• 00:02:41Guðrún Helgadóttir
  • 00:18:14Hetjusögur Kristínar Svövu
  • 00:18:14Bryndís Snæbjörnsdóttir

Víðsjá

Myndlistarmenn ársins, Hetjusögur og Guðrún Helgadóttir

Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, er látin 86 ára aldri. Guðrún starfaði í stjórnmálum, en er ekki síst minnst fyrir bækur sínar fyrir börn. Bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna urðu þrjár talsins en auk þeirra nefna þríleikinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, auk Óvita og bókina um brúðuna Pál Vilhjálmsson. Merkileg kona hefur kvatt okkar, en sem skilur eftir sig sögur og persónur sem munu lifa í hjörtum allra sem þeim kynnast.

Við ætlum hefja þáttinn í dag á því rifja upp viðtal sem tekið var við Guðrúnu, hér í Víðsjá, fyrir fimm árum síðan.

Myndlistarmennirnir Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson hljóta myndlistarverðlaun ársins 2022 fyrir sýninguna Vísitasíur sem sýnt var í vetur í Listasafninu á Akureyri og sýningarstjóri verksins var Æsa Sigurjónsdóttir. Sýningin er afrakstur margra ára rannsóknarvinnu í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og listasafna. Markmið verkefnisins er auka þekkingu á fjölþættum tengslum dýra, manna og umhverfis á tímum heimsvæddrar loftslagshlýnunar og hækkandi sjávarmáls. Áhersla verður lögð á rannsaka ferðir ísbjarna til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Við lítum við á vinnustofu Bryndísar Snæbjörnsdóttur og ræðum um þessa yfirgripsmiklu rannsókn, samband manna og dýra og þverfagleg vinnubrögð myndlistarinnar.

Og árlegur hátíðarfyrirlestur ritlistarnámsins í Háskóla Íslands var haldinn í gær Í Árnagarði. Þar flutti Kristín Svava Tómasdóttir ljóðskáld og sagnfræðingur fyrirlestur kenndan við Jónas Hallgrímsson en hún hefur gegnt starfi Jónasar Hallgrímssonar við ritlistardeildina í vetur, þar talaði Kristín um aðferðir og markmið við enduvinnslu texta í samhengi við ljóðabókina Hetjusögur sem kom út 2020 en textinn í hana er sóttur í verkið Íslenzkar ljósmæður I-III, sem kom út á árunum 1962-1964. Við sláum á þráðinn til Kristínar Svövu seinna í þættinum.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

23. mars 2022

Aðgengilegt til

24. mars 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.