Vesturbyggð

Berfætt, náttfataklædd og í annarlegu ástandi
Lögreglan á Vestfjörðum reyndi að aðstoða unga konu sem var á gangi á Ísafirði á þriðjudag í síðustu viku. Hún var berfætt og náttfataklædd. Samkvæmt lögreglu virtist hún í annarlegu ástandi og illa áttuð svo erfitt reyndist að komast að dvalarstað hennar eða áformum. Til að tryggja öryggi hennar var hún færð í fangaklefa og látin sofa úr sér vímuna. Henni var ekið til síns heima daginn eftir, þegar hún gat upplýst um hvar það var.
Súlur Vertical, Króksmóti og Skjaldborg aflýst
Bæjarhátíðum, íþróttamótum og menningarviðburðum um allt land hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um hertar samkomutakmarkanir í morgun. Stjórn Skjaldborgar segist vilja sýna það í verki að við séum öll almannavarnir.
Myndskeið
300.000 rúmmetrar jarðvegs í varnargarða á Patreksfirði
Á Patreksfirði eru framkvæmdir hafnar við tvo nýja ofanflóðagarða. Um 300 þúsund rúmmetrar jarðvegs fara í varnirnar sem kosta 1,3 milljarða króna. Hafist var handa við nýju garðana vor. Framkvæmdaaðilinn er Suðurverk sem annast einnig gerð Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum. Vinnan er umfangsmikil og dylst engum sem í þorpið kemur að staðið sé í stórræðum.
Fá leyfi til að endurheimta votlendi í Ketildölum
Landeigandi á Fífustöðum í Ketildölum á Vestfjörðum fær að endurheimta votlendi á jörðinni sinni. Vesturbyggð heimilaði ekki framkvæmdina í september og vísaði henni til Skipulagsstofnunar.
Grútarmengun ógnar æðarvarpi við Bíldudalsvog
Grútarmengun hefur verið við Bíldudalsvog í Arnarfirði síðustu daga. Mikið æðarvarp er í grennd við Bíldudal og ungum stafar talsverð ógn af grútnum þegar þeir leggja á haf út í fyrsta skipti.
20.05.2020 - 15:21
Fjögur hundruð í skimun á Patreksfirði
Rúmlega 400 sýni hafa verið tekin á Patreksfirði og færri komust að en vildu. Heildarniðurstöður eru væntanlegar eftir helgi. Slakað verður á hertum aðgerðum vegna farsóttarinnar á norðanverðum Vestfjörðum á nokkrum stöðum á mánudaginn.
24.04.2020 - 16:16
Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á suðurfjörðunum. Rýmingu var aflétt á Patreksfirði í gær.
Bætir í snjó á fjöllum og rýming í stöðugri endurskoðun
Minnst fjögur snjóflóð hafa fallið utan byggðar síðasta sólarhringinn og viðbúið að fleiri falli. Sveinn Brynjólfsson hjá snjóflóðavakt Veðurstofunnar segir veður virðast ætla að ganga niður á suðurfjörðunum í kvöld en áfram sé útlitið slæmt á norðanverðum Vestfjörðum. Því má búast við að óvissustig verði áfram í gildi þar til á morgun.
17.03.2020 - 17:23
Hættustig á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða
Hættustig er á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum öllum. Ákveðið hefur verið að rýma tíu íbúðarhús efst á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum. Tvö hús hafa verið rýmd á Patreksfirði.
16.03.2020 - 16:53
Vonar að Dynjandisheiði gangi betur en Teigsskógur
Heilsársvegur um Dynjandisheiði á Vestfjörðum með tengingu í Bíldudal mun stórbæta samgöngur á Vestfjörðum. Umhverfisáhrif framkvæmdarinnar gætu hins vegar verið umtalsverð, samkvæmt frummatsskýrslu Vegagerðarinnar.
Myndskeið
Leikskólinn á Patreksfirði of lítill
Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði er of lítill fyrir börn bæjarins að öðru sinni á síðustu árum. Elsti árgangurinn hefur verið fluttur í grunnskólann svo börnin komist fyrir. Börnunum hefur fjölgað mikið frá 2008. Árið 2013 var ljóst að skólinn var yfirfullur.
05.11.2019 - 10:49
Nær tvöfalda herbergjafjölda í Flókalundi
Herbergjafjöldi á Hótel Flókalundi nær tvöfaldast þegar tólf ný herbergi koma í koma í gagnið næsta vor. Upprunaleg bygging er um fimmtíu ára gömul.
31.10.2019 - 12:51
Hvernig yrðu sameinaðir Vestfirðir?
Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög, þar af er einungis Ísafjarðarbær með yfir þúsund íbúa. Ef þingsályktunartillaga sveitarstjórnarráðherra um málefni sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarki er samþykkt verða öll hin sveitarfélögin á kjálkanum að leita til sameininga. Þar af eru þrjú sveitarfélög sem ná ekki 250 íbúum og yrðu því að sameinast fyrir næstu almennu sveitarstjórnarkosningar 2022. Það eru Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.
Fær ekki að fylla upp í skurði
Landeigandi á Fífustöðum í Ketildölum vill endurheimta votlendi á jörðinni sinni. Vesturbyggð heimilar ekki framkvæmdina. Votlendissjóður segir viðbrögð sveitarfélagsins þvert á öll önnur sveitarfélög. Bóndi á næsta bæ segir sér ekki stætt ef land Fífustaða fer í endurheimt votlendis.
Kertum fleytt fyrir fórnarlömb kjarnorkuárása
Friðarsinnar safnast saman í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði í kvöld og fleyta kertum til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí, 6. og 9. ágúst 1945. Í tilkynningu frá Samtökum Hernaðarandstæðinga, sem standa að kertafleytingunni, segir að með athöfninni sé jafnframt minnt á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna, enda séu þau enn í dag einhver mesta ógnin við tilvist mannkyns.
09.08.2019 - 06:25
Línubátur strandaði í Patreksfirði
Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld eftir að línubáturinn Núpur strandaði í Patreksfirði. Björgunarskip frá björgunarsveitinni Blakki fór á vettvang ásamt dráttarbátnum Garðari Jörundssyni frá Patreksfjarðarhöfn. Engin hætta var talin vera á ferðum enda blíðskaparveður á þessum slóðum og var þess beðið að fá öflugri bát til að draga línubátinn af strandstað.
25.11.2018 - 21:31
Formenn funduðu um fiskeldismálið í gær
Formenn stjórnarflokkanna funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarhrepps ásamt sveitastjórnarmönnunum í þessum tveimur bæjarfélögum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra,. Hún segist vona að farsæl lausn finnist á máli sveitarfélaganna tveggja eftir að úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál ógilti rekstrarleyfi til sjókvíaeldis á Vestfjörðum.
Mótmæla fullyrðingu Óttars um fjölda starfa
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, segjast í yfirlýsingu gera alvarlegar athugasemdir við fréttaflunting Ríkisútvarpsins um fiskeldi í Patreksfirði og Tálknafiði. Í frétt fyrr í dag sagði Óttar Yngvason, lögmanni náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, að aðeins væru fimm til tíu manns komnir til vinnu við eldi í Patreksfirði og 25 manns til vinnu við eldi í Arnarfirði.
06.10.2018 - 18:58
„Algjörlega galið“ að láta Dynjandisheiði bíða
Það er galið að ætla ekki að laga veginn um Dynjandisheiði fyrr en eftir þrjú til fimm ár. Þetta segir formaður Vestfjarðastofu. Hann lýsir vonbrigðum með samgönguáætlun og segir það sorglegt hvernig stjórnmálamenn leiki sér að væntingum Vestfirðinga. Það sé með ólíkindum að ekki verði búið að laga veginn um Dynjandisheiði þegar Dýrafjarðargöng verða tekin í notkun.
22.09.2018 - 11:44
Fá bætur vegna skorts á akstursþjónustu
Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti nýverið að greiða aðstandendum aldraðrar fatlaðrar konu 4,5 milljónir króna í sátt vegna aksturþjónustu fyrir fatlað fólk sem að konan fékk ekki á árinum 2012-2017. Konan, sem hét Sigríður Guðbjartsdóttir, lést síðasta haust.
30.07.2018 - 10:58
Níu vilja stýra Vesturbyggð
Níu sóttu um starf bæjarstjóra í Vesturbyggð, sex karlar og þrjár konur. Umsóknarfrestur rann út mánudaginn 2. júlí.
04.07.2018 - 14:52
Vilja bætur vegna þjónustu sem var ekki veitt
Aðstandendur konu sem að fékk ekki aksturþjónustu fyrir fatlað fólk í Vesturbyggð fara fram á 4,5 milljónir króna í bætur en samkvæmt Umboðsmanni Alþingis var Vesturbyggð óheimilt að takmarka akstursþjónustuna við tiltekna félagsmiðstöð í bænum.
29.05.2018 - 20:53
Framsóknarflokkur í lykilstöðu í Ísafjarðarbæ
Útlit er fyrir að breytingar á bæjarstjórastólum á Vestfjörðum eftir kosningarnar á laugardaginn. Í Ísafjarðarbæ féll meirihluti Í-listans og þar eru framsóknarmenn í lykilstöðu.
Ný sýn sigraði í Vesturbyggð
Ný sýn fékk 54,3% atkvæða í Vesturbyggð og fjóra menn kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir 45,7% og þrjá menn. Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir sem voru einir í framboði fyrir fjórum árum töpuðu því meirihluta sínum.
Kjörsókn vex í Kópavogi – dræmt í Hafnarfirði
Kjörsókn í Kópavogi tók kipp nú síðdegis og klukkan þrjú mjakaðist hún í fyrsta skipti í dag upp fyrir kjörsóknina á sama tíma fyrir fjórum árum. Hún fór svo hægt af stað í morgun að mönnum leist ekki á blikuna, að sögn Snorra Tómassonar kjörstjórnarformanns. Klukkan þrjú höfðu aftur á móti 6.046 kosið í Kópavogi, sem eru 23,4%, samanborið við 22,9% fyrir fjórum árum.