Vesturbyggð

Bílddælingar uggandi yfir fyrirhuguðu risasláturhúsi
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax ætlar að reisa níu þúsund og fimm hundruð fermetra sláturhús á Vatneyri á Patreksfirði. Ekki liggur fyrir hver framtíð sláturhúss fyrirtækisins verður á Bíldudal, en heimamenn eru uggandi.
12.05.2022 - 18:00
X22 - Vesturbyggð
Þörf á innviðauppbyggingu eftir uppsveiflu síðustu ára
Uppbygging innviða í kjölfar íbúafjölgunar, og umhverfismál, eru meðal þess sem brennur á kjósendum í Vesturbyggð. Íbúar á Barðaströnd vilja að tekið sé á skólamálum þar í sveit.
Brýnt að fá ferju sem uppfyllir nútímaöryggiskröfur
Bæjarstjórinn í Stykkishólmi segir afar brýnt að fá ferju yfir Breiðafjörð sem uppfylli nútíma öryggiskröfur, ekki síst skip búið tveimur vélum. Kallað hafi verið eftir því um töluverða hríð.
Viðtal
Sveitarfélögin fá bara útsvarsgreiðslur af sjávarútvegi
Sveitarfélögin fá lítið í sinn hlut af opinberum gjöldum af sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækjum. Þetta segir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð og formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Samtökin létu taka saman skýrslu um skiptingu opinberra gjalda af þessum tveimur atvinnuvegum. Í ljós hafi komið að þau fá lítið annað en útsvarstekjur. Sveitarfélögin þurfi tekjur til að geta staðið undir innviðauppbyggingu.
Vilja stórtækar aðgerðir í samgöngumálum
Samráðsnefnd Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar segir nauðsynlegt að hefja framkvæmdir til að bæta vegaöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum. Samgönguinnviðir séu ónýtir og landshlutinn hafi setið á hakanum í áratugi.
14.02.2022 - 14:47
Tálknfirðingar ekki til í að hefja samtal við nágranna
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps þiggur ekki boð Vesturbyggðar um að ræða mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Hún beinir málinu til næstu sveitarstjórnar sem tekur til starfa eftir kosningar í maí.
Vilja orku fyrst og þjóðgarð svo á Vestfjörðum
Bæjarstjórn Ísafjarðar vill fyrst sjá lausnir í orkumálum á Vestfjörðum áður en til stofnunar þjóðgarðs á kjálkanum kemur. Stofnun þjóðgarðs hefur staðið í stað síðan málinu var frestað í bæjarstjórn í júní á síðasta ári.
Landinn
Köttur ræður öllu í bókaútgáfu á Patreksfirði
Það er í nógu að snúast hjá bókaútgefendum landsins þessa dagana. Birta Ósmann Þórhallsdóttir og kötturinn Skriða eru þar engin undantekning. „Hún ræður öllu, velur inn hvaða bækur prentast og hvernig og velur liti og pappír og ég er eiginlega bara talsmaður hennar og sé um öll mál sem er erfitt fyrir ketti að sinna,“ segir Birta.
02.12.2021 - 07:50
Grundfirðingar og Patreksfirðingar takast á við hópsmit
Fjórðungur allra Grundfirðinga eru nú ýmist í einangrun eða sóttkví og enn greinast smit utan sóttkvíar. Skólahald á Patreksfirði liggur niðri út þessa viku vegna hópsmits sem kom upp í gær.
24.11.2021 - 12:30
Reikna með að ný Breiðafjarðarferja kosti 4,5 milljarð
Reiknað er með að þungaflutningar um Breiðafjörð muni nær tvöfaldast á næstu fimm árum með auknum umsvifum í fiskeldi. Sveitarfélög bíða óþreyjufull eftir að hafist verði handa við að endurhanna hafnarmannvirki. Ný ferja ætti að kosta fjóra og hálfan milljarð í smíðum.
Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið styðji betur við uppbyggingu vegna eldis
Sveitarfélög á Vestfjörðum telja að ríkið verði að setja meira fé í uppbyggingu innviða til að styðja við fiskeldi og að auðlindagjöld eigi að renna beint til sveitarfélaga. Þetta kom fram á fundi um fiskeldi sem helstu hagsmunaaðilar atvinnuvegarins á Vestfjörðum sóttu.
Undirritun skilmála fyrir nýjum þjóðgarði frestast
Orkubú Vestfjarða hefur áhyggjur af því að fyrirhugaður þjóðgarður á Vestfjörðum muni standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Skilmálar verða ekki undirritaðir 17. júní eins og upphaflega stóð til.
Telur að yfirvöld átti sig á alvarleika málsins
Sveitarfélög við Breiðafjörð kynntu áherslur sínar fyrir vegamálastjóra og samgönguráðherra á fundi í hádeginu. Þar var mikilvægi ferjunnar Baldurs undirstrikuð með tilliti til byggðar og atvinnuuppbyggingar. Áætlanir um að leggja niður ferjusiglingar um Breiðafjörð virðast farnar út af borðinu.
Slasaður maður var fluttur suður með þyrlu frá Bíldudal
Átök áttu sér stað í íbúðarhúsi á Bíldudal á sunnudag. Þegar lögreglu bar þar að garði var maður þar með áverka og skerta meðvitund. Hann var fluttur suður til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar en reyndist svo ekki með alvarlega áverka.
18.02.2021 - 10:30
Landinn
Vonast til að nemendur finni sinn innri listamann
Skólastarf í grunnskólum sunnanverðra Vestfjarða hefur verið brotið reglulega upp í vetur með listasmiðjum.
Kalkþörungafélagið má framleiða 120 þúsund tonn á ári
Íslenska Kalkþörungafélagið hefur fengið leyfi fyrir 120 þúsund tonna framleiðslu á kalki og öðrum afurðum. Þetta er 35 þúsund tonna aukning frá fyrra leyfi sem var gefið út fyrir þremur árum. Fyrirætlanir um að koma af stað vinnslu í Súðavík hafa dregist mikið.
Vesturbyggð skoðar sameiningu við Tálknafjarðarhrepp
Vesturbyggð ætlar að skoða hagkvæmni þess að sameinast Tálknafjarðarhreppi. Tálknfirðingum er hins vegar ekki boðið með í það ferli.
Myndskeið
Vilja meira viðhaldsfé til Vegagerðarinnar
Samgönguráðherra segist jákvæður fyrir gangagerð á milli þéttbýla á sunnanverðum Vestfjörðum. Hámarkshraði á hluta Bíldudalsvegar hefur verið lækkaður síðustu mánuði vegna ónýts slitlags. Vestfirðingar fagna jákvæðni gagnvart gangagerð en vilja aukið viðhaldsfé til Vegagerðarinnar.
Vesturbyggð stefnir Arnarlaxi vegna vangoldinna gjalda
Sveitarfélagið Vesturbyggð hefur stefnt Arnarlaxi vegna vangoldinna aflagjalda. fyrirtækið hefur greitt inn á kröfur sveitarfélagsins í takt við eldri gjaldskrá, sem ekki er lengur í gildi. Fyrirtækið segir skorta gagnsæi á hvert gjöldin renna.
Vilja jarðgöng í stað ónýtra vega á Suðurfjörðunum
Formaður Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum vill að jarðgöng komi í stað ónýtra fjallvega. Vegurinn um Mikladal er ónýtur og klæðning þar víða farin af. Endurbygging myndi kosta um milljarð króna.
Kostar milljarð að laga ónýta vegi á Suðurfjörðum
Umtalsverðar slitlagsskemmdir eru á veginum um Mikladal, í Tálknafirði og á Bíldudalsvegi. Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir þörf á að endurbyggja veginn en það myndi kosta hátt í milljarð króna.
01.01.2021 - 13:00
Hafa þungar áhyggjur af ástandi vega á Vestfjörðum
Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð lýstu á fundi sínum í gær þungum áhyggjum sínum vegna ástands vega í sveitarfélaginu. Bundið slitlag á vegaköflum er horfið þrátt fyrir tilraunir til úrbóta í sumar. Bæjarráð segir aðeins tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verður á þessum vegaköflum.
18.12.2020 - 11:45
Fjarstæðukennt að halda því fram að þjónustu fari aftur
Hreppsnefnd Árneshrepps sýtir það að Vegagerðin hafi gengið til samninga við flugfélagið Norlandair fremur en Erni um flugþjónustu í hreppinn. framkvæmdastjóri Norlandair segir fjarstæðukennt að halda því fram að þjónustu fari aftur við þessa breytingu.
Flugfélagið Ernir skoðar lagalega stöðu sína
Forstjóri flugfélagsins Ernir segir það ljóst að lög hafi verið brotin þegar Vegagerðin gekk til samninga við Norlandair um flug til Bíldudals og Gjögurs. Lögmenn Ernis skoða næstu skref.
Vill opna þjóðgarð á Vestfjörðum 17. júní 2021
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill stofna þjóðgarð á Vestfjörðum. Unnið er að útfærslu hans og er stefnt á að hann verði opnaður 17. júní á næsta ári.
10.11.2020 - 10:51