Veður

Hættustig: Allar stöður mannaðar og búa sig undir átök
Hættustig almannavarna er nú í gildi á Reykjanesinu og höfuðborgarsvæðinu. Viðbúnaðarstigið þýðir litla breytingu fyrir hinn almenna borgara, þó að verið sé að búa sig undir alls konar aðstæður bak við tjöldin. Engin merki eru enn um gosóróa á Reykjanesinu eftir jarðskjálftahrinuna fyrr í dag. Sá stærsti var 5,7 að stærð en vísindamenn segja fólk að búa sig undir enn stærri skjálfta.
Rýmdu Bláa lónið í fyrsta skipti í skjálftahrinu
Öryggisáætlun Bláa lónsins var virkjuð skömmu eftir að skjálftahrinan hófst í morgun og allir starfsmenn sendir heim. Bláa lónið hefur aldrei áður verið rýmt vegna jarðhræringa og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segist aldrei hafa fundið jafnsnarpa skjálfta.
24.02.2021 - 14:49
Lá undir 150 ára flygli þegar jörðin skalf
„Þetta var dálítið sjokk og áfall í eina til tvær mínútur, en svo sá maður kómísku hliðina á þessu,“ segir Björgvin Ívar Baldursson, píanóstillir í Reykjanesbæ, sem lá undir illa förnum 150 ára gömlum flygli í Keflavík þegar einn af stóru skjálftunum reið yfir í morgun. Hann telur að flygillinn sé um það bil hálft tonn.
24.02.2021 - 14:23
Innan við fimm tilkynningar um meiðsl eftir skjálfta
Almannavarnir hafa fengið innan við fimm tilkynningar um meiðsl eftir skjálftana í morgun, segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn á almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og bætir við að meiðslin séu minniháttar.
24.02.2021 - 13:38
„Eins og að sitja á öldu“
„Þetta var eins og að sitja á öldu, ég sat hérna í hægindastól og þetta var bara svona þægileg alda,“ segir Svanur Fannberg Gunnarsson, eigandi Litlu kaffistofunnar, um fyrsta stóra skjálftann í skjálftahrinunni á Reykjanesskaga í morgun. Hann hefur ekki orðið var við neitt tjón og segir að ekkert hafi dottið úr hillum.
Snjókoma og rigning fyrir norðan og austan
Í dag er spáð norðaustan 5-13 m/s, dálítil snjókoma eða rigning verður á Norður- og Austurlandi, skúrir suðaustantil en bjartviðri suðvestanlands. Hiti verður 1 til 6 stig, en kringum frostmark fyrir norðan og austan. Frystir allvíða í kvöld.
24.02.2021 - 06:51
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál“
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál,“ segir Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Hann segir bættar samgöngur einnig mikilvægar fyrir ungt fólk svo það geti sætt sig við að setjast niður á stöðum úti á landi.
Rok og úrkoma en styttir upp og lægir í kvöld
Veðurstofan spáir austan- og norðaustanátt í dag, víða 8-15 m/s en sums staðar verður hvassara við fjöll. Búast má við talsverðri rigningu suðaustantil á landinu og rigningu eða slyddu með köflum í öðrum landshlutum eftir hádegi, en snjókomu norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig síðdegis, mildast við suðurströndina. Dregur svo úr vindi og úrkomu í kvöld.
23.02.2021 - 06:51
Aflétta óvissustigi við Jökulsá á Fjöllum
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Veðurstofu Íslands, að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu við Jökulsá á Fjöllum.
22.02.2021 - 14:06
Hægir vestanvindar leika um landið í dag
Fremur hægir vestanvindar leika um landið í dag með snjókomu sums staðar norðvestan ti. Annars er búist við lítilsháttar slyddu eða rigningu en smám saman léttir til á Suðausturlandi.
22.02.2021 - 06:34
Lægð nálgast landið úr suðri
Lægð nálgast nú landið úr suðri. Veðurstofan spáir vaxandi norðaustanátt, 8-15 m/s, og skýjuðu með köflum en þurru að mestu eftir hádegi. Hægari vindur og dálítil slydda eða snjókoma norðaustantil en í kvöld bætir í vind með suðausturströndinni og á Vestfjörðum. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig en hiti 0 til 4 stig syðst.
19.02.2021 - 06:49
Cruz í kröppum dansi eftir sólarferð á fimbulvetri
Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana fyrir Texasríki, fékk óblíðar móttökur þegar hann sneri heim úr stuttu fríi sem styttist enn eftir að af því fréttist. Mestu vetrarhörkur í manna minnum hafa dunið yfir Texasbúa síðustu daga með hríðarbyl og frosthörkum sem hafa kostað allt að 37 mannslíf. Í útvarpsviðtali fyrr í vikunni hvatti Cruz kjósendur sína til að halda sig heima. Sjálfur brá hann sér hins vegar í sólarferð til mexíkósku strandborgarinnar Cancún með konu sinni og dætrum,
19.02.2021 - 04:27
Styttir upp og léttir til eftir hádegi
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt 3-10 m/s á landinu í dag. Lítilsháttar rigningu eða slyddu með köflum framan af deginum, einkum um vestanvert landið. Svo styttir upp og léttir til eftir hádegi og í kvöld verður víða léttskýjað. Þá kólnar og frystir í öllum landshlutum í nótt, líkt og algengt er í björtu veðri.
18.02.2021 - 06:45
Rigning í takti við úrkomuspá á Seyðisfirði í nótt
„Það byrjaði að rigna um og upp úr kvöldmat í gær og hefur rignt síðan, aðeins meira í morgunsárið en í nótt og það eru komnir um og upp úr 30 mm á Seyðisfirði,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.
17.02.2021 - 08:11
Rýming áfram í gildi á Seyðisfirði
Enn er í gildi rýming vegna skriðuhættu á Seyðisfirði á svæðinu frá Stöðvarlæk að Dagmálalæk. Rýmingin tók gildi klukkan sjö í gærkvöldi og um 100 íbúar í 46 húsum við sjö götur þurftu að yfirgefa heimili sín.
17.02.2021 - 07:34
Rigning og snjókoma með köflum í dag
Veðurstofan spáir breytilegri átt 3-10 m/s í dag með rigningu og slyddu eða snjókomu með köflum. Dregur úr úrkomu síðdegis og styttir upp á norðaustanverðu landinu.
17.02.2021 - 06:52
Myndskeið
40 ár frá Engihjallaveðrinu
40 ár eru í dag frá Engihjallaveðrinu svokallaða sem olli verulegu tjóni víða. 
16.02.2021 - 19:23
Hiti yfir frostmarki, hæg suðaustlæg átt og skúrir
Veðurstofan spáir fremur hægri suðaustlægri átt og dálitlum skúrum fyrri part dags. Þurrt og bjart verður á Norðurlandi. Hitinn er á bilinu 1 til 6 stig. Eftir hádegi gengur úrkomubakki inn á austanvert landið og þá má búast við norðaustan kalda og rigningu með köflum
16.02.2021 - 06:52
Myndskeið
Vetrarveður í stærstum hluta Bandaríkjanna
Víðtækur vetrarstormur hefur nú áhrif á nær helming íbúa Bandaríkjanna, þá sérstaklega í suðurríkjum landsins. Ríkisstjórinn Greg Abbott lýsti yfir hamfaraástandi í Texas, þar sem milljónir manna eru án rafmagns vegna vetrarveðursins. 
16.02.2021 - 04:11
Aurskriða féll á íbúðarhús í Indónesíu
Fjórir hafa fundist látnir og fjórtán er saknað eftir að aurskriða hreif með sér nokkur íbúðarhús á austurhluta Jövu í Indónesíu. Björgunarsveitum hefur tekist að bjarga þremur.
15.02.2021 - 07:59
Erlent · Asía · Veður · Indónesía
Ekki ástæða til aðgerða fyrir austan eins og staðan er
Ekki er talin ástæða til að grípa til aðgerða á Austurlandi vegna rigningarveðurs og ofanflóðahættu, að svo stöddu. Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands héldu fund í dag þar sem þeir fjölluðu um stöðu mála fyrir austan.
14.02.2021 - 16:43
Hætt við að bílar frjósi fastir við götur í Ósló
Mikill vatnsflaumur rennur eftir götum miðborgar Óslóar eftir að stórar kaldavatnslagnir fóru snemma í morgun. Slökkvilið borgarinnar vinnur að því að dæla vatni upp úr kjöllurum og vatnsveitan reynir að stöðva lekann. Mörg heimili í miðborginni eru án vatns. 
14.02.2021 - 14:02
Erlent · Veður · Noregur · Ósló
Fylgjast vel með gangi veðurs
Sérfræðingar Veðurstofunnar fylgjast með aðstæðum á Austurlandi í dag eftir að óvissustigi vegna ofanflóðahættu var lýst yfir í gærkvöld vegna spár um mikla úrkomu. Það byrjaði að rigna um klukkan fjögur í nótt. Heldur kaldara er í veðri en spáð hafði verið og dregur það úr hættu á skriðuföllum en útlit er fyrir að hlýni þegar líður á daginn. Engar tilkynningar hafa borist um skriður eða snjóflóð eystra.
14.02.2021 - 10:10
Snjóflóð og skriður gætu fallið eystra
Veðurstofan spáir suðaustan- og austanátt, víða á bilinu þrettán til 20 metrum á sekúndu. Talsverð eða mikil rigning verður á Suðausturlandi og Austfjörðum, en rigning af og til í öðrum landshlutum. Óvissustig er í gildi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi þar sem spáð er uppsafnaðri úrkomu á bilinu 100 til 200 millímetrar. Vot snjóflóð og jafnvel krapaflóð og skriður gætu fallið. Í dag verður metið hvort að grípa þurfi til ráðstafana á Seyðisfirði.
14.02.2021 - 07:48
Ganga í hús og tryggja að íbúar séu í viðbragðsstöðu
„Það eru allir í viðbragðsstöðu til að rýma í fyrramálið ef til þess kemur,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Klukkan átta í kvöld tók gildi óvissustig á Austurlandi vegna ofanflóðahættu og búist er við að í fyrramálið komi í ljós hvort þurfi að rýma ákveðið svæði á Seyðisfirði.
13.02.2021 - 20:31