Vestmannaeyjabær

Vonbrigði að geta ekki skilað rekstri öldrunarheimila
Bæjarstjórinn á Akureyri segir það vonbrigði að ekki hafi náðst samningar við ríkið um að bærinn skilaði af sér rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um áramót. Sams konar samningar eru við þrjú önnur sveitarfélög.
Landsréttur mildar dóm fyrir hrottafengna árás í Eyjum
Landsréttur stytti í dag dóm yfir Hafsteini Oddssyni úr sex árum í fjögur. Hafsteinn var sakfelldur fyrir grófa líkamsárás á konu í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum. Þá lækkaði dómurinn þær miskabætur sem Hafsteini var gert að greiða í héraði úr 3,5 milljónum í 2 milljónir.
„Kemur ekki á óvart en er mjög sérstakt“
Bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum kemur saman til fundar nú í hádeginu, til þess að ræða uppsagnir á flugvellinum í Eyjum. Bæjarstjórinn gagnrýnir framferði Isavia í málinu og segir að félagið grípi hvert tækifæri sem gefist til þess að skerða þjónustu flugvalla úti á landi.
Mjaldrasystur synda í Klettsvík
Litla-Grá og Litla-Hvít tóku fyrsta sundsprettinn í Klettsvík í Vestmannaeyjum í gær. Undanfarnar vikur hafa þær verið að venjast nýjum aðstæðum.
28.09.2020 - 17:03
Þjónustusamningur um Herjólf til endurskoðunar
Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar hefur tilnefnt fulltrúa sína í starfshóp um endurskoðun þjónustusamnings við Vegagerðina um siglingar á milli lands og Eyja. Eyjamenn telja að Vegagerðin eigi að vera viðbótarkostnað við mönnun á skipinu og vilja gera það upp hið fyrsta. Vegagerðin telur sig ekki geta einhliða lagt fram fjárveitingu umfram samninginn.
25.09.2020 - 08:08
Þrír teknir með talsvert af kannabisi
Lögreglumenn í Vestmannaeyjum handtóku þrjá eftir að kannabisefni fundust í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um talsvert magn af kannabis að ræða en ekki fengust frekari upplýsingar um hversu mikið það væri.
25.09.2020 - 06:45
Landinn
Tekur myndir af þúsund andlitum Heimaeyjar
Síðustu vikur og mánuði hefur Bjarni safnað andlitsmyndum fyrir heimildaverkefnið Þúsund andlit Heimaeyjar. „Þetta verða ábyggilega meira en þúsund manns, mögnuð þátttaka,“ segir Bjarni Sigurðsson, ljósmyndari og kokkur í Eyjum.
22.09.2020 - 07:30
Myndskeið
Ernir hættir að fljúga til Eyja og Herjólfur í óvissu
Samgöngumál Vestmannaeyinga eru í mikill óvissu. Síðdegis í dag tilkynnti flugfélagið Ernir að félagið ætli að hætta áætlunarflugi til Eyja og í gær var öllum 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp. Ágreiningur er um rekstrarsamning við ríkið. Samgönguráðherra vonast til að leyst verði úr deilunni á næstu dögum.
Áslaug skipar tvo nýja lögreglustjóra 1. nóvember
Dómsmálaráðherra hefur auglýst embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum laus til umsóknar. Til stendur að skipa í bæði embættin þann 1. nóvember.
01.09.2020 - 11:35
Myndskeið
Hátt í þrjú þúsund pysjur skráðar í pysjueftirlitinu
Alls hafa 2.693 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum og 1.778 vigtaðar síðan sást til fyrstu pysjunnar í Eyjum þann 14. ágúst. Eftirlitið hefur verið starfrækt undanfarin 17 ár en er með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins og er eingöngu rafrænt.
Kjaradeila á Herjólfi í hendur ríkissáttasemjara
Enginn árangur varð af samningafundi Sjómannafélags Íslands og útgerðarfélags Herjólfs í morgun vegna deilu um kjör undirmanna á ferjunni. Því ákváðu samninganefndirnar að vísa kjaradeilunni aftur til ríkissáttasemjara.
18.08.2020 - 12:51
Funda degi eftir að samningar áttu að nást
Næsti fundur í kjaradeilu Sjómannafélags Íslands og útgerðarfélags Herjólfs verður haldinn á morgun. Þegar verkfalli var aflýst í síðasta mánuði var stefnt að því að samningur lægi fyrir í dag.
17.08.2020 - 11:51
Tvö af sex smitum dagsins í Vestmannaeyjum
Tveir af þeim sex sem greindust með COVID-19 síðastliðinn sólarhring eru í Vestmannaeyjum. Lögreglan deilir tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna í Eyjum á Facebook.
13.08.2020 - 12:29
Myndskeið
Tómur dalur á föstudegi á þjóðhátíð ekki sést í 105 ár
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það létti að búið hafi verið að taka ákvörðun um að aflýsa Þjóðhátíð með fyrirvara. Það sé þó mjög skrýtin tilfinning að brekkan í Herjólfsdal sé tóm.
Vertar í Eyjum afturkalla umsóknir um vínsölu utandyra
Allir þeir veitinga-og skemmtistaðir sem höfðu sótt um að fá að selja áfengi utandyra í Vestmannaeyjum hafa afturkallað umsókn sína. Sama á við um styrktartónleika sem til stóð halda í tilefni af verslunarmannahelginni. Skilyrði verða sett um lokun Herjólfsdals fyrir umferð fólks ef leyfi verður veitt fyrir brennunni á Fjósakletti annað kvöld.
Sögð vilja senda Ólaf Helga til Vestmannaeyja
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa óskað eftir því við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann taki við embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Þetta fullyrðir Fréttablaðið á vef sínum. Ólafur vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu þegar eftir því var leitað.
28.07.2020 - 16:59
Vertar í Eyjum í gírnum - dansleikur fær grænt ljós
Engin þjóðhátíð verður í Vestmannaeyjum en Eyjamenn eru hvergi af baki dottnir, ef marka má fundargerð bæjarráðs í dag. Fjöldi veitingastaða fengu þar leyfi til að selja áfengi utandyra auk þess sem brenna og flugeldasýning fékk grænt ljós af hálfu bæjarins. Þá hefur verið boðað til balls á laugardagskvöld.
Búist við talsverðum fjölda fólks til Eyja um helgina
Búist er við talsverðum fjölda fólks til Vestmannaeyja næstu helgi. Þjóðhátíð fer ekki fram í Eyjum um verslunarmannahelgina líkt og fyrri ár en hún var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, fundaði með Víði Reynissyni og almannavarndanefnd Vestmannaeyja í gær vegna komandi helgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að búist sé við talsverðum fjölda fólks til Eyja á næstu dögum.
Myndskeið
„Grunaður njósnari“ gæti orðið vinur mjaldrasystra
Þær Litla-grá og Litla-hvít, mjaldrarnir í Vestmannaeyjum, gætu innan tíðar fengið félagsskap í kvínna í Klettsvík. Einmana en þó afar vinalegur mjaldur leitar að félagsskap með framtíðarsamband í huga.
25.07.2020 - 19:19
Myndskeið
Litla grá og Litla hvít láta blóðprufu ekki á sig fá
Yfirþjálfari mjaldranna í Vestmannaeyjum sýndi hvernig hvalirnir eru þjálfaðir til að vera sammvinnuþýðir við blóðsýnatöku. Hún segir Litlu grá og Litlu hvít fljóta hinar ánægðustu meðan dýralæknirinn stingi nálinni í sporðinn en þær jafna sig nú á magavkveisu.
23.07.2020 - 16:14
Hönnun Herjólfs verðlaunuð
Hönnun Herjólfs hins nýja hlaut á dögunum verðlaun skipatímaritsins Shippax fyrir hönnun minni ferja. Jóhannes Jóhannesson, skipahönnuður hjá JJohannesson ApS, hlýtur verðlaunin ásamt skipasmíðastöðinni CRIST S.A. í Póllandi og Vegagerðinni sem eiganda Herjólfs.
Herjólfur siglir á áætlun eftir að verkfalli var aflýst
Áætlun Herjólfs verður með hefðbundnum hætti á morgun, en fyrirhuguðu þriggja sólarhringa verkfalli undirmanna í áhöfn skipsins, sem eru í Sjómannafélagi Íslands, var aflýst fyrr í kvöld, en það átti að hefjast á miðnætti.
„Við náðum ekki neinu fram“
„Það er komin niðurstaða í ákveðna liði og það er því grundvöllur fyrir því að ræða málin áfram.“ Þetta sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs eftir að samkomulag náðist fyrr í kvöld á milli fulltrúa Herjólfs og Sjómannafélags Íslands um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir þetta „enga óskastöðu“, en áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna í Eyjum hafi vegið þungt.
Herjólfsverkfalli aflýst
Sjómannafélag Íslands hefur  aflýst vinnustöðvun undirmanna um borð í Herjólfi sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Samkomulag hefur náðst á milli deiluaðila um viðræðuáætlun og á viðræðum að vera lokið fyrir 17. ágúst.
20.07.2020 - 19:46
Sitja á fundi í Herjólfsdeilunni
Fulltrúar Herjólfs og Sjómannafélags Íslands sitja nú á samningafundi, en verkfall undirmanna á Herjólfi, sem eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, er fyrirhugað á miðnætti í kvöld. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, staðfestir við Fréttastofu RÚV að fundur standi nú yfir, en engar frekari upplýsingar fengust af gangi viðræðna.