Víðsjá

Dans, Arfur aldanna, Tu jest za drogo, Snert á landslagi

Aðal­heiður Guðmunds­dótt­ir hlaut í gær viður­kenn­ingu Hagþenk­is fyr­ir framúrsk­ar­andi rit á ár­inu 2021. Viður­kenn­ing­una fær hún fyr­ir fyrstu tvö bind­in í verk­inu Arf­ur ald­anna sem Há­skóla­út­gáf­an gaf út, en bind­in tvö nefn­ast Hand­an hind­ar­fjalls og Norðveg­ur. Í ritinu Arfur aldanna setur Aðalheiður sér það metnaðarfulla markmið fjalla á heildstæðan hátt um uppruna fornaldasagna, efnivið þeirra, útbreiðslu og bókmenntaleg einkenni. Við heyrum brot úr viðtali við Aðalheiði frá því fyrr í vetur í þætti dagsins.

Yfir litla á sem rennur til sjávar í Héðinsfirði fyrir norðan er finna 5 óvenjulega steina, of reglulega, greinilega manngerða sem eru stiklur fyrir göngufólk til komast þurrum fótum yfir vatnsfallið. Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður ber ábyrgð á steinunum en þeir eru bæði hluti af yfirstandandi doktorsverkefni Tinnu og sýningu sem opnuð var um síðustu helgi í Hafnarborg í Hafnarfirði. Við höldum í Hafnarfjörð í dag og ræðum við Tinnu Gunnarsdóttur um landslag, fagurfræði og verkin hennar.

Selma Reynisdóttir heldur áfram skoða það tímabil Íslandssögunnar þegar Íslendingum var gert erfitt fyrir dansa, og tala sumir um dansbann. Í þessum þætti spjallar hún við þjóðfræðingin Atla Frey Hjaltason og spyr ?Af hverju bönnuðu kirkjan og yfirvöld Íslendingum dansa??

En við byrjum í leikhúsinu í dag. Nína Hjálmarsdóttir fór í Borgarleikhúsið og sýninguna Tu jest za drogo, eða Úff hvað allt er dýrt hérna.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Birt

3. mars 2022

Aðgengilegt til

4. mars 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.