• 00:02:31Bach og nútíminn,
  • 00:20:27Svo langt sem augað eygir
  • 00:27:31Santa Barbara í Moskvu

Víðsjá

Bach og nútíminn, Birgir Andrésson á Kjarvalstöðum, Santa Barbara

Þetta er tónverk um ekkert, segir Hjálmar H. Ragnarsson um nýtt verk sem hann frumflytur í Landakotskirkju annað kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem Sif Margrét Tulinius stendur fyrir í Landakotskirkju, Bach og nútíminn, þar sem hún flytur allar þrjár sónötur J.S. Bach ásamt því frumflytja þrjú íslensk einleiksverk fyrir fiðlu eftir tónskáldin Huga Guðmundsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Viktor Orra Árnason. Fyrstu tónleikar Þríleiksins hafa þegar farið fram en annað kvöld verður verk Hjálmars frumflutt. Við litum inn á æfingu hjá þeim Sif og Hjálmari í kirkjunni í morgun, þar sem við ræddum samtalið við Bach og tónlist sem hreina fegurð sem þarf ekkert segja út fyrir sjálfa sig.

Eins langt og augað eygir er stór yfirlitssýning á verkum myndlistarmannsins Birgis Andréssonar sem tekur yfir nær alla Kjarvalsstaði um þessar mundir. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir myndlistargagnrýnandi lagði leið sína á Kjarvalsstaði og ætlar segja betur frá þessari sýningu í Víðsjá í dag.

Við ræðum í Víðsjá dagsins við myndlistarmennina Ragnar Kjartansson og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur og kvikmyndaleikstjórann Ásu Helgu Hjörleifsdóttur um lokunina á sýningum þeirra í GES-2 mynlistarmiðstöðinni í Moskvu á dögunum. Daginn sem Rússar réðust inn í Úkraínu var hinum stóra lifandi skúlptúr Ragnars, Santa Barbara, hætt og í kjölfarið var samsýningu hans og stórs hóps listamanna þar í miðstöðinni einnig lokað. Við heyrum af þessum ákvörðunum og samskiptunum þeirra þangað austur í þætti dagsins.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Birt

14. mars 2022

Aðgengilegt til

15. mars 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.