Víðsjá

Póetík í Reykjavík, Óræð lönd og Wittgenstein

Í úrvals Víðsjá á sunnudegi verður rætt við Jóhann Hauksson um Rannsóknir í heimsspeki, fræga bók austurríska heimspekingsins Ludwigs Wittgenstein sem Jóhann hefur eitt drjúgum tíma í þýða og Háskólaútgáfan gefur út.

Við heimsækjum Gerðarsafn í Kópavogi þar sem myndlistartvíeykið Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson sýna verk sín þessa dagana. Þau rýna í samspil manns og náttúru, ekki síst á Norðurslóðum en verk þeirra verður hægt skoða bæði í Gerðarsafni út árið og í Listsafninu á Akureyri frá og með 25. september.

Margrét Bjarnadóttir, listamaður, kemur í heimsókn í Víðsjá en á dögunum birti hún greinina Ein mínúta í lífinu í greinasafninu Erindi; Póetík í Reykjavík sem kom út hjá Benedikt bókaútgáfu. Þar rekur hún nokkuð óhefðbundinn ritferil sem hverfist um dagbókaskrif, anagröm og fundin augnablik.

Birt

19. sept. 2021

Aðgengilegt til

18. des. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána. Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson.