Víðsjá

Ég hleyp, þróun atvinnu, Gunnar Kvaran

Við heimsækjum í dag Gunnar Kvaran sellóleikara sem vitanlega er einn þekktasti sellóleikari landsins, fæddur á lýðveldisárinu, og margreyndur við flutning og kennslu sígildrar tónlistar. Undir lok síðasta árs kom út bókin Tjáning, sem er fyrsta bók Gunnars og geymir hugleiðingar hans um tónlist, trú og tilveruna auk nokkurra ljóða. Við heimsækjum Gunnar Kvaran í þætti dagsins.

Í leikverkinu Ég hleyp, sem frumsýnt verður um næstu helgi í Borgarleikhúsinu, er leitast við svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir barnsmissi.

Maður á ónefndum stað byrjar hlaupa eftir þá óbærilegu lífsreynslu, og hann hættir ekki hlaupa því á hlaupunum hefur hann einhverja stórn, verður frjálsari og léttari. Í þessum einleik tekst leikarinn ekki aðeins á við krefjandi umjföllunarefni, heldur einnig krefjandi aðstæður á sviðinu því leikarinn er allan tímann á hlaupum í verkinu, á hlaupabretti. Það er Gísli Örn Garðarsson sem tekst á við verkið, sem hann segir fyrst og fremst óður til líkamans og getu okkur til lifa af, óður til lífsins.

Og svo er það vinnan og þróun hennar. Í pistli sínum í dag fer Snorri Rafn Hallsson með okkur til Vínarborgar og víðar þar sem við kynnumst Skáktyrkjanum, örvinnu og manninum í vélinni.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Birt

22. feb. 2022

Aðgengilegt til

23. feb. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.