Vestmannaeyjabær

Mikill verðmunur á heimsendum mat eftir sveitarfélögum
Það er nær tvöfalt dýrara fyrir eldri borgara á Seltjarnarnesi að panta heimsendann mat, miðað við það sem eldri borgarar í Vestmannaeyjum greiða. Þetta kemur fram í nýrri könnun þar sem þrettán stærstu sveitarfélög landsins voru borin saman.
Einhverjir farþegar farnir frá borði - viðgerð í gangi
Viðgerðir standa enn yfir á hurð í stefni Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs sem átti að sigla frá Þorlákshöfn stundarfjórðung fyrir níu í kvöld. Enn er óljóst hvenær lagt verður frá bryggju, en þeir farþegar sem vildu hafa yfirgefið skipið en aðrir gista um borð.
Herjólfur siglir ekki á Landeyjahöfn fyrri part dags
Herjólfur III siglir ekki til Landeyjahafnar fyrri hluta dags þar sem aldan er að rjúka þar upp, að því er segir í tilkynningu. Því verður siglt til og frá Þorlákshöfn framan af degi. Staðan verður endurmetin eftir klukkan þrjú í dag.
14.10.2022 - 10:02
Gamli Herjólfur siglir ekki í dag
Gamli Herjólfur byrjar ekki að sigla í dag eins og til stóð. Siglingar frestast til morguns vegna bilunar sem kom upp í fyrrakvöld í dýpkunarskipinu Álfsnesi, sem var við dýpkun í Landeyjahöfn. Nýja ferjan, Herjólfur IV, fer í slipp í Hafnarfirði eftir helgi og verður þar í þrjár vikur. Á meðan siglir gamli Herjólfur, Herjólfur III, milli lands og Eyja. Unnið hefur verið að dýpkun Landeyjahafnar undanfarna viku því dýpið er ekki nægjanlegt fyrir gamla Herjólf.
Þór kominn til Vestmannaeyja
Í dag sigldi nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar til Vestmannaeyja. Fjölmenni var við höfnina til að taka á móti skipinu sem var afhent Eyjamönnum við hátíðlega athöfn i dag. Skipið var blessað og því gefið nafnið Þór.
Mjaldrasysturnar verða ekki fluttar í Klettsvík í ár
Mjaldrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá verða ekki fluttar í sjókvína í Klettsvík við Vestmannaeyjar í sumar. Allt var til reiðu fyrir flutninginn um miðjan mánuð þegar bátur sökk í víkinni. Umsjónarmaður mjaldranna segir að þetta séu mikil vonbrigði.
30.08.2022 - 13:59
Pysjutímabilið hafið í Vestmannaeyjum
Pysjutímabilið er hafði í Vestmannaeyjum og þá eru börnin á vaktinni sem og fullorðnir sem breytast í börn samkvæmt Pysjueftirlitinu. Útlit er hins vegar fyrir að fæðuskortur hrjái stofninn.
16.08.2022 - 16:06
Lundaveiðitímabilið lengt
Lundaveiði í Vestmannaeyjum verður leyfð helmingi lengur þetta árið en síðustu ár. Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti á dögunum að heimila lundaveiðar dagana 1. til 15. ágúst. Undanfarin ár hefur verið heimilt að veiða í eina viku á ári.
Endurvekja samtal um jarðgöng milli lands og Eyja
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar sem fram fór í dag, að efna til samtals við ríkið um fýsileika jarðganga á milli lands og Eyja.
09.06.2022 - 19:56
Íris bæjarstjóri - Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar
Eyjalistinn og Fyrir Heimaey hafa komist að samkomulagi um áframhaldandi meirihlutasamstarf í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Páll Magnússon tekur við sem forseti bæjarstjórnar.
20.05.2022 - 11:28
Meirihlutinn heldur í Eyjum
Litlar breytingar urðu á fylgi framboðanna þriggja í Vestmannaeyjum frá kosningunum fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærstur en Fyrir Heimaey og Eyjalistinn halda meirihluta sínum í bæjarstjórn, samkvæmt fyrstu tölum. Oddvitar tveggja síðastnefndu framboðanna segja eðlilegt fyrsta skref að ræða áframhaldandi samstarf ef þetta verða úrslit kosninganna.
Myndband
Brjáluð læti þegar risa höglum rigndi á Vestmannaeyjar
Risastórum höglum rigndi yfir Vestmannaeyjabæ um klukkan fimm í dag. Íbúi í bænum segist aldrei hafa upplifað annað eins haglél, rignt hafi snjóboltum sem skoppuðu til baka eins og poppkorn þegar þeir lentu á jörðinni. Veðurfræðingur segist aldrei hafa séð jafn stór högl áður hér á landi.
13.03.2022 - 19:30
Landinn
Sá ýmislegt þegar hann ræsti fólk til vinnu
Loðnuvertíðin í Vestmannaeyjum gengur vel. Það gefst ekki mikill tími fyrir fyllerí eins og áður var en vertíðin breytir andanum í bænum og rífur upp stemninguna að sögn Benonýs Þórissonar, framleiðslustjórna hjá Vinnslustöðinni.
Fleiri segja upp störfum á Herjólfi
Skipstjóri og annar stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi sögðu nýverið upp störfum og fyrr í vetur gerðu tveir stýrimenn hið saman. Samkvæmt frétt bæjarfjölmiðilsins Tíguls eru uppsagnirnar tilkomnar vegna málefna yfirskipstjóra Herjólfs sem var lækkaður í tign eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu.
Stýrimaður segir upp
Stjórnendur Herjólfs ohf. hafa haldið fundi með fulltrúum áhafna í dag vegna máls skiptstjórans sem sigldi réttindalaus. Einn stýrimaður hefur sagt upp störfum.
Vill að bæjaryfirvöld ræði mál skipstjórans
Hvorki hefur verið rætt í bæjarstjórn eða bæjarráði Vestmannaeyjabæjar um að skipstjóri á Herjólfi hafi siglt réttindalaus í um tíu daga um jólin. Oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórna ætlar að óska eftir því og segir eðlilegt að bærinn sem eigi eina hlutabréfið í útgerð Herjólfs taki á því. 
Vegagerðin - óviðunandi að skipstjóri sigli án réttinda
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segir óásættanlegt að skiptstjóri á Herjólfi hafi siglt eftir að atvinnuréttindi hans runnu út í desember. Í fréttum í gær kom fram að skipstjórinn hefði verið lækkaður í tign eftir að kvörtun barst. 
Öskubíll í eldinn í Vestmannaeyjum
Eldur kviknaði í öskubíl og tveimur öðrum bílum í Vestmannaeyjum um klukkan hálf ellefu í gærkvöld. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en ekki er vitað nánar um tildrög atviksins.
30.12.2021 - 11:11
Formaður bæjarráðs segir oddvita hafa brotið siðareglur
Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, sakar Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, um að hafa brotið fjórar greinar siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ og ákvæði sveitastjórnarlaga og bæjarmálasamþykktar. Hann ætlar að fá þar til bær yfirvöld til að skera úr um það. Hildur Sólveig segir það Njáli til minnkunar að saksækja hana þegar hún leiti leiða til að tryggja vernd og vellíðan starfsmanna bæjarins.
Þjóðhátíðarleysið heggur stórt skarð í rekstur ÍBV
Forsvarsmenn ÍBV og bæjarstjóri Vestmannaeyja hafa átt fundi með menntamálaráðherra, sveitastjórnarráðherra og fjármálaráðherra til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin hjá félaginu. Drög að minnisblaði um fjárhagsstöðu félagsins voru rædd á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni.
03.09.2021 - 07:53
Hætta flugi til Vestmannaeyja um mánaðamót
Reglulegt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja leggst af um mánaðamót. Icelandair hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi vegna lítillar eftirspurnar.
29.08.2021 - 08:08
Rólegheit í Vestmannaeyjum
Aðfararnótt frídags verslunarmanna var óvenju kyrrlát í Vestmannaeyjum, annað árið í röð. Lögreglan í Vestmannaeyjum sagði þó nokkuð af fólki í eynni, en allt hefði gengið vel þrátt fyrir samkomur í heimahúsum.
Brekkusöngur Þjóðhátíðar án Þjóðhátíðar
Brekkusöngur á Þjóðhátíð í Eyjum fer fram í kvöld þótt engin sé Þjóðhátíðin. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir að mikið tap sé vegna frestunar Þjóðhátíðar en hefur trú á að margir horfi á brekkusönginn og aðra dagskrárliði sunnudagskvöldsins í streymi.
01.08.2021 - 17:37
Þjóðhátíðarnefnd liggur enn undir feldi
Þjóðhátíðarnefnd fundar enn um afdrif Þjóðhátíðar 2021 að sögn Harðar Orra Grettissonar formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina hafa fundað stíft yfir helgina og muni hittast aftur í dag.
Segjast hafa mætt tómlæti og áhugaleysi yfirvalda
Sveitarfélögin Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð hafa óskað eftir frestun uppsagna samninga um rekstur hjúkrunarheimila sinna um einn mánuð eða til 1. maí næstkomandi. Jafnframt hafa bæjaryfirvöld óskað eftir því að velferðarnefnd Alþingis skerist í málið og leysi úr þeirri óvissu þegar í stað.