirðinga. Það sé með ólíkindum að ekki verði búið að laga veginn um Dynjandisheiði þegar Dýrafjarðargöng verða tekin í notkun.
22.09.2018 - 11:44
Fá bætur vegna skorts á akstursþjónustu
Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti nýverið að greiða aðstandendum aldraðrar fatlaðrar konu 4,5 milljónir króna í sátt vegna aksturþjónustu fyrir fatlað fólk sem að konan fékk ekki á árinum 2012-2017. Konan, sem hét Sigríður Guðbjartsdóttir, lést síðasta haust.
30.07.2018 - 10:58
Níu vilja stýra Vesturbyggð
Níu sóttu um starf bæjarstjóra í Vesturbyggð, sex karlar og þrjár konur. Umsóknarfrestur rann út mánudaginn 2. júlí.
04.07.2018 - 14:52
Vilja bætur vegna þjónustu sem var ekki veitt
Aðstandendur konu sem að fékk ekki aksturþjónustu fyrir fatlað fólk í Vesturbyggð fara fram á 4,5 milljónir króna í bætur en samkvæmt Umboðsmanni Alþingis var Vesturbyggð óheimilt að takmarka akstursþjónustuna við tiltekna félagsmiðstöð í bænum.
29.05.2018 - 20:53
Framsóknarflokkur í lykilstöðu í Ísafjarðarbæ
Útlit er fyrir að breytingar á bæjarstjórastólum á Vestfjörðum eftir kosningarnar á laugardaginn. Í Ísafjarðarbæ féll meirihluti Í-listans og þar eru framsóknarmenn í lykilstöðu.
Ný sýn sigraði í Vesturbyggð
Ný sýn fékk 54,3% atkvæða í Vesturbyggð og fjóra menn kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir 45,7% og þrjá menn. Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir sem voru einir í framboði fyrir fjórum árum töpuðu því meirihluta sínum.
Kjörsókn vex í Kópavogi – dræmt í Hafnarfirði
Kjörsókn í Kópavogi tók kipp nú síðdegis og klukkan þrjú mjakaðist hún í fyrsta skipti í dag upp fyrir kjörsóknina á sama tíma fyrir fjórum árum. Hún fór svo hægt af stað í morgun að mönnum leist ekki á blikuna, að sögn Snorra Tómassonar kjörstjórnarformanns. Klukkan þrjú höfðu aftur á móti 6.046 kosið í Kópavogi, sem eru 23,4%, samanborið við 22,9% fyrir fjórum árum.
Kosið á ný í Vesturbyggð
Aðeins einn listi bauð fram til sveitarstjórnarkosninga í Vesturbyggð í síðustu kosningum og því var sjálfkjörið og Sjálfstæðismenn og óháðir fengu alla sjö bæjarfulltrúana. Nú býður nýr listi fram til sveitarstjórnarkosninga sem kallar sig Nýja sýn. Oddviti Nýrrar sýnar er Iða Marsibil Jónsdóttir. Hún segir að megináhersla listans sé að koma fleirum að borðinu.
Húsnæðisskortur geti stuðlað að afturför
Verkalýðsforingi á Vestfjörðum segir að húsnæðisskorti á landsbyggðinni geti fylgt afturför. Íbúasamsetning verði ójöfn vegna farandverkamennsku og hlutfall karla of hátt. Bíldudalur á sunnanverðum Vestfjörðum er eitt þeirra þorpa þar sem skortir húsnæði vegna uppgangs í þorpinu og enn eykst eftirpurn eftir starfsfólki.
12.03.2018 - 10:20
Ferskir vindar hlutu Eyrarrósina
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar hlaut Eyrarrósina í dag, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.
Töldu sig fylgja reglum um akstursþjónustu
Bæjarstjórinn í Vesturbyggð segir að það sé forgangsmál að ríkisvaldið setji skýrar reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Sveitarfélagið taldi sig fylgja reglum um aksturþjónustu en umboðsmaður Alþingis segir að það hafi brotið lög.
09.01.2018 - 12:42
Akstur: Fá úrræði fyrir fólk með fötlun
Vesturbyggð var óheimilt að takmarka akstursþjónustu við fatlaða konu við tiltekina félagsmiðstöð í bænum. Þetta er mat Umboðsmanns Alþingis, sem telur að málsmeðferð sveitarfélagsins og úrskurðarnefndar velferðarmála hafi farið í bága við lög. Hann telur að stjórnvöld verði að taka af allan vafa um rétt fatlaðs fólks til akstursþjónustu. Sonur konunnar segir fólk með fötlun vera varnarlaust og ekki hafa mörg tækifæri til að berjast.
08.01.2018 - 20:21
Bæta samgöngur við sunnanverða Vestfirði
Fjölga á ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í vetur samkvæmt tilmælum Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til Vegagerðarinnar. Fjölgunin er í samræmi við óskir heimamanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Þá stendur til að bæta við ferðum í flugáætlun milli Bíldudals og Reykjavíkur frá 1. febrúar á næsta ári.
26.10.2017 - 15:08
Skóflustunga að Dýrafjarðargöngum í maí
Fyrsta skóflustungan að Dýrafjarðargöngum verður tekin um miðjan maí. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Samgönguráðherra, vegamálastjóri og forráðamenn verktakafyrirtækja skrifuðu undir samning um gerð ganganna í gær. Einn og hálfur milljarður er ætlaður í framkvæmdina í ár og þrír á því næsta. Verktakarnir, Metrostav frá Tékklandi og Suðurverk, hyggjast gera göngin fyrir 8,7 milljarða króna, samkvæmt tilboði.
21.04.2017 - 10:56
Fær takmarkaða akstursþjónustu frá Vesturbyggð
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest synjun Vesturbyggðar á aksturþjónustu fyrir fatlaða aldraða konu umfram akstur í skipulagt tómstundastarf. Aðstandendur konunnar hafa barist fyrir því um árabil að konan fái akstursþjónustu fyrir fatlað fólk frá sveitarfélaginu líkt og tíðkast víða í stærri sveitarfélögum. Konan hefur ekki fengið akstursþjónstu frá því umsókn barst árið 2012.
16.12.2016 - 15:16
Friðbjörg starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar
Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð, hefur tekið við störfum Ásthildar Sturludóttir bæjarstjóra Vesturbyggðar sem komin er í barnsburðarleyfi.
16.11.2016 - 16:54
Merkir steingervingar sýndir á Brjánslæk
Steingervingar, sem eitt sinn fundust í náttúruvættinu Surtarbrandsgili á Barðaströnd, eru nú til sýnis á sýningu á Brjánslæk sem tileinkuð er gilinu. Steingervingarnir eru úr safni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Umhverfisstofnun stendur að sýningunni í samstarfi við ábúendur á Brjánslæk.
16.08.2016 - 13:58