Vestmannaeyjabær

Eyjamenn skila rekstri Hraunbúða til ríkisins
Vestmannaeyjabær ætlar ekki að endurnýja rekstrarsamning við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilisins Hraunbúða. Vestmannaeyingar feta þar með í fótspor Akureyringa sem sögðu sig frá rekstri hjúkrunarheimila nýverið. Önnur sveitarfélög eru að endurmeta stöðu sína gagnvart rekstri hjúkrunarheimila.
Áhyggjuefni ef fjárveitingarnar duga ekki
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni telji sveitarfélög sig ekki geta séð um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélög hafa þurft að borga hundruð milljóna með rekstri hjúkrunarheimila þar sem fjárveitingar duga ekki.
Uppselt í fyrsta hlaupið eftir rýmkun samkomubanns
Forsvarsmenn utanvegahlaupsins Vestmannaeyjahringsins, sem nefnist The Puffin Run á ensku, sáu sig í kvöld knúna til að loka fyrir skráningu í hlaupið. Þá höfðu svo margir skráð sig að ekki þótti ráðlegt að hleypa fleirum að með hliðsjón af fjöldatakmörkunum og samskiptafjarlægð. Hlaupið fer fram á laugardag og er fyrsta skipulagða hlaupið sem fer fram eftir að takmarkanir á samkomum voru rýmkaðar í byrjun vikunnar. Áður hafði fjölda hlaupa verið aflýst eða frestað.
05.05.2020 - 21:32
Öllum batnað af Covid-19 í Vestmannaeyjum
Allir þeir 105 sem smituðust af Covid-19 í Vestmannaeyjum hafa náð bata. Ekkert smit hefur greinst í eyjum síðan 20. apríl. Átta manns eru þó í sóttkví. 
04.05.2020 - 18:13
Aðeins tveir í einangrun í Vestmannaeyjum
Aðeins tveir eru í einangrun með COVID-19 í Vestmannaeyjum og tíu eru í sóttkví. Ekkert nýtt smit hefur greinst í Vestmannaeyjum í heila viku. „Við erum komin langan veg, þetta hefur tekið á en við erum hvergi nærri því að gefast upp,“ segir lögreglustjórinn í Eyjum.
Sjómaður sóttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í kvöld. Vísir greinir frá þessu. Maðurinn veiktist um borð í skipi sem var við veiðar austur af Vestmannaeyjum. Skipið sigldi að bryggju í Vestmannaeyjum þar sem maðurinn var fluttur á land. Þyrlan sótti hann þangað og flaug með hann til Reykjavíkur. Maðurinn var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. 
27.04.2020 - 01:07
Taka sýni í Vestmannaeyjum fyrir mótefnamælingu
Á næstu dögum verða 100 manns á dag boðaðir í sýnatöku í Vestmannaeyjum vegna skimunar fyrir mótefnum gegn kórónuveirunni. Sýnatakan er fyrir Íslenska erfðagreiningu. Niðurstöðu vegna mótefnamælinganna er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku.
17.04.2020 - 12:44
Framlengja harðara samkomubann í Eyjum
Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að samkomubann, þar sem ekki mega fleiri en 10 koma saman,  gildi áfram til 19. apríl. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn segir að þá verði liðnar fjórar vikur frá því að það var sett á. Markmiðið sé að hefta útbreiðslu Covid-19 sjúkdómsins og verja þannig mannslíf. Ekkert smit hefur greinst síðan 6. apríl í Vestmannaeyjum.
12.04.2020 - 12:42
Ein áhöfn í Herjólfi frá vegna Covid-19
12 manna áhöfn í Herjólfi þurfti að fara í sóttkví eftir að Covid-19 smit kom upp hjá áhafnarmeðlimi. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að allt kapp sé lagt á að tryggja öruggar samgöngur milli lands og eyja.
07.04.2020 - 16:47
Tólf ný smit í Eyjum - Fjórtán batnað
Tólf ný smit höfðu greinst í Vestmannaeyjum um helgina, að því er fram kemur í yfirlýsingu á Facebook-síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Allir nema einn greindust í skimun Íslenskrar erfðagreiningar. Þá var búið að rannsaka 1.200 af þeim 1.500 sýnum sem tekin voru í skimun fyrirtækisins. Fjórir þeirra sem greindust í skimun ÍE voru í sóttkví, nokkrir voru einkennalausir.
06.04.2020 - 06:55
Þrjú ný kórónuveirusmit í Eyjum
Þrjú ný kórónuveirusmit greindust í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn og hafa nú alls 69 manns greinst með COVID-19 í Eyjum. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn, sem birt er á Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum, kemur fram að allir þrír sem greindust með veiruna að þessu sinni hafi þá þegar verið í sóttkví. Þar segir enn fremur að frá því að fyrsta smitið greindist í Vestmannaeyjum hafi 57 prósent fólks sem þar hefur greinst með smit þegar verið í sóttkví.
03.04.2020 - 01:22
Þrjú ný tilfelli í Eyjum og staðfest smit orðin 57
Þrjú sýni til viðbótar greindust jákvæð í Vestmannaeyjum í kvöld og þar eru staðfest smit COVID-19 því orðin 57 talsins. Allir aðilarnir voru þegar í sóttkví og eru nú í einangrun. Alls hafa 594 verið í sóttkví í Eyjum og 173 hafa lokið sóttkví.
29.03.2020 - 22:09
Herjólfur siglir þrátt fyrir samkomubann
Margir Vestmannaeyingar hafa lýst áhyggjum af siglingum Herjólfs undanfarið vegna herts samkomubanns og COVID-19 faraldurs. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við fréttastofu að margir hefðu spurt áhyggjufullir hvort að Herjólfur hætti að sigla vegna samkomubanns. Hún sagði að svo yrði ekki. Herjólfur væri þjóðvegur Eyjamanna og afar mikilvægt að halda siglingum áfram. Herjólfur verður því látinn sigla alla daga.
24.03.2020 - 12:45
Bæjarstjórinn í Eyjum: „Þetta hefur ekki gerst áður“
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, segir að hertar reglur um samkomubann í bænum séu „í okkar eigin þágu.“ Það skipti máli að Eyjamenn taki höndum saman um þetta stóra samfélagsverkefni og farið að þeim fyrirmælum og tilmælum sem gefin séu út hverju sinni. 27 hafa sýkst af kórónuveirunni í Eyjum og nær 400 eru í sóttkví.
27 með COVID-19 í Vestmannaeyjum
16 ný COVID-19 tilfelli voru staðfest í Vestmannaeyjum í dag og eru þau þá alls orðin 27 talsins. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar segir að búist hafi verið við því að nokkur þeirra sýna sem tekin voru í gær kynnu að reynast jákvæð, þar sem talsverður hluti þeirra var tekinn úr fólki sem hafði verið í nánum samskiptum við fólk með staðfest smit. Fjöldi nýsmita hafi þó verið heldur meiri en búist var við. Af þeim 16 sem greindust í dag voru 10 þegar í sóttkví.
22.03.2020 - 00:56
Róttækar aðgerðir í Eyjum og Húnaþingi vestra
Grunur er um víðtækt kórónuveirusmit í Húnaþingi vestra og því hefur verið gripið til hertra sóttvarnaaðgerða. Aðeins einn má yfirgefa heimilið til að afla aðfanga. Hámarksfjöldi þeirra sem má koma saman eru fimm manns og taka þessar reglur gildi nú klukkan tíu. Sömu sögu er að segja í Vestmannaeyjum þar sem aðeins tíu manns mega koma saman og samkomur eru bannaðar, þar með talin einkasamkvæmi. Þá verður starfsemi, þar sem nálægð er mikil, bönnuð, svo sem á snyrtistofum og hárgreiðslustofum.
21.03.2020 - 22:35
„Gátum ekki horft fram hjá þessum veikindum um borð“
Talsverður viðbúnaður var í gærkvöld þegar togarinn Hrafn Sveinbjarnarson kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gær. Mikil veikindi hafa herjað á áhöfnin að undanförnu, 18 af 26 í áhöfninni hafa orðið veikir og því þótti skipstjóranum réttast að láta athuga hvort COVID-19 veiran hefði stungið sér niður um borð. Fjórir úr áhöfninni dvelja nú í sérstöku sóttkvíar-húsnæði í Eyjum en hinir fara ekki frá borði.
Böndin berast að bikarúrslitaleik ÍBV og Stjörnunnar
Grunur leikur á að rekja megi einhverjar af COVID-19 sýkingunum í Vestmannaeyjum til bikarúrslitaleiks ÍBV og Stjörnunnar í Laugardalshöll fyrr í þessum mánuði. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, hjá ríkislögreglustjóra. Einn úr þjálfaraliði Stjörnunnar greindist með COVID-19 tæpri viku eftir leikinn.
Fleiri smit greind í Vestmannaeyjum
Þrír greindust með COVID-19 smit í Vestmannaeyjum í dag. Þar með er fjöldi smitaðra í Eyjum kominn í tíu. Um hundrað manns eru í sóttkví. Ekkert hefur verið staðfest um hvernig smitið barst á milli fólk. Lögregla segir að það eina sem virðist tengjast öllum málunum að svo stöddu séu íþróttakappleikir sem fólkið eða einstaklingar sem því tengjast sóttu á höfuðborgarsvæðinu. Of snemmt er þó að fullyrða nokkuð um að það skýri smitið.
19.03.2020 - 23:52
Láta veiruna ekki hafa áhrif á bæjarbraginn
Vestmannaeyjabær ætlar að sýna myndbrot af menningarlífi bæjarins á Facebook daglega og minna þannig á blómlegt menningarlíf á skrítnum tíma. Bæjarstjóri segir mikilvægt að láta utanaðkomandi ógn hafa sem minnst áhrif á samfélagið.
19.03.2020 - 16:51
Fimm greindust með COVID-19 í Eyjum - leikskóla lokað
Fimm greindust með COVID-19-smit í Vestmannaeyjum í dag og eru staðfest smit þá orðin sjö talsins í Eyjum. Starfsmaður á leikskóla í bænum er á meðal hinna smituðu, og hefur leikskólanum verið lokað og tugir settir í sóttkví. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
19.03.2020 - 00:38
Fyrsta COVID-19 tilfellið í Vestmannaeyjum
Lögreglumaður í Vestmannaeyjum greindist í dag með COVID-19. Lögreglan í Vestmannaeyjum greinir frá þessu á Facebook í kvöld. Hann er fyrsti einstaklingurinn til að greinast með nýju kórónaveiruna í Eyjum. Ekki er talið að hann hafi smitast við störf sín.
15.03.2020 - 23:17
Töluverður fjöldi olíublautra fugla finnst í Eyjum
Töluvert hefur borið á olíublautum sjófuglum í Vestmannaeyjum undanfarna daga og vikur. Á vef Umhverfisstofnunar segir að flestir fuglarnir hafi fundist við höfnina í Heimaey og í Klaufinni, rétt við Stórhöfða. Ástandið hefur verið viðvarandi í óvenju langan tíma eða allt frá áramótum.
27.02.2020 - 17:24
Flókið verk að hífa Blátind upp úr höfninni í Eyjum
Framkvæmda-og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í gær að hífa bátinn Blátind upp til að kanna ástand hans. Báturinn sökk í miklu óveðri sem gekk yfir landið á föstudag. Ráðið segir verkefnið flókið þar sem skipið er þungt og óskar eftir því að það verði unnið af fyllstu varkárni til að koma í veg fyrir frekari skemmdir eða slys.
19.02.2020 - 17:28
Myndskeið
Fyrirtækjum sagt að útvega sitt eigið varaafl
Atvinnulífið í Vestmannaeyjum er án varaafls. HS veitur hafa ráðlagt fyrirtækjum í bænum að tryggja það sjálf. Framkvæmdastjóri Löngu ehf. segir það óviðunandi. 
16.02.2020 - 19:16