Víðsjá

Bókmenntir í heimsfaraldri, Pussy Riot, loftslagsmál, bókmenntasaga

Við veltum fyrir okkur hvort og þá hvernig rithöfundar skrifa um covid-faraldurinn, eru sögur af þessum síðustu tveimur árum farnar lita bókmenntir? Hér á Íslandi hófst úrvinnslan strax í jólabókaflóðinu 2020. Þekktir erlendir rithöfundar eru líka byrjaðir gera þetta upp en þessu fylgja ýmis vandkvæði, hvort of snemmt skrifa um þessa hluti og hvort fólk tilbúið lesa það. Við fjöllum um vandamál farsóttarfléttunnar hér á eftir með Sigþrúði Silju Gunnarsdóttur ritstjóra.

Nadya Tolokonnikova, rússnesk listakona og meðlimur Pussy Riot, sat tvö ár í rússnesku fangelsi fyrir syngja and-pútínska pönkbæn í dómkirkju Moskvu árið 2012. Í dag notar hún rafmynt og sölu NFT-listaverka á netinu til berjast gegn ofríki Pútíns. Við kíkjum í viðtal við Tolokonnikovu sem birtist í breska dagblaðinu The Guardian í gær.

Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga, sem hið íslenska bókmenntafélag gaf nýverið út. Gréta Sigríður EInarsdóttir fjallar um fyrra bindið í þætti dagsins.

Hvað ef framtíðin býr yfir viðgerðarkjörnum í stað verslunarmiðstöðva? spyr Birnir Jón Sigurðsson í pistli sínum í dag. Í þessum síðasta pistli sínum um loftslagsmál í stærra samhengi veltir Birnir fyrir sér ímyndunaraflinu, draumum og von.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Birt

9. mars 2022

Aðgengilegt til

10. mars 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.