Vestmannaeyjabær

Fimm greindust með COVID-19 í Eyjum - leikskóla lokað
Fimm greindust með COVID-19-smit í Vestmannaeyjum í dag og eru staðfest smit þá orðin sjö talsins í Eyjum. Starfsmaður á leikskóla í bænum er á meðal hinna smituðu, og hefur leikskólanum verið lokað og tugir settir í sóttkví. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
19.03.2020 - 00:38
Fyrsta COVID-19 tilfellið í Vestmannaeyjum
Lögreglumaður í Vestmannaeyjum greindist í dag með COVID-19. Lögreglan í Vestmannaeyjum greinir frá þessu á Facebook í kvöld. Hann er fyrsti einstaklingurinn til að greinast með nýju kórónaveiruna í Eyjum. Ekki er talið að hann hafi smitast við störf sín.
15.03.2020 - 23:17
Töluverður fjöldi olíublautra fugla finnst í Eyjum
Töluvert hefur borið á olíublautum sjófuglum í Vestmannaeyjum undanfarna daga og vikur. Á vef Umhverfisstofnunar segir að flestir fuglarnir hafi fundist við höfnina í Heimaey og í Klaufinni, rétt við Stórhöfða. Ástandið hefur verið viðvarandi í óvenju langan tíma eða allt frá áramótum.
27.02.2020 - 17:24
Flókið verk að hífa Blátind upp úr höfninni í Eyjum
Framkvæmda-og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í gær að hífa bátinn Blátind upp til að kanna ástand hans. Báturinn sökk í miklu óveðri sem gekk yfir landið á föstudag. Ráðið segir verkefnið flókið þar sem skipið er þungt og óskar eftir því að það verði unnið af fyllstu varkárni til að koma í veg fyrir frekari skemmdir eða slys.
19.02.2020 - 17:28
Myndskeið
Fyrirtækjum sagt að útvega sitt eigið varaafl
Atvinnulífið í Vestmannaeyjum er án varaafls. HS veitur hafa ráðlagt fyrirtækjum í bænum að tryggja það sjálf. Framkvæmdastjóri Löngu ehf. segir það óviðunandi. 
16.02.2020 - 19:16
Þyrla í sjúkraflug til Vestmennaeyja
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld til þess að sækja sjúkling til Vestmannaeyja. Ekki var hægt að flytja sjúklinginn með flugvél vegna veðurs. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan hálf tólf í kvöld.
Myndskeið
Óljóst hvað verður gert við Blátind á botninum
„Við tökum okkur nokkra daga í að meta stöðuna og förum og skoðum þetta á mánudaginn, hvað verður gert varðandi skipið,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um skipið Blátind sem sökk í ofsaveðrinu í höfninni í Vestmannaeyjum í morgun. Miklar truflanir hafa orðið á rafmagni í Eyjum í dag, sem Íris segir að sé með öllu óviðunandi.
14.02.2020 - 19:49
Myndskeið
Blátindur sökk í Vestmannaeyjahöfn
Báturinn Blátindur sem hafði losnað frá Skansinum í Vestmannaeyjahöfn er sokkinn. Lóðsinn hafði farið og náð bátnum aftur að bryggju þar sem hann sökk.
14.02.2020 - 11:07
Rafmagnið í Eyjum hangir á bláþræði
Mjög lítið þarf til svo að rafmagnið detti út í Vestmannaeyjum, þar sem nú er stjörnuvitlaust veður að sögn Ívars Atlasonar hjá HS Veitum. Búið er að ræsa varaafl til öryggis til þess að tryggja stöðugan rekstur. Það dugir þó ekki til þess að keyra allt rafmagn í kaupstaðnum.
14.02.2020 - 07:42
Hjálmar: Veturinn hefur verið óvenjulegur
Hjálmar Björgvinsson, aðgerðarstjóri í samhæfingamiðstöð Ríkislögreglustjóra, beinir þeim tilmælum til fólks að æða ekki út í neina óvissu í óveðrinu sem fer yfir landið. Hingað til hefur álagið mest veirð á Vestmannaeyjum og Suðurlandi, en veðrið á eftir að fara yfir Reykjanes, Faxaflóa og Vesturland þegar líður á morguninn.
14.02.2020 - 03:34
Verra veður en spáð var í Vestmannaeyjum
Veðrið í Vestmannaeyjum er verra en spáð hafði verið, segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri. Mesti vindur á Stórhöfða er þegar farinn í 39 metra á sekúndu og 48 metra í hviðum. Ekki bætir úr skák að hvassviðrinu fylgir úrkoma. Spáð hafði verið 32 metrum á sekúndu.
14.02.2020 - 03:04
Fyrstu útköll í Vestmannaeyjum
Björgunarsveitarmenn í Vestmannaeyjum fóru í tvö útköll á öðrum tímanum í nótt. Þakkjölur fauk af litlum hluta húss og tjaldvagn fór af stað. Ekki eru þó miklar skemmdir af þessu að talið er.
14.02.2020 - 02:03
Myndskeið
Óttast atvinnuleysi í Eyjum vegna loðnubrests
Vestmannaeyingar urðu af tæpum átta milljörðum króna í fyrra vegna loðnubrests, samkvæmt nýrri skýrslu. Bæjarstjórinn segir áhrifin alvarlegri en búist var við og óttast aukið atvinnuleysi.
04.02.2020 - 19:24
Maltflaska á flakki um Vestmannaeyjar
Maltflaska sem löngum hefur prýtt Umboðs- og heildverslun Karls Kristmannssonar í Vestmannaeyjum fór á flakk í óveðrinu í gær.
11.12.2019 - 16:38
Gríðarlegt foktjón í Vestmannaeyjum
Björgunarfélagið í Vestmannaeyjum hefur farið í hundrað útköll í nótt og þegar fréttastofa náði tali af Arnóri Arnórssyni, formanni björgunarfélagsins, voru björgunarsveitarmenn í verkefni þar sem þak og hliðarveggur hafði fokið af bílskúr. Arnór segir foktjónið vera mikið en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru stórar skemmdir hjá bæði Vinnslufélaginu og Ísfélaginu. Í Eyjum muna menn varla eftir svona hvelli.
11.12.2019 - 07:58
Segja Herjólf ódýrari en áætlað var
Vegagerðin fullyrðir að heilarkostnðaur við að skipta um ferju í Vestmannaeyjum nemi ríflega 5,3 milljörðum króna. Þá er talinn  með kostnaður við rafvæðingu skipsins. Inni í þessum kostnaði er 4,5 milljarða smíðakostnaður skipsins. Vegagerðin segir að áætlaður kostnaður við smíði skipsins hafi verið 5,6 milljarðar og skipið sé því ódýrara en hafði verið áformað. 
06.12.2019 - 16:15
Fréttaskýring
Herjólfssagan endalausa
Það hefur sjaldan verið nein lognmolla í samgöngumálum Vestmannaeyinga. Áratugur er frá vígslu hinnar byltingarkenndu Landeyjahafnar sem styttir ferðatímann umtalsvert. Kostnaður við smíði nýs Herjólfs fór meira en milljarð fram úr áætlun. Skipið er ekki enn farið að sigla fyrir rafmagni en ferðir í Landeyjahöfn hafa gengið vel síðan það kom úr slipp í október. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir mikilvægt að hafa dýpkunarskip til taks, en að dýpkunartímabilum í höfninni verði að ljúka.
02.12.2019 - 10:10
Gerðu nýjan vetrarsamning um dýpkun Landeyjahafnar
Björgun hf. gert samning við Vegagerðina um að dýpka Landeyjahöfn í vetur. Samningurinn tekur gildi á föstudag þegar haustdýpkun hafnarinnar lýkur. Dýpkunarsamningurinn gildir út janúar á næsta ári.
12.11.2019 - 17:27
Telja engar forsendur fyrir Eyjagöngum
Vegagerðin segir að engar nýjar forsendur séu fyrir því að göng verði gerð milli lands og Vestmannaeyja. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Eyjamaður, sagði í Silfrinu í gær að ljúka þyrfti rannsókn á því hvort göng til Vestmannaeyja væru fýsilegur og raunhæfur kostur.
11.11.2019 - 14:08
Þingnefnd vill úttekt á Landeyjahöfn
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að þingsályktunartillaga um óháða úttekt á Landeyjahöfn verði samþykkt. Þetta kemur fram í nefndaráliti sem birt var á vef Alþingis í gær. Þar er þó lagt til að tími sem gefst til að vinna úttektina verði lengur. Því þurfi að skila henni fyrir 31. ágúst á næsta ári í stað 31. mars.
10.11.2019 - 08:25
790 milljónir vegna tafa og aukareiknings
Ríkið þarf að greiða 790 milljónir króna aukalega vegna nýs Herjólfs samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem var lagt fram á Alþingi í dag. Þar er lagt til að samþykkt verði aukafjárveiting vegna viðbótarkostnaðar við gerð skipsins.
09.11.2019 - 16:51
Deila um hvern eigi að spyrja um bæjarmálefni
Bæjarfulltrúar meirihlutans og minnihlutans í bæjarstjórn Vestmannaeyja tókust á um það á síðasta fundi bæjarstjórnar um hvert bæjarfulltrúar eigi að beina spurningum sínum um málefni bæjarins.
05.11.2019 - 07:19
Kalla eftir öflugra sjúkraflugi
Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Sólveig Sigurðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja, skora á þingmenn og ráðuneyti að bæta stöðu sjúkraflutninga á Vestfjörðum og Suðurlandi. Þær leggja áherslu á að stytta þurfi viðbragðstíma í sjúkraflugi svo ekki fari illa í bráðatilfellum.
23.10.2019 - 06:50
Vegagerðin: Úttekt kostar 50 til 100 milljónir
Vegagerðin telur óraunhæft að óháðri úttekt á Landeyjahöfn verði skilað í mars á næsta ári. Eðlilegra væri að miða við haustmánuði 2020. Ljóst sé að kostnaður við úttekt sem koma ætti að gagni myndi kosta töluverðar fjárhæðir eða 50 til 100 milljónir.
10.10.2019 - 21:27
Helmingi fleiri lundapysjur en í fyrra
Pysjutímabilið stendur nú sem hæst í Vestmannaeyjum og ungir sem aldnir hjálpast að við að koma áttavilltum pysjum á rétta leið. Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands segir helmingi fleiri lundapysjur en í fyrra. 
03.09.2019 - 15:42