Vestfirðir

Hugað að sameiningu sveitarfélaga í flestum landshlutum
Formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga fara nú fram á tveimur landsvæðum á Norðurlandi og meirihluti er fylgjandi sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi. Á fjórum landsvæðum til viðbótar eru ýmsir kostir til skoðunar.
Landinn
Unnu surtarbrand úr Stálfjalli við krefjandi aðstæður
Milli Rauðasands og Barðastrandar rís Stálfjallið 650 metra úr sæ og undir þverhníptum hlíðum fjallsins er nær ekkert undirlendi. Fyrir rúmum hundrað árum starfaði þar flokkur manna í surtarbrandsnámum.
06.12.2020 - 09:30
Vörubílar fullir fisks fastir í Baldri
Sex vörubílar sem eru að flytja eldislax til Þorlákshafnar í útflutning og nokkrir einkabílar sitja nú fastir í ferjunni Baldri í Stykkishólmi. Það er vegna lágrar sjávarstöðu, en við þau skilyrði er of bratt fyrir vörubíla til að komast upp úr ferjunni.
04.12.2020 - 16:12
Allir helstu fjallvegir orðnir færir
Tekist hefur að opna alla helstu fjallvegi landsins. Það tekur að lægja fyrir norðan síðdegis en verður hvasst fyrir austan fram á kvöld. Á morgun herðir frostið og spáir allt að 20 stiga frosti inn til landsins á Norðurlandi.
04.12.2020 - 14:55
Flutningabíll valt á ófærum Þröskuldum
Flutningabíll valt og endaði utan vegar á Þröskuldum um klukkan eitt í nótt. Vegurinn var þá ekki lokaður, en engu að síður merktur ófær vegna stórhríðar. Bíllinn var að flytja fisk suður en samkvæmt björgunarsveitinni á Hólmavík verður hann réttur við og losaður af farminum á morgun eftir að lægir.
03.12.2020 - 16:07
Fleiri flytjast á mölina
Íbúum Reykjavíkurborgar hefur fjölgað um 2.051 á seinustu 12 mánuðum. Næst mest er fjölgunin í Garðabæ þar sem íbúum hefur fjölgað um 744 og í Mosfellsbæ hefur íbúum fjölgað um 496.
Vegir víða lokaðir og óvissustig á Súðavíkurhlíð
Óvissustig er á Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Ekki er hætta á flóðum í byggð en í langvarandi hríðarveðri eins og því sem nú er getur hún myndast. Í þessu veðri er það líklegast á Norðurlandi en hætta gæti einnig skapast á Vestfjörðum. Færð hefur spillst á vestan- og norðanverðu landinu og vegir víða ófærir.
Bakvörðurinn á Vestfjörðum ekki ákærður
Kona, sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir þegar hún starfaði sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, verður ekki ákærð. Þetta staðfestir embætti héraðssaksóknara í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur verið upplýstur um niðurstöðuna. Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður konunnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans.
02.12.2020 - 12:12
Rannsókn lögreglu á máli skipverjanna á togaranum lokið
Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á hópsýkingu um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni er nú lokið. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri segir að á næstu dögum verði ákveðið hvort kæra verði gefin út eða eða málið fellt niður. Lögregla kynnir fyrst málsaðilum niðurstöður og greinir svo opinberlega frá þeim.
Vestfirðingar beðnir um að fresta ferðalögum eftir smit
20 eru í sóttkví eftir að einn greindist með kórónuveirusmit í gærkvöld. Sá hafði verið í Reykjavík fyrir viku síðan. Meirihluti þeirra sem eru í sóttkví eru á norðanverðum Vestfjörðum en sex eru sunnan Dýrafjarðarganga. Allir fóru í sýnatöku á Ísafirði og Patreksfirði í morgun. Smitið telst fullrakið.
Þrumur og eldingar frá hádegi fram á nótt
Vonskuveður er víða um land. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um nær allt landið, þó ekki á Austurlandi og Austfjörðum. Gengið hefur á með heilmiklum éljahryðjum og þeim hafa fylgt þónokkrar eldingar á vestanverðu landinu, nú síðast yfir höfuðborgarsvæðinu á tólfta tímanum og yfir Skeiðarársandi laust fyrir miðnætti. Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segist hafa talið 20 eldingar á eða við landið vestanvert og austur á Skeiðarársand síðan um hádegið.
26.11.2020 - 23:53
Ekki ábyrgð læknis að tryggja að farið sé til sýnatöku
Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum kvað skýrt á um það í sjóprófi í gær að það væri ekki í sínum verkahring að sjá til þess að fólk fari í sýnatöku. Hann vissi ekki betur en að Júlíus Geirmundsson hefði siglt til lands eftir að hann talaði fyrst við skipstjórann.
Snjóflóðin í janúar fóru yfir garða á tveimur stöðum
Tvö snjóflóð féllu á Flateyri í janúar á nánast sama tíma og fóru þau yfir varnargarða fyrir ofan bæinn á tveimur stöðum. Þetta kom fram á íbúafundi á Flateyri þar sem fulltrúar viðbragðsaðila fóru yfir aðgerðir sem gripið var til eftir að snjóflóðin féllu á bæinn 14. janúar og viðbrögð við uppfærðu hættumati og rýmingaráætlun, ef snjóflóð skyldi falla aftur.
24.11.2020 - 08:03
Myndskeið
Skipverjar kljást enn við líkamleg og sálræn eftirköst
Sjópróf fór fram fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag í máli skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Sjóprófið átti að leiða í ljós hvað gerðist um borð þegar 22 af 25 áhafnarmeðlimum sýktust af COVID-19.
Vitnaleiðslu lýkur í dag eða á morgun
Sautján eru á vitnalista í sjóprófi í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem reynt er að komast að því hver og hvernig ákveðið var að halda Júlíusi Geirmundssyni á veiðum í október, þótt grunur væri um að skipverjar væru smitaðir af kórónuveirunni.
Sjópróf er rannsókn en ekki dómur
Sjópróf vegna kórónuveirusmits um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni fer fram á morgun. Með sjóprófinu er í raun gerð tvöföld rannsókn á því sem gerðist.
Myndskeið
Íslenskt fiskeldi vex hratt - sjókvíaeldið umfangsmest
Ríflega fjörutíu prósenta aukning verður í fiskeldi hér á landi, frá því sem nú er, verði allar umsóknir um ný rekstrarleyfi hjá Matvælastofnun samþykktar. Mest er aukningin í laxeldi í sjókvíum. Þegar eru í gildi leyfi fyrir tæplega 110 þúsund tonna eldi.
Vegurinn hefur verið lokaður 40 sinnum í ár
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur þungar áhyggjur af samgönguöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum núna þegar vetur er að ganga í garð. Það sem af er ári hefur Klettsháls verið lokaður í fjóra klukkutíma eða meira í alls 40 skipti.
Ætti ekki að hika við að verja höfnina á Flateyri
Heildartjón vegna skemmda sem urðu á höfninni á Flateyri við snjóflóð sem féllu þar í janúar er á annað hundrað milljónir. Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar segir brýna þörf á að verja höfnina fyrir snjóflóðum.
Ræða við sóttvarnayfirvöld um opnun skíðasvæða
Forstöðumenn skíðasvæða eiga nú í viðræðum við sóttvarnayfirvöld um leiðir til að geta opnað skíðabrekkurnar um og eftir næstu mánaðamót. Nægur snjór verður brátt í brekkunum en miðað við núverandi reglur er bannað að hleypa fólki í lyfturnar.
19.11.2020 - 12:49
Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra togarans
Skipverjar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafa lýst vantrausti á skipstjórann sem var á skipinu þegar hópsýking kom þar upp. Þeir krefjast þess að hann hætti störfum um borð í togaranum.
Ítreka að Norlandair uppfylli skilyrði um flugþjónustu
Vegagerðin ítrekar að flugvélar Norlandair, sem fyrirhugað er að taki við flugþjónustu við Bíldudal og Gjögur, uppfylli þau skilyrði sem sett voru þegar flugþjónusta til þessara staða var boðin út. Kærunefnd útboðsmála hafi staðfest að ekki var farið gegn lögum þegar samið var við Norlandair um flugið.
14.11.2020 - 13:53
Fjarstæðukennt að halda því fram að þjónustu fari aftur
Hreppsnefnd Árneshrepps sýtir það að Vegagerðin hafi gengið til samninga við flugfélagið Norlandair fremur en Erni um flugþjónustu í hreppinn. framkvæmdastjóri Norlandair segir fjarstæðukennt að halda því fram að þjónustu fari aftur við þessa breytingu.
Skipstjórinn afar ósáttur við sjópróf vegna hópsýkingar
Sjópróf fer fram í máli skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni á Ísafirði 23. nóvember, en þetta var ákveðið í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skipstjórinn gagnrýnir áform um sjópróf harðlega og segir stéttarfélag sjómanna standa fyrir opinberri auðmýkingu í sinn garð.
Hálka og vetrarfærð víða um land
Hálka og hálkublettir eru nú á vegum í flestum landsfjórðungum. Mest er hálkan á Norðurlandi og þar var sumstaðar flughált í morgun.
13.11.2020 - 16:02