• 00:02:22Þoka, Nína Hjálmarsdóttir
  • 00:10:14Um Kínafræði Simon Leys með Geir Sigurðssyni
  • 00:33:31Næturganga með Sjón

Víðsjá

Næturganga með Sjón, Um Kínafræði Simon Leys, Þoka

Fyrir gamla súrrealista var covid-tíminn áhugaverður, sagði Sjón þegar Víðsjá mælti sér mót við hann í Hólavallakrikjugarði í nótt. Við hittumst til ræða Næturverk, þrettándu ljóðabók skáldsins, marglaga og draumkennda bók sem hefur verið nokkurn tíma í smíðum eins og margar aðrar ljóðabækur Sjóns. Ljóðin takast á við hið innra og hið ytra, ljós og myrkur. Eftir stórkostlegar breytingar á heimsmyndinni, tvö ár af heimsplágu hefur það meðal annars leitt til þess fólk dreymir meira. Við erum verur sem höfum innri og ytri sýn segir skáldið, og í þessari bók mætast þessar sýnir einhversstaðar í nóttinni. Og það var ekkert annað í stöðunni en ræða Næturverk við Sjón um miðja nótt.

Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er ritröð sem gefin er út af Háskólaútgáfunni, en ritstjórar hennar eru Ásdís Rósa Magnúsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir. Í fyrstu þremur smáritunum er finna þýddar ritgerðir eftir þrjá höfunda. Fyrsta ritið er eftir Kínafræðinginn Simon Leys, annað ritið er eftir danska heimspekinginn og guðfræðinginn Dorthe Jørgensen og það þriðja eftir fransk-marokkóska rithöfundinn og blaðakonuna Leïlu Slimani. Hér er á ferðinni einstaklega áhugaverð ritröð sem miðlar til okkar ólíkum menningarheimum á aðgengilegan hátt. Við ætlum kynna okkur fyrsta ritið í þætti dagsins, greinasafn SImon Leys, The hall of Uselessness, eða Úr Gagnleysisskálanum í þýðingu Kínafræðingsins Geirs Sigurðssonar. Geir verður gestur okkar í þætti dagsins.

En við byrjum í leikhúsinu. Barnasýningin Þoka var frumsýnd á Litla sviði Borgarleihússins um helgina. Þoka er íslensk/færeysk leiksýning fyrir börn sem leikur á mörkum vísinda og þjóðsagna. Heyrum hvað Nínu Hjálmarsdóttur fannst um verkið.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

29. mars 2022

Aðgengilegt til

30. mars 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.