Vestfirðir

Fyrsti hluti nýs Vestfjarðavegar boðinn út
Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu Vestfjarðavegar í Gufufirði. Það eru 6,6 kílómetra vegarkafli frá Gufudalsá að Skálanesi. Einungis um 1,2 kílómetrar verða þó hluti af Vestfjarðavegi í framtíðinni.
14.07.2020 - 16:35
Rauði krossinn leggur niður þrjú störf á landsbyggðinni
Rauði kross Íslands hefur lagt niður þrjú störf svæðisfulltrúa á landsbyggðinni við endurskipulagningu vegna tekjusamdráttar í heimsfaraldrinum. Áfram starfa 39 deildir samtakanna víðs vegar um landið í sjálfboðaliðastarfi.
13.07.2020 - 09:59
Lögregla varar við grjóthruni á Vestfjörðum
Lögreglan á Vestfjörðum varar göngufólk við grjóthruni úr fjalllendi, einkum á norðanverðu svæðinu, en þar er snjór nú að losna úr giljum og getur valdið hruni.
11.07.2020 - 15:10
Fá leyfi til að endurheimta votlendi í Ketildölum
Landeigandi á Fífustöðum í Ketildölum á Vestfjörðum fær að endurheimta votlendi á jörðinni sinni. Vesturbyggð heimilaði ekki framkvæmdina í september og vísaði henni til Skipulagsstofnunar.
Sektaður vegna utanvegaaksturs á Dynjandisheiði
Ökumaður var sektaður um 50 þúsund krónur fyrir að aka utan vegar á Dynjandisheiði. Lögreglustjóri á Vestfjörðum segir að ekki sé mikið um utanvegaakstur í umdæminu, einungis fjögur tilvik hafi orðið árið 2019.
07.07.2020 - 15:56
Myndskeið
Kortleggja fornleifar í þrívídd og með hitamyndum
Drónar geta breytt því hvernig fornleifarannsóknir fara fram. Með tækjunum er bæði hægt að búa til þrívíddarlíkön af uppgreftarsvæðum og staðsetja minjar með hitamyndun.
07.07.2020 - 09:50
Vegurinn var lokaður í um 40 daga af 90
Vegurinn um Súðavíkurhlíð, á milli Súðavíkur og Ísafjarðar, var lokaður um 40 sinnum, á fyrstu þremur mánuðum ársins, stundum hátt í tvo sólarhringa í senn. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að staða samgöngumála á svæðinu hamli byggðaþróun og kallar eftir göngum á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar.
Arnarunginn er ungur og óreyndur fálki
Fugl, sem lögreglan á Vestfjörðum handsamaði í gær og talinn var vera arnarungi er ungur fálki. Þetta segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur sem bar kennsl á tegundina af mynd á ruv.is.
04.07.2020 - 12:04
Lögregla handtók arnarunga
„Það eru ýmsir, sem hafa lent í löngum armi lögreglunnar. Þessi var handsamaður fyrr í kvöld eftir ábendingu um að eitthvað væri óeðlilegt í hegðun hans.“ Svona hefst facebook-færsla lögreglunnar á Vestfjörðum. Færslunni fylgir mynd af fugli sem að sögn lögreglu er arnarungi.
04.07.2020 - 09:05
Níu ný jarðgöng á lista í nýrri samgönguáætlun
Fjarðarheiðargöngum verður flýtt samkvæmt nýrri samgönguáætlun og hefjast framkvæmdir árið 2022. Áratugur gæti liðið þangað til göngin verða tekin í notkun en forseti bæjarstjórnar segir að ákvörðun um flýtingu strax færa heimamönnum von og auka bjartsýni.
03.07.2020 - 16:48
Rúmlega 28 milljóna fjárstyrkur vegna snjóflóða
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita Ísafjarðarbæ og stofnunum fjárstyrk úr almennum varasjóði til að mæta útgjöldum vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í janúar.
Talningu lokið í Norðvesturkjördæmi
Lokatölur bárust úr Norðvesturkjördæmi á sjöunda tímanum í morgun. Þar féllu atkvæði þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut um 92 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín Jónsson um átta prósent. Kjörsókn var 69,2 prósent í kjördæminu.
Instagram-ferðalangar hrifnir af Hornströndum
Illa undirbúnir Instagram-ferðalangar spyrja ráðvilltir um næstu verslun, jafnvel án matar og regnfata.
25.06.2020 - 09:19
Hafa tínt 36 tonn af rusli á Hornströndum
Árlegri ruslatínslu í friðlandinu á Hornströndum lauk í gær. Gauti Geirsson, einn skipuleggjenda fjörutínslunnar, segir að 2,6 tonn hafi verið tínd í ár. Alls 36 tonn hafa verið tínd síðan tínslan hófst 2014.
24.06.2020 - 08:29
Kemur ekki á óvart að náttúran lúti í lægra haldi
Formaður Landverndar segist ekki hissa á ákvörðun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að stöðva ekki framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Reykhólahreppi. Það sé fremur regla en undantekning að náttúran lúti í lægra haldi.
23.06.2020 - 13:09
Framkvæmdir við veg um Teigsskóg verða ekki stöðvaðar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði fyrr í mánuðinum kröfu Landverndar um að framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Gufudalssveit yrðu stöðvaðar. Vegagerðin hefur endurskipulagt framkvæmdaferlið og vill byrja á þeim köflum sem minnstur ágreiningur er um.
Umfangsmikil leit að manni á Vestfjörðum
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust fyrir miðnætti til aðstoðar við leit að karlmanni á fertugsaldri við Skálavík á Vestfjörðum. Maðurinn lagði einn af stað snemma í morgun, og létu ættingjar hans lögreglu vita í kvöld að ekki hafi náðst í hann. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Ísafirði, segir varðskipið Þór jafnframt til taks utan víkurinnar og björgunarsveitarfólk farið af stað til leitar.
Hefðu viljað sjá enn rýmra áhættumat fyrir laxeldi
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja þrengt að möguleikum til fiskeldis í nýju áhættumati Hafrannsóknastofnunar og telja gagnrýni Landsambands veiðifélaga á matinu vera fráleita.
Segir villtum laxastofnum fórnað fyrir eldisfyrirtæki
Formaður Landssambands veiðifélaga gagnrýnir harðlega nýtt áhættumat erfðablöndunar frá laxeldi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfesti fyrir helgi. Hann talar um svartan dag í sögu íslenskrar náttúruverndar.
Heilsársvegur í Árneshrepp gæti dregist um tvö ár
Nú hillir í tímamót í Árneshreppi á Ströndum þar sem heilsársvegur inn í sveitarfélagið er í matsferli. Í tillögu að uppfærðri samgönguáætlun er framkvæmdum hins vegar frestað um tvö ár.
09.06.2020 - 09:28
Sektaður fyrir að fella aspir sem höfðu sögulegt gildi
Héraðsdómur Vestfjarða hefur sektað íbúa í Ísafjarðarbæ um 200 þúsund krónur fyrir að fella níu aspir sem voru í eigu bæjarins. Aspirnar voru gróðursettar í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri árið 1995.
09.06.2020 - 07:22
20 prósenta aukning á frjóum eldislaxi í sjó
Í uppfærðu áhættumati erfðablöndunar frá laxeldi verður heimilt að ala allt að 106.500 tonn af laxi í sjó við Ísland. Þetta er 20 prósenta aukning á leyfilegu eldi á frjóum laxi.
05.06.2020 - 16:40
Telur tilefni sem aldrei fyrr að stefna í nýsköpun
Sjávarútvegsklasi Vestfjarða býður frumkvöðlum og háskólanemum að sækja styrki fyrir verkefni tengdum sjávarútvegi. Verkefnið kallast Hafsjór af hugmyndum, en umsóknarfresti var seinkað vegna heimsfaraldursins.
04.06.2020 - 18:12
Myndskeið
Um hundrað manns sýndu samstöðu á Ísafirði
Um hundrað manns komu saman á Ísafirði í dag á samstöðufundi vegna ástandsins í Bandaríkjunum. Líkt og annars staðar hófst fundurinn á átta mínútna og 46 sekúnda þögn til þess að minnast George Floyd, en það er tíminn sem lögreglumaðurinn Derek Chauvin þrýsti hnénu að hálsi hans.
03.06.2020 - 20:50
Hefilstjóri lenti undir hjóli hefilsins og lést
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að hefilstjóri, sem var við vinnu á Ingjaldssandsvegi í júní á síðasta ári, hafi farið reynt að forða sér áður en hefillinn lenti utan vegar. Hann hafi lent undir framhjóli vinnuvélarinnar og látist af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Nefndin mælist til þess að fyrirtæki og stofnanir hafi tvo starfsmenn saman þar sem símasamband er lélegt eins og þarna er.
02.06.2020 - 16:03