Vestmannaeyjabær

Myndskeið
Tómur dalur á föstudegi á þjóðhátíð ekki sést í 105 ár
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það létti að búið hafi verið að taka ákvörðun um að aflýsa Þjóðhátíð með fyrirvara. Það sé þó mjög skrýtin tilfinning að brekkan í Herjólfsdal sé tóm.
Vertar í Eyjum afturkalla umsóknir um vínsölu utandyra
Allir þeir veitinga-og skemmtistaðir sem höfðu sótt um að fá að selja áfengi utandyra í Vestmannaeyjum hafa afturkallað umsókn sína. Sama á við um styrktartónleika sem til stóð halda í tilefni af verslunarmannahelginni. Skilyrði verða sett um lokun Herjólfsdals fyrir umferð fólks ef leyfi verður veitt fyrir brennunni á Fjósakletti annað kvöld.
Sögð vilja senda Ólaf Helga til Vestmannaeyja
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa óskað eftir því við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann taki við embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Þetta fullyrðir Fréttablaðið á vef sínum. Ólafur vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu þegar eftir því var leitað.
28.07.2020 - 16:59
Vertar í Eyjum í gírnum - dansleikur fær grænt ljós
Engin þjóðhátíð verður í Vestmannaeyjum en Eyjamenn eru hvergi af baki dottnir, ef marka má fundargerð bæjarráðs í dag. Fjöldi veitingastaða fengu þar leyfi til að selja áfengi utandyra auk þess sem brenna og flugeldasýning fékk grænt ljós af hálfu bæjarins. Þá hefur verið boðað til balls á laugardagskvöld.
Búist við talsverðum fjölda fólks til Eyja um helgina
Búist er við talsverðum fjölda fólks til Vestmannaeyja næstu helgi. Þjóðhátíð fer ekki fram í Eyjum um verslunarmannahelgina líkt og fyrri ár en hún var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, fundaði með Víði Reynissyni og almannavarndanefnd Vestmannaeyja í gær vegna komandi helgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að búist sé við talsverðum fjölda fólks til Eyja á næstu dögum.
Myndskeið
„Grunaður njósnari“ gæti orðið vinur mjaldrasystra
Þær Litla-grá og Litla-hvít, mjaldrarnir í Vestmannaeyjum, gætu innan tíðar fengið félagsskap í kvínna í Klettsvík. Einmana en þó afar vinalegur mjaldur leitar að félagsskap með framtíðarsamband í huga.
25.07.2020 - 19:19
Myndskeið
Litla grá og Litla hvít láta blóðprufu ekki á sig fá
Yfirþjálfari mjaldranna í Vestmannaeyjum sýndi hvernig hvalirnir eru þjálfaðir til að vera sammvinnuþýðir við blóðsýnatöku. Hún segir Litlu grá og Litlu hvít fljóta hinar ánægðustu meðan dýralæknirinn stingi nálinni í sporðinn en þær jafna sig nú á magavkveisu.
23.07.2020 - 16:14
Hönnun Herjólfs verðlaunuð
Hönnun Herjólfs hins nýja hlaut á dögunum verðlaun skipatímaritsins Shippax fyrir hönnun minni ferja. Jóhannes Jóhannesson, skipahönnuður hjá JJohannesson ApS, hlýtur verðlaunin ásamt skipasmíðastöðinni CRIST S.A. í Póllandi og Vegagerðinni sem eiganda Herjólfs.
Herjólfur siglir á áætlun eftir að verkfalli var aflýst
Áætlun Herjólfs verður með hefðbundnum hætti á morgun, en fyrirhuguðu þriggja sólarhringa verkfalli undirmanna í áhöfn skipsins, sem eru í Sjómannafélagi Íslands, var aflýst fyrr í kvöld, en það átti að hefjast á miðnætti.
„Við náðum ekki neinu fram“
„Það er komin niðurstaða í ákveðna liði og það er því grundvöllur fyrir því að ræða málin áfram.“ Þetta sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs eftir að samkomulag náðist fyrr í kvöld á milli fulltrúa Herjólfs og Sjómannafélags Íslands um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir þetta „enga óskastöðu“, en áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna í Eyjum hafi vegið þungt.
Herjólfsverkfalli aflýst
Sjómannafélag Íslands hefur  aflýst vinnustöðvun undirmanna um borð í Herjólfi sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Samkomulag hefur náðst á milli deiluaðila um viðræðuáætlun og á viðræðum að vera lokið fyrir 17. ágúst.
20.07.2020 - 19:46
Sitja á fundi í Herjólfsdeilunni
Fulltrúar Herjólfs og Sjómannafélags Íslands sitja nú á samningafundi, en verkfall undirmanna á Herjólfi, sem eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, er fyrirhugað á miðnætti í kvöld. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, staðfestir við Fréttastofu RÚV að fundur standi nú yfir, en engar frekari upplýsingar fengust af gangi viðræðna.
Ekki búið að kæra siglingu gamla Herjólfs
Vinnustöðvun háseta, bátsmanna og þjónustufólks um borð í Herjólfi hefst á miðnætti í kvöld og stendur í tvo sólarhringa. Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að viðræður séu í gangi og að deilan verði leyst við samningaborðið.
20.07.2020 - 13:07
Skoða að kæra siglingu gamla Herjólfs til félagsdóms
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort sigling gamla Herjólfs milli lands og Eyja í dag verði kærð til félagsdóms. Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélagsins segir að félagið telji að siglingin sé verkfallsbrot og málið verði skoðað með lögfræðingi félagsins. Það verði tilbúið með ákvarðanir áður en þriðja vinnustöðvun í deilunni hefst 21. júní.
15.07.2020 - 14:49
Ferðir Herjólfs þriðja alveg klárt verkfallsbrot
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, segir að sigling Herjólfs þriðja í dag sé klárt verkfallsbrot. Undirmenn um borð í Herjólfi eru í verkfalli í dag, sem er seinni dagur verkfalls en þriðja vinnustöðvun um borð í Herjólfi hefur verið boðuð eftir sex daga.
15.07.2020 - 11:11
Telur að ferðir Herjólfs þriðja séu ekki verkfallsbrot
Starfsmenn sem ekki eru í Sjómannafélagi Íslands sigla Herjólfi þriðja þessar fjórar ferðir sem hann fer í dag. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmanneyjaferjunnar Herjólfs segir að ekki sé um verkfallsbrot að ræða.
15.07.2020 - 09:45
Þjóðhátíð í Eyjum aflýst
Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að aflýsa hátíðinni í ár. ÍBV ætlar ekki að standa fyrir „einum einasta viðburði um verslunarmannahelgina, hvort um sé að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í tilkynningu.
Tveggja daga verkfall á Herjólfi hafið
Allt útlit er fyrir að Herjólfur sigli hvorki í dag né á morgun. Tveggja daga verkfall undirmanna á Herjólfi hófst á miðnætti og stendur í tvo daga. Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu útgerðar Herjólfs og Sjómannafélags Íslands, verkalýðsfélags sjómannanna.
14.07.2020 - 07:43
„Vinnubrögð sem tíðkuðust á dögum Kreppunnar miklu“
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, segir forsvarsmenn Herjólfs hafa slegið á útrétta sáttahönd háseta og þerna í kjaradeilu við Herjólf ohf. sem fólst í því að fjölga um eina þernu á vakt og að fresta verkfalli meðan sættir næðust.
11.07.2020 - 13:41
Árangurslausir fundir í Herjólfsdeilunni
Enginn árangur varð á samningafundi Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. í morgun, segir Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins. Meirihluti áhafnar Herjólfs er í félaginu.
Verkfall háseta um borð í Herjólfi hefst á miðnætti
Félagsdómur hafnaði í kvöld kröfu Samtaka atvinnulífsins um að boðuð vinnustöðvun háseta, bátsmanna og þjónustufólks um borð í Herjólfi verði dæmd ólögmæt.
06.07.2020 - 21:55
Lögreglustjórinn úr Eyjum tekur við Norðurlandi eystra
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið skipuð í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Hún tekur við embættinu 13. júlí. Páley tekur við embættinu af Höllu Bergþóru Björnsdóttur sem skipuð var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eftir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð ríkislögreglustjóri.
03.07.2020 - 09:37
Myndskeið
Innlendum ferðamönnum fjölgar í Eyjum
Margir hafa þegar lagst í ferðalög um landið og Vestmannaeyingar hafa tekið á móti mörgum ferðamönnum. Sumir vilja helst berja litla hvíta bolta eftir grasflöt en aðrir njóta náttúrufegurðar.  
22.06.2020 - 11:33
Myndskeið
Farþegar óttaslegnir um borð í Herjólfi
Hvassviðri og mikil ölduhæð varð til þess að illa gekk að sigla Herjólfi inn í Landeyjahöfn í kvöld. Siglt var af stað frá Vestmannaeyjum klukkan 20:00, og þegar Herjólfur nálgaðist Landeyjahöfn var sjólag orðið mjög vont. Að sögn fréttamiðilsins Tígulsmat skipstjórinn Brynjar Smári Unnarsson stöðuna svo að rétt væri að sigla Herjólfi til hliðar og bíða versta brotið af sér.
21.06.2020 - 22:51
Komu á skútu til landsins og sleppa við skimun
Tveir sænskir eldri borgarar sem komu með skútu hingað til lands í dag þurfa hvorki að fara í skimun eða sóttkví. Ástæðan er sú að bátsferðin tók sextán daga, sem er lengra en lögboðin sóttkví.
19.06.2020 - 20:30