• 00:02:03Hrafnhildur Helgadóttir í Open
  • 00:17:06Umskiptingurinn
  • 00:26:00Joan Didion

Víðsjá

Myndlist og pílukast, Umskiptingurinn og Joan Didion

Snertifletir íþrótta og myndlistar, leikgleði, tilviljanir, blóm og afbyggt píluspjald eru meðal hráefna Hrafnhildar Helgadóttur á sýningunni Take Care Give Care Don?t Care sem opnar í OPEN á morgun. Tveir gestir og áhrifavaldar í lífi Hrafnhildar eru einnig með innkomu á sýningunni; í einu horninu sjá svartan fegurðarblett Hreins Friðfinnssonar, en annarsstaðar hefur Rúna Þorkelsdóttir raðað þurrkuðum laufum í mandölu. Hrafnhildur býr og starfar í Amsterdam,og hefur á síðustu árum helst fengist við internetlist. Hún tekur þó allt aðra stefnu í OPEN, á sinni fyrstu einkasýningu í Reykjavík. Við hittum Hrafnhildi í þætti dagsins.

?Við segjum hvert öðru sögur til þess lifa.? segir á einum stað í bók eftir bandaríska rithöfundinn og blaðamanninn Joan Didion sem lést rétt fyrir jólin 2021. Hún var meðal frumkvöðla í blaðamennsku, tilheyrði hreyfingu sem kallaðist nýblaðamennska - á mörkum skáldskapar og fréttamennsku. Didion skrifaði um umbrotatíma vestanhafs, andófið og hippakúltúrinn af þvílíkri næmni og innsæi. Við förum yfir feril Didion, stíl og afrek með Maríu Elísabetu Bragadóttur rithöfundi.

Nýtt íslenskt barnaleikrit, Umskiptingurinn, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi. Verkið er eftir Sigrúnu Eldjárn og var valið úr 150 leikverkum sem bárust þegar Þjóðleikhúsið kallaði eftir leikritum og hugmyndum leikritum fyrir börn. Nína Hjálmarsdóttir fór á frumsýningu og segir frá þeirri upplifun.

Umsjón: Halla Harðardóttir

Birt

24. mars 2022

Aðgengilegt til

25. mars 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.