• 00:02:03Frelsissveit Íslands
  • 00:20:35Framúrskarandi vinkona
  • 00:30:31Langt að komnar, sögur kvenna frá Mið-Ameríku

Víðsjá

Sögur kvenna frá Mið-Ameríku, Frumefnin fjögur, Framúrskarandi vinkona

Langt komnar - Sögur kvenna frá Mið-Ameríku er safn verka eftir konur frá Mið-Ameríku, sem Háskólaútgáfan gaf nýverið út. Í bókinni er finna safn þýðinga á örsögum, smásögum og reynslusögum kvenna, verk sem veita innsýn í líf og aðstæður kvenna í heimshluta sem er okkur flestum hér á landi fjarlægur og framandi. Sögurnar eru fjölbreyttar formi en hverfast margar um samskipti og árekstra á milli kynja, stétta, þjóðfélagshópa og trúarhópa. Hólmfríður Garðarsdóttir er meðal þriggja þýðenda verkinu og ritstýrir því jafnframt, og hún verður gestur okkar hér á eftir.

Við hugum líka tónleikum sem sýndir verða í sjónvarpinu í kvöld loknum tíu fréttum, en þar verður leikin upptaka af tónleikum Frelsisveitar Íslands sem fram fór á djasshátíð Reykjavíkur árið 2020. Þar flutti 10 manna frelsissveitin tónverkið Frumefnin fjögur (loft, jörð, vatn og eld) eftir Hauk Gröndal. Haukur verður gestur þáttarins ásamt öðrum liðsmanni Frelsissveitarinnar Sverri Guðjónssyni sem notar röddina með fjölbreyttum hætti í verkinu sem sjónvarpsáhorfendur geta notið í kvöld.

Um helgina var Framúrskarandi vinkona frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins, en leikverkið er byggt á hinum geysivinsælu Napólísögum Elenu Ferrante. Við heyrum hvað leikhúsrýni okkar, Evu Halldóru Guðmundsdóttur, fannst um uppsetningu suður-afríska leikstjórans Yael Farber á Framúrskarandi vinkonu.

Birt

7. mars 2022

Aðgengilegt til

8. mars 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.