• 00:02:46Voice of America
  • 00:22:18Spæjarastofa Hversdagssafnsins
  • 00:35:53Saga varalitarins
  • 00:43:31Dansljóð í Smáralind

Víðsjá

Dansljóð í Smáralind, rauðar varir, Voice of America, Hversdagssafnið

Dagar ljóðsins er heilmikil ljóðlistahátíð sem fer fram í Kópavogi. Hún hófst um síðustu helgi í með afhendingu Ljóðstafs Jóns úr Vör og heldur áfram til næsta laugardags. Meðal þess sem er á dagskrá er flutningur á dansverki í Smáralind, en Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, ásamt danshópnum FORWARD mun flytja verkið The Mall, á laugardag. Við förum í Smáralindina í þætti dagsins.

Við rifjum líka upp upphaf áttatíu ára gamallar útvarpsstöðvar, sem enn er á lífi, en er reyndar meira en útvarpsstöð í dag. 79 dögum eftir Bandaríkin drógust inn í seinni heimsstyrjöldina með árásinni á Perluhöfn hófust útsendingar Voice of America til Þýskalands þar sem átti, með áherslu á sannleikann og bandarísk gildi, hafa áhrif á samtöðuna hjá óvinaþjóðinni. Síðar blandaðist Voice of America inn í dagskrárgerð þessarar stofnunar, Ríkisútvarpsins, á meðan bandarískt herlið var í landinu.

gefnu tilefni ætlum við fjalla um rauðar varir. Á miðnætti verður öllum samkomutakmörkunum aflétt og er ekki lengur skylda nota andlitsgrímur. Þetta þýðir auðvitað margt, og meðal þess er staðreynd við getum aftur farið mála á okkur varirnar. Varalitir hafa verið læstir ofan í skúffu síðan grímur yfirtóku líf okkar, en ekki lengur, getum tekið varalitina fram á ný. Við förum yfir sögu varalitsins í þætti dagsins.

Og við fáum sendingu frá Spæjarastofu Hversdagssafnsins í dag, en þessu sinni fjallar þær Björg Sveinbjörnsdóttir, Vaida Bra?i?nait? og Anna Sigríður Ólafsdóttir á spæjarastofunni, um svokölluð þröskuldarrými. Rými sem þjóna þeim tilgangi færa mann frá einum stað á annan. Og þær ætla skoða andlegu þröskuldarrými í hversdeginum. Biðstofu hugans: sem getur t.d. verið bið eftir barni, bið eftir áfanga, bið eftir nýju hlutverki og biðin sem margir kannast við um þessar mundir: biðin eftir Covid.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Birt

24. feb. 2022

Aðgengilegt til

25. feb. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.