• 00:02:05Lovebomb í OPEN
  • 00:08:18 Ásmundur Ásmundsson í Cafe Pysju
  • 00:23:38Íslenksar bókmenntir-saga og samhengi
  • 00:32:24Rósa Gísladóttir

Víðsjá

Loftskurður, íslensk bókmenntasaga, ástarsprengja, heimsendaklukkur

Loftskurður kallast sýning Rósu Gísladóttur sem stendur yfir í Ásmundarsafni. Rósa hefur á löngum ferli skapað höggmyndir, einkum úr gipsi, þar sem formin tala sínu máli, oft á tíðum með vísun í tungumál byggingalistarinnar. Rósa vinnur einmitt með safnið sjálft sem skúlptúr á sýningunni í Ásmundarsafni, auk þess undirstrika sína sýn á verk Ásmundar með eigin höggmyndum. Rósa segist einhverju sjá sýninguna sem tónverk með upphafi og endi, og við fáum heyra betur af því hér undir lok þáttar.

19. febrúar síðastliðinn opnaði sýning á verkum Ásmundar Ásmundssonar í nýtilkomnu myndlistargallerí í Grafarvogi - Café Pysja. Ásmundur hefur verið búsettur í Osló síðustu ár, en snýr til Íslands með sína fyrstu sýningu hér á landi í 10 ár. Í Pysju gefur líta teikningar Ásmundar þar sem koma við sög ýmis tákn sem vísa bæði í samtímann og söguna og undir tifar heimsendaklukkan. Við lítum inn í Pysju í Víðsjá í dag.

Við fáum heyra umsögn Grétu Sigríðar Einarsdóttur á seinni hluta nýrrar bókmenntasögu sem hið íslenska bókmenntafélag gaf nýverið út: Íslenskar bókmenntir - saga og samhengi.

Við byrjum þáttinn á því hringja í Gallerí Open við Grandagarð í Reykjavík, þar sem forvitnileg sýning fer fram um helgina, á verki eftir Terre Taemlitz.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Birt

16. mars 2022

Aðgengilegt til

17. mars 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.