Vesturbyggð

Kosið á ný í Vesturbyggð
Aðeins einn listi bauð fram til sveitarstjórnarkosninga í Vesturbyggð í síðustu kosningum og því var sjálfkjörið og Sjálfstæðismenn og óháðir fengu alla sjö bæjarfulltrúana. Nú býður nýr listi fram til sveitarstjórnarkosninga sem kallar sig Nýja sýn. Oddviti Nýrrar sýnar er Iða Marsibil Jónsdóttir. Hún segir að megináhersla listans sé að koma fleirum að borðinu.
Húsnæðisskortur geti stuðlað að afturför
Verkalýðsforingi á Vestfjörðum segir að húsnæðisskorti á landsbyggðinni geti fylgt afturför. Íbúasamsetning verði ójöfn vegna farandverkamennsku og hlutfall karla of hátt. Bíldudalur á sunnanverðum Vestfjörðum er eitt þeirra þorpa þar sem skortir húsnæði vegna uppgangs í þorpinu og enn eykst eftirpurn eftir starfsfólki.
12.03.2018 - 10:20
Ferskir vindar hlutu Eyrarrósina
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar hlaut Eyrarrósina í dag, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.
Töldu sig fylgja reglum um akstursþjónustu
Bæjarstjórinn í Vesturbyggð segir að það sé forgangsmál að ríkisvaldið setji skýrar reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Sveitarfélagið taldi sig fylgja reglum um aksturþjónustu en umboðsmaður Alþingis segir að það hafi brotið lög.
09.01.2018 - 12:42
Akstur: Fá úrræði fyrir fólk með fötlun
Vesturbyggð var óheimilt að takmarka akstursþjónustu við fatlaða konu við tiltekina félagsmiðstöð í bænum. Þetta er mat Umboðsmanns Alþingis, sem telur að málsmeðferð sveitarfélagsins og úrskurðarnefndar velferðarmála hafi farið í bága við lög. Hann telur að stjórnvöld verði að taka af allan vafa um rétt fatlaðs fólks til akstursþjónustu. Sonur konunnar segir fólk með fötlun vera varnarlaust og ekki hafa mörg tækifæri til að berjast.
08.01.2018 - 20:21
Bæta samgöngur við sunnanverða Vestfirði
Fjölga á ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í vetur samkvæmt tilmælum Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til Vegagerðarinnar. Fjölgunin er í samræmi við óskir heimamanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Þá stendur til að bæta við ferðum í flugáætlun milli Bíldudals og Reykjavíkur frá 1. febrúar á næsta ári.
26.10.2017 - 15:08
Skóflustunga að Dýrafjarðargöngum í maí
Fyrsta skóflustungan að Dýrafjarðargöngum verður tekin um miðjan maí. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Samgönguráðherra, vegamálastjóri og forráðamenn verktakafyrirtækja skrifuðu undir samning um gerð ganganna í gær. Einn og hálfur milljarður er ætlaður í framkvæmdina í ár og þrír á því næsta. Verktakarnir, Metrostav frá Tékklandi og Suðurverk, hyggjast gera göngin fyrir 8,7 milljarða króna, samkvæmt tilboði.
21.04.2017 - 10:56
Fær takmarkaða akstursþjónustu frá Vesturbyggð
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest synjun Vesturbyggðar á aksturþjónustu fyrir fatlaða aldraða konu umfram akstur í skipulagt tómstundastarf. Aðstandendur konunnar hafa barist fyrir því um árabil að konan fái akstursþjónustu fyrir fatlað fólk frá sveitarfélaginu líkt og tíðkast víða í stærri sveitarfélögum. Konan hefur ekki fengið akstursþjónstu frá því umsókn barst árið 2012.
16.12.2016 - 15:16
Friðbjörg starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar
Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð, hefur tekið við störfum Ásthildar Sturludóttir bæjarstjóra Vesturbyggðar sem komin er í barnsburðarleyfi.
16.11.2016 - 16:54
Merkir steingervingar sýndir á Brjánslæk
Steingervingar, sem eitt sinn fundust í náttúruvættinu Surtarbrandsgili á Barðaströnd, eru nú til sýnis á sýningu á Brjánslæk sem tileinkuð er gilinu. Steingervingarnir eru úr safni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Umhverfisstofnun stendur að sýningunni í samstarfi við ábúendur á Brjánslæk.
16.08.2016 - 13:58
Áform um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk
Vesturbyggð hefur keypt bíl til að þjónusta aldraða til og frá félagsstarfi og getur sá bíll einnig þjónusta fatlað fólk. Þetta segir Ásthildur Sturludóttir, sveitarstjóri í Vesturbyggð. Vonast er að bíllinn verði kominn fyrir haustið. Hún segir það ekki rétt mat réttindavaktar Velferðaráðuneytisins að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við niðurstöðu úrskurðar félagsþjónstu- og húsnæðismála um að fella niður ákvörðun sveitarfélagsins um synjun á akstursþjónustu fyrir rúmlega áttræða konu.
08.07.2016 - 10:50
Fær enn ekki akstursþjónustu frá Vesturbyggð
Rúmlega áttræð kona í Vesturbyggð fær enn ekki akstursþjónustu fyrir fatlað fólk þrátt fyrir áralangar óskir. Vesturbyggð synjaði konunni á sínum tíma um akstursþjónustu á þeim forsendum að ekki hafi viðunandi tilboð borist í aksturinn en segir nú að sveitarfélaginu beri ekki skylda til að sinna ferðum aldraðra út í samfélagið.
07.07.2016 - 12:25
Ljúka við sameiningu Arnarlax og Fjarðalax
Stefnt er að því að ljúka sameiningu fiskeldisfyrirtækjanna Arnarlax og Fjarðarlax í lok mánaðarins. Framkvæmdastjóri Arnarlax telur að með sameiningunni geti fyrirtækið eflt frekari uppbyggingu og um leið borið sig saman við sambærileg fyrirtæki í iðnaðinum.
23.06.2016 - 16:26
Ósáttur við deiliskipulag við Látrabjarg
Landeigandi við Látrabjarg er ósáttur við deiliskipulag við bjargið. Hann er einn þeirra sem er mótfallinn áformum um friðlýsingu en vegna andstöðu nokkurra landeigenda hefur Umhverfisstofnun hætt undirbúningsferli friðlýsingar Látrabjargs.
10.06.2016 - 16:03
Framtíð tveggja grunnskóla í óvissu
Framtíð tveggja grunnskóla á Vestfjörðum verður í nokkurri óvissu þegar fækkar til muna í skólunum í vor. Kennari segir sveitaskóla sem þessa lykilatriði fyrir framtíð byggða.
14.05.2016 - 14:39
Nýr grunnskóli á Bíldudal
Börnum á Bíldudal hefur fjölgað til muna og í haust verður Grunnskóla Vesturbyggðar skipt upp í tvo sjálfstæða skóla, á Patreksfirði og á Bíldudal. Á sama tíma verður starfsemi grunnskóladeildarinnar á Barðaströnd breytt svo að börnum verður ekið yfir á Patreksfjörð.
13.05.2016 - 13:05
Umsvif í hafnarlífi Bílddælinga
Umferð um Bíldudalshöfn hefur aukist mikið undanfarið. Stækkun hafnarinnar er á teikniborðinu, segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Til að mæta auknu álagi er gert ráð fyrir því að stórskipakantur verði lengdur og að framkvæmdir hefjist árið 2017 eða 2018
14.04.2016 - 17:00
Tveir nemendur eftir í Birkimelsskóla
Einungis tveir nemendur verða í Birkimelsskóla á Barðaströnd á næsta ári. Börn skólans eru nú fimm en mun fækka í tvö þegar þrjú börn útskrifast úr 10. bekk í vor. Íbúar á Barðaströnd hafa lýst yfir áhyggjum sínum af lokum skólastarfsins.
25.02.2016 - 11:48
Styrkir stoðirnar á sunnanverðum Vestfjörðum
Gengið hefur verið frá samningi um að aflamark Byggðastofnunnar, sem áður var úthlutað Tálknfirðingum, muni haldist innan atvinnusvæðisins og þannig byggðafesta á vinnusóknarsvæðum þéttbýlisstaða á sunnaverðum Vestfjörðum efld. Að samkomulaginu koma Byggðastofnun, Oddi á Patreksfirði og útgerðarfyrirtækin Stegla og Garraútgerðin á Tálknafirði. Framkvæmdastjóri Odda segir samkomulagið styrkja stoðirnar á sunnanverðum Vestfjörðum.
10.02.2016 - 13:48
Viðsnúningur í Vesturbyggð
Fólki á Vestfjörðum hefur fækkað frá árinu 1990 en viðsnúningur varð í Vesturbyggð á árunum 2011 til 2014 þegar fólki fjölgaði að nýju. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða gerði um stöðuna hjá Vesturbyggð í maí 2015 fyrir sveitarfélagið.
09.02.2016 - 10:18
Ekki séð svona mikinn snjó síðan árið 2000
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á öllum Vestfjörðum. Því var lýst yfir á sunnanverðum fjörðunum um áttaleytið í gærkvöld og norðanverðum Vestfjörðum rétt fyrir klukkan tíu. Á Patreksfirði er í gildi hættustig vegna snjóflóða. Þar hefur ekki snjóað svona mikið síðan árið 2000.
05.02.2016 - 08:14
Hætt við ráðningu vegna kynferðisbrotadóms
Vesturbyggð hefur ákveðið að falla frá ráðningu skólastjóra við tónlistarskóla sveitarfélagsins. Tilkynnt var um ráðninguna fyrir helgi en fallið frá henni í gær, 10. janúar.
10.01.2016 - 23:08
„Höggið varð mýkra“
Það var reiðarslag fyrir Tálknafjarðarhrepp þegar öllum tuttugu og sex starfsmönnum fiskvinnslunnar Þórsbergs var sagt upp. Það voru um tíu prósent af íbúum hreppsins. Fljótlega varð ljóst að vinnslan yrði ekki opnuð að nýju. Þrátt fyrir það virðist útlitið nú bjartara.
01.12.2015 - 19:42
Tveir flöskuhálsar að Vesturbyggð
„Brjánslækjarhöfn er flöskuháls inn og út úr Vesturbyggð,“ segir Valgeir Davíðsson íbúi á Barðaströnd. Hann segir breytingar á Brjánslækjarhöfn nauðsynlegar til að mæta auknu álagi á höfnina. Hann vakti nýverið athygli á málum hafnarinnar á fundi Hafnarstjórnar Vesturbyggðar.
24.11.2015 - 12:35
Útgerð efld á Patreksfirði
Byggðastofnun hefur samþykkt að 400 tonna aflamark Byggðastofnunnar, sem tilheyrði Tálknfirðingum, verði veitt af útgerðaraðilum á Tálknafirði og útgerðinni Odda á Patreksfirði sem mun vinna aflann. Þannig mun aflamarkið haldast innan atvinnusvæðisins og fjölmörg störf skapast. Þetta segir Sigurður Viggósson framkvæmdastjóri útgerðarinnar Odda á Patreksfirði.
23.11.2015 - 14:08