Vestmannaeyjabær

Formaður bæjarráðs segir oddvita hafa brotið siðareglur
Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, sakar Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, um að hafa brotið fjórar greinar siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ og ákvæði sveitastjórnarlaga og bæjarmálasamþykktar. Hann ætlar að fá þar til bær yfirvöld til að skera úr um það. Hildur Sólveig segir það Njáli til minnkunar að saksækja hana þegar hún leiti leiða til að tryggja vernd og vellíðan starfsmanna bæjarins.
Þjóðhátíðarleysið heggur stórt skarð í rekstur ÍBV
Forsvarsmenn ÍBV og bæjarstjóri Vestmannaeyja hafa átt fundi með menntamálaráðherra, sveitastjórnarráðherra og fjármálaráðherra til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin hjá félaginu. Drög að minnisblaði um fjárhagsstöðu félagsins voru rædd á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni.
03.09.2021 - 07:53
Hætta flugi til Vestmannaeyja um mánaðamót
Reglulegt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja leggst af um mánaðamót. Icelandair hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi vegna lítillar eftirspurnar.
29.08.2021 - 08:08
Rólegheit í Vestmannaeyjum
Aðfararnótt frídags verslunarmanna var óvenju kyrrlát í Vestmannaeyjum, annað árið í röð. Lögreglan í Vestmannaeyjum sagði þó nokkuð af fólki í eynni, en allt hefði gengið vel þrátt fyrir samkomur í heimahúsum.
Brekkusöngur Þjóðhátíðar án Þjóðhátíðar
Brekkusöngur á Þjóðhátíð í Eyjum fer fram í kvöld þótt engin sé Þjóðhátíðin. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir að mikið tap sé vegna frestunar Þjóðhátíðar en hefur trú á að margir horfi á brekkusönginn og aðra dagskrárliði sunnudagskvöldsins í streymi.
01.08.2021 - 17:37
Þjóðhátíðarnefnd liggur enn undir feldi
Þjóðhátíðarnefnd fundar enn um afdrif Þjóðhátíðar 2021 að sögn Harðar Orra Grettissonar formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina hafa fundað stíft yfir helgina og muni hittast aftur í dag.
Segjast hafa mætt tómlæti og áhugaleysi yfirvalda
Sveitarfélögin Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð hafa óskað eftir frestun uppsagna samninga um rekstur hjúkrunarheimila sinna um einn mánuð eða til 1. maí næstkomandi. Jafnframt hafa bæjaryfirvöld óskað eftir því að velferðarnefnd Alþingis skerist í málið og leysi úr þeirri óvissu þegar í stað.
HSU tekur við hjúkrunarheimilinu í Vestmannaeyjum
Heilbrigðisstofnun Suðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum um næstu mánaðarmót. Bæjarráð Vestmannaeyja segir fráleitt að ásaka sveitarfélög um að nota fjármagn, sem ætlað er til reksturs hjúkrunarheimila, í óskyldan rekstur.
Landinn
Kona í Vestmannaeyjum rekur heilsugæslu í Gambíu
Í janúar í fyrra tók Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir við rekstri heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu og draumurinn er að byggja þar fæðingastofu. Reksturinn fjármagnar hún með sölu á notuðum fötum og hlutum frá Eyjamönnum.
Landinn
Heillaðist af Keikó og elti drauminn
Marga dreymdi um að vinna með höfrungum eftir að myndin um hinn íslenska Keikó, Free Willy, sló í gegn 1993. Flestir létu þar við sitja en ekki Kristín Viðja Harðardóttir sem reri að því öllum árum að landa draumastarfinu.
21.02.2021 - 20:00
Þúsund manns ætla að hlaupa hringinn um Heimaey
Um þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í The Puffin Run, 20 kílómetra hlaupi í náttúru Heimaeyjar, í byrjun maí. Þetta eru þrefalt fleiri þátttakendur en fyrir ári síðan og tífalt fleiri en árið 2019 þegar hundrað manns tóku þátt. Mikil aukning hefur verið í þátttöku fólks í utanvegahlaupum síðustu ár, og algjör sprenging eftir að COVID-faraldurinn hófst. Rokselst hefur í fjölda skipulagðra hlaupa og nokkur ný hafa litið dagsins ljós.
09.02.2021 - 11:32
Loðnuvertíð: „Ég er bara kát og glöð með stöðuna“
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum fagnar því að loks verði loðnuvertíð eftir tveggja ára hlé. Þetta skipti bæjarfélagið og þjóðarbúið verulegu máli.
Vonbrigði að geta ekki skilað rekstri öldrunarheimila
Bæjarstjórinn á Akureyri segir það vonbrigði að ekki hafi náðst samningar við ríkið um að bærinn skilaði af sér rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um áramót. Sams konar samningar eru við þrjú önnur sveitarfélög.
Landsréttur mildar dóm fyrir hrottafengna árás í Eyjum
Landsréttur stytti í dag dóm yfir Hafsteini Oddssyni úr sex árum í fjögur. Hafsteinn var sakfelldur fyrir grófa líkamsárás á konu í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum. Þá lækkaði dómurinn þær miskabætur sem Hafsteini var gert að greiða í héraði úr 3,5 milljónum í 2 milljónir.
„Kemur ekki á óvart en er mjög sérstakt“
Bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum kemur saman til fundar nú í hádeginu, til þess að ræða uppsagnir á flugvellinum í Eyjum. Bæjarstjórinn gagnrýnir framferði Isavia í málinu og segir að félagið grípi hvert tækifæri sem gefist til þess að skerða þjónustu flugvalla úti á landi.
Mjaldrasystur synda í Klettsvík
Litla-Grá og Litla-Hvít tóku fyrsta sundsprettinn í Klettsvík í Vestmannaeyjum í gær. Undanfarnar vikur hafa þær verið að venjast nýjum aðstæðum.
28.09.2020 - 17:03
Þjónustusamningur um Herjólf til endurskoðunar
Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar hefur tilnefnt fulltrúa sína í starfshóp um endurskoðun þjónustusamnings við Vegagerðina um siglingar á milli lands og Eyja. Eyjamenn telja að Vegagerðin eigi að vera viðbótarkostnað við mönnun á skipinu og vilja gera það upp hið fyrsta. Vegagerðin telur sig ekki geta einhliða lagt fram fjárveitingu umfram samninginn.
25.09.2020 - 08:08
Þrír teknir með talsvert af kannabisi
Lögreglumenn í Vestmannaeyjum handtóku þrjá eftir að kannabisefni fundust í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um talsvert magn af kannabis að ræða en ekki fengust frekari upplýsingar um hversu mikið það væri.
25.09.2020 - 06:45
Landinn
Tekur myndir af þúsund andlitum Heimaeyjar
Síðustu vikur og mánuði hefur Bjarni safnað andlitsmyndum fyrir heimildaverkefnið Þúsund andlit Heimaeyjar. „Þetta verða ábyggilega meira en þúsund manns, mögnuð þátttaka,“ segir Bjarni Sigurðsson, ljósmyndari og kokkur í Eyjum.
22.09.2020 - 07:30
Myndskeið
Ernir hættir að fljúga til Eyja og Herjólfur í óvissu
Samgöngumál Vestmannaeyinga eru í mikill óvissu. Síðdegis í dag tilkynnti flugfélagið Ernir að félagið ætli að hætta áætlunarflugi til Eyja og í gær var öllum 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp. Ágreiningur er um rekstrarsamning við ríkið. Samgönguráðherra vonast til að leyst verði úr deilunni á næstu dögum.
Áslaug skipar tvo nýja lögreglustjóra 1. nóvember
Dómsmálaráðherra hefur auglýst embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum laus til umsóknar. Til stendur að skipa í bæði embættin þann 1. nóvember.
01.09.2020 - 11:35
Myndskeið
Hátt í þrjú þúsund pysjur skráðar í pysjueftirlitinu
Alls hafa 2.693 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum og 1.778 vigtaðar síðan sást til fyrstu pysjunnar í Eyjum þann 14. ágúst. Eftirlitið hefur verið starfrækt undanfarin 17 ár en er með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins og er eingöngu rafrænt.
Kjaradeila á Herjólfi í hendur ríkissáttasemjara
Enginn árangur varð af samningafundi Sjómannafélags Íslands og útgerðarfélags Herjólfs í morgun vegna deilu um kjör undirmanna á ferjunni. Því ákváðu samninganefndirnar að vísa kjaradeilunni aftur til ríkissáttasemjara.
18.08.2020 - 12:51
Funda degi eftir að samningar áttu að nást
Næsti fundur í kjaradeilu Sjómannafélags Íslands og útgerðarfélags Herjólfs verður haldinn á morgun. Þegar verkfalli var aflýst í síðasta mánuði var stefnt að því að samningur lægi fyrir í dag.
17.08.2020 - 11:51
Tvö af sex smitum dagsins í Vestmannaeyjum
Tveir af þeim sex sem greindust með COVID-19 síðastliðinn sólarhring eru í Vestmannaeyjum. Lögreglan deilir tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna í Eyjum á Facebook.
13.08.2020 - 12:29