• 00:02:46Bára Gísladóttir
  • 00:14:48Hversdagssafnið Hljóðbæn
  • 00:31:01Annríki Þjóðbúningar

Víðsjá

Bára Gísladóttir, Þjóðbúningagerð, Hljóðbæn Hversdagssafnsins

Í Hallgrímskirkju á laugardagskvöld verður flutt tónverkið Víddir eftir Báru Gísladóttur. Víddir er samið fyrir níu flautur, rafbassa, kontrabassa og þrjá slagverksleikara og í lýsingu segir það skarti hugmyndum um áferð og víddir þar sem mismunandi efni renna saman í eitt. Bára verður gestur Víðsjár í dag.

Í síðustu viku ræddum við hér í Víðsjá við Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, fornleifafræðing, um íslenskar fornleifar sem hafa í gefnum tíðina ratað á söfn í Bretlandi. Meðal þeirra gripa sem við Guðrún ræddum var brúðarbúningur sem er í geymslu í Victoria & Albert safninu í London. Til er nákvæm eftirlíking af þessum búning á saumastofu sem einnig er safn, sem áður var vélaverkstæði, í Hafnafirði. Meira um það hér undir lok þáttar þegar við hittum hjónin Guðrúnu Hildi Rosenkjær, klæðskera og safnfræðing, og Ásmund Kristjánsson, vélvirkja og gullsmið.

Og við fáum sendingu frá Hversdagssafninu á Ísafirði. Frá því Spæjarastofa Hverdagssafnsins flutti síðasta pistil fyrir tveimur vikum hefur heimurinn eins og við þekkjum hann tekið stakkaskiptum. Vanmáttug horfum við á stríð í Evrópu og vitum varla okkar rjúkandi ráð. Í aðstæðum sem þessum finnst meðlimum Spæjarastofunnar eins og orðin verði ómerkileg, en á sama tíma segjast þær vita orðin skipta máli - því þögnin éti málstaði og þjáningar. Í þetta sinn fjalla viðmælendur þeirra um vonir, stríð og huggun í fjölradda hljóðbæn handa hrjáðum heimi.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Birt

10. mars 2022

Aðgengilegt til

11. mars 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.