• 00:02:18Víðátta e. Gerði Kristnýju
  • 00:03:53Í öðru húsi
  • 00:18:58Dalrún Kaldakvísl
  • 00:34:41WindWorks

Víðsjá

Víðátta, WindWorks, Í öðru húsi, viðhorf til náttúrunnar

Tónlistarhátíðin WindWorks fer fram dagana 13.-20. mars í Byggðasafni Hafnarfjarðar en það er tónlistarhátíð helguð blásturshljóðfærum. Flytjendur verða m.a. Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason, Helga Björg Arnardóttir og Grímur Helgason klarinettleikarar en hjarta hátíðarinnar verður Aulos Flute Ensemble.

Rætt verður við þær Karen Karólínudóttur, flautuleikara og Pamelu De Sensi listrænan stjórnanda Windworks hátíðarinnar.

Í Ásmundarsal þenja um þessar mundir þrjár listakonur út hugtökin myndlist, handverk og hönnun. Þær Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dísar Whitehead og Steinunnar Önnudóttur, kalla samsýningu sína Í öðru húsi. Við lítum inn í Ásmundarsal og ræðum við þær Guðlaugu Míu, Steinunni og Hönnu.

Sögur af mönnum dýrum og öðrum þáttum náttúrunnar vitna um það Íslendingar fyrri alda báru skynbragð á það gjörðir þeirra höfðu áhrif á umhverfi þeirra.

Þetta segir Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur, sem heldur áfram pistlaröð sinni um samband Íslendinga fyrri alda við náttúruna. Í dag fjallar Dalrún um viðhorf manna til náttúrunnar, eins og þau koma fyrir í þjóðsögum Jóns Árnasonar.

En við byrjum þáttinn á ljóðalestri. Það er ekki á hverjum degi sem þættinum berast ljóð á upptöku en það er einmitt tilfellið í dag. Ljóðið var frumflutt síðastliðinn sunnudag í Veröld húsi Vigdísar á fjörutíu ára afmæli Kvennaframboðsins. Ljóðið kallast Víðátta og er eftir Gerði Kristnýju. Með þessu ljóði þakkaði hún Kvennalistakonum fyrir atlætið og uppeldið, kraftinn og kynngin.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.

Birt

15. mars 2022

Aðgengilegt til

16. mars 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.